Sunday, September 28, 2008

GREAT LAKE SWIMMERS


FÓRUM AÐ SJÁ ÞAU:

ÞAÐ VAR MJÖG GAMAN, VÚHÚÚÚ

http://www.greatlakeswimmers.com/

Saturday, September 27, 2008

Rigning

Sundlaugar ferðin mín gekk nú ekki sem best. Þarna var ég svo fullviss í þekkingu minni á sundlaugum, verandi sundlaugar stundandi Íslendingur. Demdi mér útí og byrjaði að svamla yfir á bringu sundinu mínu (hausinn uppúr).
Neinei ekki nóg með að það er einhver mega sundgella við hliðina á mér syndandi flugsund með miklu bravado heldur er ég stoppuð af 12 ára gömlum sundlaugaverðai fyrir a) að vera ekki með sundhettu og b) fyrir að synda skjaldböku sund á hraðbrautinni. Flugsundsgellan var held ég afar pirruð á mér og ömmusundinu mínu. Aumingja ég þurfti að staulast uppúr, flugsunds gellan synti næstum á mig þar sem ég svamlaði hnípt í átt að stiganum.
Svo jæja í gær var semsagt ekki besti dagurinn eeeeen. Við redduðum skrifborði sem er 783 kíló og stól sem við löbbuðum með í hálftíma í úrhellisrigningu og tókum 2 lestir með. Kyle handlegsbrotanði næstum því á að drösla skrifborðshlussuni upp þröngu stigana hérna. Sem betur fer fengum við besta leigubílstjóra sem völ var á. Hann talaði vart orð í ensku og sagði alltaf bara “yes yes, no poblem fome, lift lift”. Án hans væri skrifborðið ennþá niðri í stigagangi.

Skólinn gengur bara vel, vinnan líka, kannski fer ég með í camping ferð með vinnuni. Það er hluti af girl rising verkefni að fara með stúlkna hópinn í árlega camping ferð á haustin, þar sem þær eru látnar gera allskonar æfingar og verkefni. Síðasta ár var klifrað og búið til eitthvað úr þæfðri ull held ég.

Annars er mega rigning hérna og rok en hlýtt bara svo ég klári veðurtilkynningarnar. Ég er mjög ánægð með haust veðrið og að vera laus við hitann.


Ég verð að segja fyndið sem liðið hérna segir við mann útá götu. Dæmi : kyle settist við hliðina á einhverri konu í lestini um daginn og hún byrjar eitthvað að spjalla við hann um ekki neitt...svo segir hún áður en hún stendur up.. I like you, youve got a nice face. Ég var að labba niður götuna um daginn og einhver kall er eitthvað að segja sem ég heyrði ekki, svo þegar ég er komin fram hjá kallar hann aaalright honey I´ll just wait for the magazine cover, hahaaa en já og svo áðan vorum við að labba úti og einhver kona segir við Kyle hoot dammnn she got some legs on her... you know that dont you, sem mér fanst líka fyndið ég var í leggings úúúúúúú. Jæja þá ætla ég að fara að lesa. Blessó

annars er þetta gott nammi með fyndið nafn:




og við keyptum nákvæmlega sona blóm , friðarliljur

Thursday, September 18, 2008

Cases

Ég byrjaði í dag í vinnuni minni eða internshippinu en ég ætla að kalla það vinnuna mína því mér finnst asnalegt að segja internshippið alltaf. Jæja allavega þá er ég rosalega ánægð. Allir sem vinna þarna eru æði, ég er að vísu bara búin að hitta 2 unglinga en þær eru æði líka haha. Já littlar gettó píur algjörlega, reyndar fékk maður að heyra hversu miklar “ gettó selebs “ ein þeirra og vinir hennar eru, “aaallirr vita sko hver ég og krúið mitt er”. Gettó selebið var annars að tala um vini sína sem hún hefur misst (í skotbardögum) og hvernig löggan tók á því og hvernig vinir hennar og crúið tók því. T.d ganga þau um með jarðafaraspjöld vina sinna... það eru plöstuð spjöld með mynd af viðkomandi, fæðingar og dánardag og svo bæn eða sálm aftan á. Svo var hún að tala um eitthvað lag sem kom akkúrat á í útvarpinu þegar hún var að segja frá (fyrsta línan er this song is for my fallen soldiers) en já að þegar þettta lag kæmi á í partíum þá veifuðu allir spjöldunum í minningu vina sinna.
Þessi raunveruleiki er bara svo frábrugðin mínum. Þær tala um dauðann og lífið og byssur og dóp eins og ég talaði um brauð með osti þegar ég var 17 ára. Eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Þegar open art studeo tíminn var svo búin fékk ég að sitja inní prufu fyrir drama therapy sem mér þykir alltaf áhugaverðara og áhugaverðara því meira sem ég læri. Jenny er art therapy neminn og hún er líka mjög fyndin talar og talar, talar líka rosalega hátt en já mér líkar vel við hana. Önnur stelpa sem vinnur þarna heitir Raynu félagsráðgjafi og þerapisti hún er líka fyndin. Svo er það Robertó félagsráðgjafi sem er frá suður ameríku og segir svona 234 orð á mínútu ég á svolítið erfitt með að skilja hann en hann er mjög fínn.
Ég fékk svo að sitja og horfa á áheyrna prufu einnar stelpunnar hjá drama therapistunum. Og stelpan var rosaleg (sama og lýsti yfir eigin frægð innan Brooklyn)...hún var sko búin að lýsa því yfir að hún yrði sko stjarna einhverntíma og að ef hún yrði fræg og rík myndi hún koma aftur í hverfið sitt og gefa fólkinu og gera hverfið almennilegt. Svo lék hún þarna fyrir okkur eins og að drekka vatn. Ekkert vandræðaleg eða neitt þegar hún lék. Var bara með spuna og læti las textann sem hún fékk eins og pro. Sagði við mig “ther´s my lil´Icelandic Friend, Yo