Sunday, December 13, 2009



Jóla stemmari hjá okkur


Afmælið hans KYle


Sverrir á fullu




Yfirgengilega draslið sem var hér þegar við fluttum inn...þetta var hræðilegt...eins og þáttur af hoarders


en jæja ég er að klára lokaverkefni og vinnuna 6-7 mánudag og þriðjudag, hlakka rosalega til að koma heim og sjá nýjan fjölskyldumeðlim og slaka á í jólastuði.
Sé ykkur þegar ég kem heim húúúrraa

Sunday, November 29, 2009

Gubb

Ég var í lestini áðan á leiðini á bókasafnið og þá heyri ég mikil og hávær kúgunar hljóð í einhverjum svo ég lít up og þá er einhver gæji bara að æla í lestini beint á gólfið. Ég hef aldrei vitað annan eins viðbjóð! Við vorum líka nokkrar sekúndur frá næsta stoppi og eiginlega enginn í lestinni..hann reyndi ekki einusinni að æla úti..bara búmm beint á gólfið djöfuls viðbóður! Ég hljóp beinustuleið útur lestini og eyddi restini af ferðini í að hafa áhyggur af því hvað gerðist þegar fólk ældi í lestini hvort það þyrfti að stoppa hana og þrífa og hvort einvher myndi óvart setjast í æluna o.s.frv. svo er svo geðveik parmesan lykt inná þessum stað að ég er stöðugt ásótt af ælu atvikinu áðan. Svo var bókasafnið lokað ásamt öllum NYU byggingum svo ég þurfti að labba kaffihúsanna á milli þar til ég fann loks eitt með sæti nálægt innstungu. Það er skítakuldi og ekkert nema eyðslusjúkt fólk ráfandi um að reyna að spara á útsölum.
Og svo ég að rembast við frestunnar áráttu mína og klára eitthvað af þessum fáránlega fjölmörgu verkefnum sem ég þarf að skila í næstu viku.

Wednesday, November 25, 2009

SUPER BRAIN JOGA

Virkar sko.. ég prófaði og var strax miklu klárari..í alvörunni

Saturday, November 14, 2009

Hvurslags

Ekkert merkilegt að ske svosem. Fólk almennt að fá kvíðaköst í skólanum og engin mætir því allir eru veikir. Ég er persónulega á nippinu með þessa vinnu, finnst hún svo erfið. Ef einvher man eftir heimildamyndini um barnaheimilið í Bretlandi þar sem krakkarnir voru spítandi og trompandist alveg villevekk þá er staðurinn sem ég vinn á nákvæmlega eins..bara meira depressing ef eitthvað er. Ég er sumsé með 7 börn þar af eru 4 mjög erfið og ég verð að vera á nippinu allann tímann til að stólar brotni ekki og þeir fái ekki kast á mig. Ég verð deginum fegnust þegar ég þarf ekki að staulast þarna uppeftir í 2 klukkutíma í lest klukkan 6 að morgni til að standa í þessu helvíti. Já ..þannig er nú það.

..svo er ég líka búin að vera pirra mig á auglýsingum hérna, get víst pirrað mig á ýmsu. Þær eru bara svo ógeðslega miklar karlrembur. Það eru alltaf þrif auglýsingar þar sem mamman er orðin svo þreytt á kjánapabbanum og krökkunum sem eru alltaf að sóða út eldhúsið hennar. Skot af pabbanum að kveikja á blandaranum með engu loki...ooohh þessir eiginmenn...eru nú aaaalveg. og bílaauglýsingar sem eru miðaðar að konum. aaah á þessum bíl get ég skutlast með krakkana og hundinn í búðina (að kaupa þrifnaðarvörur) og á fótboltaæfingu. Sama sagan með allt þær eru einu sem eru sýndar þrífa eða þvo þvott. ég hef aldrei séð mann í þessum hreinlætis auglýsingum nema hann sé að skíta út. Heimskulegt útúr öllu veldi að mínu mati. Ég hef ekki tekið eftir þessu svona rosalega drastísku heima. Ísland er allavega með skárri auglýsingar heldur en USA. Annars var ég að kaupa Rússnenskan bjór í rússabúðini og það er hellidemba úti. Spennandi laugardagur framundan.

E.S. ég var að lesa Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðason og hún á furðuvel við hugarástand fólks held ég eins og ástandið er á Íslandi í dag. Svo...lesið hana.

Monday, October 26, 2009

eftir erfidan dag i vinnuni

kaetist eg thegar eg se thessar auglysingar i tviinu



Saturday, October 24, 2009

talvan bilud

Jubb tolvulius bilud, Einhver mikrokubbur sem var med honnunnar galla svo ad eg tharf ekki ad borga sent. Elskan var send til Tennissee yfir nott og verdur svo send beint heim til min. Luxus ef thetta hefdi gerst heima hefdu their sagt vid mig ja kostar 100.000 kall og tekur 2 vikur. Their hefdu ekki vitad neitt um neinn honnunargalla i orkubbi. THannig eg var heppin, svo er eg buin ad kaupa heimasima og mun nu getad hringt heim til islands thvi thad er i gegnum internettenginguna herna.
Jaeja rigning uti og eg var i apple budini og a where the wild things are og ad eta cupcakes thannig var dagurinn minn.
leiter gaters.
simanumerid mitt verdur sama og gamla..917 334 5241.

Tuesday, October 13, 2009

Haust og Lauf og Grasker

Myndir af skrifstofuni sem ég vinn í í Ittleson og svo eitthvað af myndum sem Helga og þórir tóku:











Vinnan er alveg svakaleg hérna ég verð að segja það. Ég er með 7 drengi þar af 3 mjög challenging, uppá borðum og hlaupandi útúr stofuni brjálandist challenging. Svo á ég að stjórna stelpuhóp með öðrum sálfræðingi hérna sem byrjar 26 kannski seinna því Halloween er 31 og krakkarnir er alltaf snar tjúll þegar sú hátíð kemur svo kannski verður hópavinnu seinkað. Ég allavega alltaf bara búin á því þegar ég kem heim, get varla haldið augunum opnum til að lesa námsefnið yfir. AAAHHHhhh mikið er gott að væla smá, búin! þetta er samt lærdómsríkt og rosalega er fallegt þarna þetta eru bara svona sveitakot með frönskum gluggum og múrsteins strompum og skeljaþökum, risastór tré og runnar ég ætla taka myndir seinna. skólinn er líka ágætur ég hef svosem undan engu að kvarta. Sambýlingurinn sem ég hef ákveðið að kalla Sverri því mér finnst hann svo sverrislegur er eeld hress alltaf. Á kvennaveiðum og fyllerí kaupandi sér flatskjái og fínerí. Hann er merkilegur karakter segir manni sömu hlutina allavega 6 sinnum...aahh yeahhh these pants from Target really are big ...I really lost some waight ...oouuh gots to get some new pants I´m the incredible shrinking man osfr osfr...talar sumsé bara um það hvað hann hefur grennst mikið og og hvað hann er góður með tölvur og hvað hann er góður kokkur. Svo er mamma hans í krukku uppí eldhússkáp hann hefur ekki efni á að fara með öskuna til Hawai eins og hún vildi. Svo er hann að deita 2 eða 3 píur í einu og er alveg að kúka í sig yfir því. Hann var að segja mér og kyle frá og hann sagði I´m like a kid in a candy store i cant help myself...Dang oj hugsaði ég bara og held að vanþóknunar svipurinn hafi sést. 2 eru svartar einsteæðar mæður sem hann kynntist í Wholefoods og sú þriðja er einvher af bar eða eitthvað.
JIii nóg um Dan,

Helgs og Þórs farinn og það er leitt við söknum þeirra mikið sérstaklega Deniro eftirhermu Þóris. Ben og jerrys ísin búin og það er orðið kalt og dimmt hér. Haustið alveg offissíalt komið. Það er soldið fyndið hvað Haustið er mikil árstíð hérna í Ameríku það er alveg pumpkin lattes og muffins og lauf hengd útum allt og halloween skreytingar í mánuð og ég veit ekki hvað og hvað. Heima er haustið bara sona vika og svo er komin vetur og 20 tíma myrkur. Við hengjum ekki upp laufakransa og kaupum okkur graskerslatte ..reyndar held ég að ég hafi ekki einusinni séð grasker heima yfirleitt.
Ég verð að segja að ég er alhlynt svona árstíða upphafningu gaman bara segji ég..upp með laufkransana og graskerin húrraaaa það er komið haust!

oki nú er ég að fara að sofa
eitt að lokum ÉG ER BÚIN AÐ KAUPA MIÐANN MINN HEIM HÚRRA HÚRRA HÚRRAA JÓLIN HÉR KEM ÉG.
ps kyle er að fara til Ítalíu að heimsækja fjölskylduna sína svo ekkert ísland fyrir hann.

auka PS er
að ég kem heim að morgni 17 des og fer 7 jan

Monday, October 05, 2009

Haustið

Er eiginlega fyllilega komið. Hitin með öllu farinn og kuldi og fölnuð lauf farin að taka við. Ég er ánægð með haustkomuna kólsílegheit og ég get farið í jakka yfir fötin mín.
Helga og þórir eru annars í heimsókn hjá okkur og það er rosarosarosa gaman að fá svona skemmtilega gesti Kyle ætlar að elda í kvöld handa okkur beikonvafðar kjúklingabringur. Þau fara heim á miðvikudaginn og það á eftir að verða tómlegt án þeirra heima. Mér finnst að öll familían (og vinirnir) ættu bara að flytja hingað á meðan ég er hér. Uppástunguni er hér með komið á framfæri.

Nú sit ég við skrifborðið mitt í vinnuni búin að vera á starfsmanna fundum í allann dag og að mála á töfluna og svona. Finnst ég rétt að vera að komast inní hlutina hér búin að hitta alla krakkana ekki hópinn minn samt en það verða bara stelpur í honum. Sem er gott því ég er bara með litla gæja one on one. vaknaði klukkan 6 í morgun þegar það var ennþá myrkur og er búin að drekka 2 kókdósir og éta ógeðslega mikið af súkkulaði húðuðu kaffibaununum hennar Ericu sem ég fann í skúffuni hennar þannig ég er pínu tensuð á því. Gerir lestarferðina heim á eftir ennþá skemmtilegri.
Sem minnir mig á það sem gerðist í dag í lestini. 'Eg sat og var að hlusta á samræður tveggja gæja sem voru sona týpískir NY gæjar tala um fótbolta og píjur sem þeir voru að deita og hvað vinnan þeirra væri ömurleg. Mér fannst þessar samræður þeirra eitthvað svo súrealískar. Þá kemur stelpa inn og rekst í annann þeirra og segir með skrýtni röddu sorry sorry sorry im so sorry og gæjarnir fara eitthvað að reyna við hana og annar segir where are you from youve got a sexy accent blabla og stelpan segir iceland. Þá sperri ég nú aldeilis eyrun ( hún hafði sko verið að reyna að lesa á pennann minn sem stóð á verkefnalausnir ehf held ég). en já svo hefjast þessar týpísku iceland umræður gæjin talar um að grænland sé kalt og ísland heitt sama gamla bara og eitthvað hvort píjan vilji vera tourgædin hans á íslandi...hún sagði bara nei hahahaha mér fannst það fyndið. En já svo stóð ég upp og sagði við hana þú mátt bara fá sætið mitt hér á íslensku. hún brosti bara..svo þannig var nú sú saga.mega skemmtileg ..
jæja klukkan er að verða 5 svo ég ætla að fara heim í lestunum mínum og strætónum mínum..blessó


myndir seinna

Friday, September 25, 2009

JÆJA

MYNDIR AF ÍBÚÐINI:

getiði fundið Kyle ?????






Já þá er allt komið á fullt, skólinn, vinnan og allt. Vinnan er áhugaverð ég verð með 2 hópa og 8 krakka. Við höfum okkar eigin pláss skrifstofu sem við fengum að skreyta og mála sjálfar. Erica stelpan sem vinnur með mér og er í Pratt kom með rosa mikið af voða flottu dóti því hún vann í Anthropologie sem er voða fín búð allavega þá er skrifstofan orðin rosalega fín útaf dótinu hennar Ericu. Erica sjálf er skemmtileg stúlka en ég verð bara á sama tíma og hún á þriðjudögum því við erum með svo mismunandi skólatöflur.
Ég hitti annars krakkana alla á Miðvikudaginn voða dúllur tók í hendurnar á þeim eins og fullorðnum og kynnti mig. Ein mega dúlla stóð fyrir framan mig þegar Elsa kynnti mig og sagði jæja þetta er Hanna Nýji art therapistinn sum ykkar verða hjá henni í vetur og ég ætla að kalla nafn ykkar ef þið eruð hjá henni og þið getið kynnt ykkur. Svo kallaði hún nöfnin á nokkrum og littli gæjinn stóð alltaf rétt hjá og starði á mig spenntur svo kom hann og spurði hvort hann væri ekki hjá mér líka því hann var í art therapy í fyrra...þá kom íljós að hann var á vitlausum lista greyið og varð alveg uppveðrarður og rauk að mér og tók rembingsfast skælbrosandi í hendina á mér með pompi og prakt.. Mér fannst það rosa dúlló því hann vildi líka taka í hendina og vera fullorðinslegur eins og hinir voða krúttó. En já sumsé Íbúðin er að verða bærileg ég er ekki búin að henda öllu draslinu hans dan út...það eru ennþá nokkrir hriikalegir munir hér og ég er alltaf að sjá meira og meira hvað ég er anal með svona dót. Kyle er alveg sama en ég get pirrað mig á ljótu viskustykkjunum hans Dan, sem er kannski ekki sniðugt. Dan er annars eiginlega aldrei hér hann er alltaf í skólanum eða að vinna. Ég er bara mjög ánægð með það.
Jæja ég ætla að fara í H&M að kaupa vinnuföt í dag...það er bannað að vera í gallabuxum í vinnuni... maður verður að vera professional..og ég á eiginlega bara gallabuxur svo ég verð víst að fara að kaupa mér kelluföt til að vera prófessjónal í vinnuni. powersuit.

blessó

Thursday, August 20, 2009

kakkalakkar og kaldar sturtur

Kyle fann risa kakkalakka í gær inná sturtu henginu hann var hjúúúds ógeð. Ég öskraði tvisvar á meðan dvöl hans stóð, fyrst þegar hann hreyfði sig og svo þegar HANN KOM FLJÚGANDI Í áttina til mín!!! guð þvílíkt ógeð og viðbjóður ég vissi ekki að kakkalakkar flygju allavega Kyle skipaði mér allavega að hypja mig því hann fékk hjartaáfall í hvert skipti sem ég skrækti svo ég sat frammi í eldhúsi meðan hann barðist við kakkalakkann. næsta sem ég veit er að kyle sækir gúmmí hanska og segir mér að opna eldhúsgluggann því næst kemur hann í miklu offorsi með gluggatjaldið sem við höfum fyrir hurðinni og fleygir því út um gluggann og lokar.Ég var ekki mjög impressed af aðförum hans, við vissum ekki einusinni fyrir víst að dýrið hefði verið þarna inní gardínunni en shitt hvað hann var stór, hann var lengri en þumallinn á mér, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt.
Ég fór svo í þetta viðtal í Riverdale það er soldill spotti en mér leist mjög vel á konuna og aðstöðuna þetta er svona gamalt mansion hús risa stórt með risastórum trjám og garði. krakkarnir búa þarna og fá aðstoð. þetta er samt 2 tíma ferð daglega svo já en kannski verður bara að hafa það. Svo fórum við í target og keyptum viftu
ekki meira að segja nema bara að það er ennþá heitt og ég var bitin af moskító og er að drepast í kláða ...nema það hafi verið KAKKALAKKAAARR.(sem bitu mig)

Wednesday, August 19, 2009

Heitt

Oooo jæja, þá er maður komin aftur til NY. Það er ógeðslega heitt hérna og maður verður eiginlega bara eins og eitthvað zombí í svona hita staulast um með tómt augnarráð í leit að einhverjum stað með loftræstingu. Við fórum í bíó í gær til að hvíla okkur á hitanum og ég í sakleysi mínu ákvað að kaupa mér lítinn popp. Poppið leit nottlega út eins og miðju popp heima og kostaði í þokkabót 6 dollara, já 6 DOLLARA samkvæmt mínum útreikningum gera það 780 krónur íslenskar!!! fyrir popp fyrir lítinn popp..okei ég er hætt ég vældi nú nóg í gær yfir þessu.
Ég er svo að fara í viðtal í dag uppí THA BRONXXX á barnaspítala. 2 tíma ferðalag eða eitthvað svo já fékk enginn önnur viðtöl því ég var svo sein það voru allir svo agalega snemma á því í ár. Það verður bara að hafa það.

Blóminn mín eru öll dauð af höndum hans Kyle ...það voru ekkert nema tómir blómapottar og plöntuhræ sem blöstu við mér þegar ég kom inn. Hann kallar líka að spreyja 3 með sona sprey könnu á blómin að vökva þau þannig það er kannski ekki furða, hvort sem er vesen að flytja þetta drasl ...þegar kemur að því. Hef annars ekki hitt vin hans kyle hann Daniel sem við erum kannski að fara að flytja inn til en já. Annars er líðandi stundin: HEITT, svöng, viðtal, HEITTT. svo ég ætla að fara aðborða og fá mér blómadropa fyrir viðtalið svo ég verð full af alheimsinnriró og skilning.

Wednesday, May 13, 2009

Myndir ...annars er ég að koma heim














Myndir af sumar sól rigningu, blómum og mér og Kyle.


Ísland hér kem ég!!!!!

Thursday, May 07, 2009

Wednesday, April 29, 2009

myndir úr vinnuni (ég er í vinnuni)



páskaegg


href="https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgjIpvbyYowHRc7hTb6KMlGezOtw3YA30mb-t1ncguNQekdXpDcF7IHFG7cgIekBxCoN7_k1XQDrjIhg-6D7eckHDFd3AAqcFMwM4Dgi8z7dRiG5LzBqa6__SeMW8W9BgWDOBTPmA/s1600-h/IMG_7603.jpg">

páskaeggjalitun (þetta er eftir páskaeggjalitunina ég var ekki bara ein að dúlla mér)




JEssica og lítið barn sem er ekki þátttakandi heldur dóttir gæjans í horninu. Hann vinnur ínná skrifstofu og var mjög upptekin við að segja mér frá sykurmolatónleikum sem hann fór á þegar hann bjó í London og að hann mætti segja Icelanderians eða eitthvað því hann er eitthvað með sænskt blóð í sér eða hvort hann kallar sig bara sænskann..hann talaði allaveg rosa mikið.

Ég fór á skólafund með einum stráknum mínum það var merkilegt. Hann er víst búin að láta illa í skólanum og það átti bara að reka hann strax. Svo var ákveðið að gefa honum annað tækifæri vegna aðstæðna hans. Greyið hann er bara 16.

farinn..þarf að klára barnabókina...

Sunday, April 26, 2009

svo heitt svo heitt!




Það er 31 stiga hiti. Ég er að leka niður við fórum í búðina í morgun og allt var nær bráðnað er við komumst loks heim.
Hitabylgjan byrjaði á föstudaginn þegar það var svona 17 stiga hiti og ég týndist í Queens í leit að Queens childrens psychiatric hospital. Arkaði útum allt í leit að strætó Q43L fór auðvitað uppí strætó númer Q34. því ég er svo tölublind og frábær. Tók þann strætó lengst uppí rassgat þangað til ég fattaði að ég var á rangri leið. Tók næsta tilbaka, beið í 15 mínútur á vitlausri stöð og tók svo loks strætóin sem tók 55 mínútur að keyra nokkra kílómetra því hann stoppaði á hverju götuhorni. Þegar ég loksins kom að stoppinu mínu þá þurfti ég að labba í 20 mín að spítalanum bílveik og sveitt.
QCPC er rosa spennandi staður að vinna á, mjög veikir krakkar og ég var vöruð við að þau væru flest ofbeldishneigð og oft brjáluð útí starfsfólkið. Ég vil vinna á erfiðum stað á meðan ég er í skóla til þess að ég verði við öllu búin þegar ég útskrifast. Samt sem áður er ég varla tilbúin að taka 2 lestar og 3 strætóa til að komast þangað 3 í viku 2 á dag. KOnan sem tók viðtalið við mig var Írsk og mér leist líka rosa vel á hana.,. hún tók alveg á móti mér þótt ég væri svona ógeðslega sein.

Annars gengur rosa vel í vinnuni við erum að klára veggmynd með stelpuhópnum sem ég ætla að setja inn mynd af þegar hún er tilbúin.


Guð hvað það er heitt jisússs...engin loftræsting hér bara viftur...jæja best að halda áfram að myndsreyta barnabókina sem ég á að hafa tilbúna fyrir barnasálfræðikúrsin.

Set inn myndir seinna í kveld þegar ég er ekki að gubba á mig af hita. bleeehhh

P.s er, búin að vera að hlusta á hljómsveit sem heitir Passion Pit skemmtileg sumartónlist er nú ekki vön að setja inn neina tónlistar linka en hér er skemmtilegt lag vúúúhúúúu´ú Gleðilegt sumaaaaaaarrrrrr

UPDATE: ÞAÐ VARÐ 34 STIGA HITI Í DAG ÞEGAR HEITAST VAR!

Saturday, April 18, 2009

SUMAR SUMAR

25 STIGA HITI OG GOLA HÚÚÚRRAAA

Saturday, April 11, 2009

VOR VOR VOR



Rauður fugl sem var í trjánum fyrir utan gluggan okkar um daginn.




1001 MATH PROBLEMS


Loksins komið vor. Að vísu frekar mikil rigning en samt hlýtt og brum á trjánum. Ég er búin að vera að fara út með bekkjarsystrum mínum meira undanfarið sem er gaman. Yesenia heitir ein stelpa með mér í bekk, hún er frá Dómiíska Lýðveldinu og kennir 8 ára bekk,svipað gömul og ég með rautt krullað hár. Hún sagði mér þegar hún var búin að fá sér nokkra bacardi (eða hvað hún var að drekka) að hún hefði fyrst haldið ég ég væri einhver lítill greys útlendingur sem myndi kafna í New York. En svo væri ég allt öðruvísi heldur en hún hélt. Ég hélt líka að Yesenia væri algjör leimó lúði í mittisjökkum og rússkinnstígvélum með kögri en svo er hún rosa fyndin pía. Jæja ein önnur stelpa með mér í bekk heitir hinu magnaða nafni Emily Dangerfield.Hún er af efnuðu fólki komin og kennir hestanámskeið uppí sveit. Ég og Gloria fengum boð um að koma á hestbak í kringum eitthvað vatn þegar við hittum hana á einhverjum bar í gær. Barinn var reyndar merkilegur fyrir þær sakir að hann var einusinni klúbbhús fyrir mafíósa... það héngu svarthvítar myndir af mafíósunum í sínu fínasta pússi inná staðnum. Svona leit hann út:





Vinnan gengur annars vel, þegar drengirnir mæta, ég hef mínar kennningar um að þriggja vikna pásan sem ég tók vegna Afriku ferðar Jessicu hafi ekki haft góð áhrif á skilning þeirra á mætinguni. Það er allavega bara einn sem mætir alltaf og kemur meira segja inn fyrr um daginn til að minna mig á tímann okkar. Hann er voða dúlla soldið eins og 6 ára í 17 ára líkama. Fyrst gat hann varla heilsað mér á ganginum núna brosir hann alltaf voða glaður og veifar. hérna eru allavega myndir úr vinnuni skrifstofan glæsilega meðal annars:





Jessica yfirkona mín



Annars þarf ég bara að klára lokaverkefnin og fara heim sem er eftir u.þ.b. mánuð. HÚRRA jiii hvað ég hlakka til.

Hér eru annars myndir (í smá vitlausri röð) frá síðastliðnum mánuðum. Matarboð með GLoriu, Labbitúrsmyndir Prospectpark að vetri til og svo að vori til og svo auðvitað Lovísa sem gisti hjá okkur þegar hún spilaði hér. Rosalega skemmtilegt og hún spilaði á undurfögrum tónleikastað sem ég set líka myndir af.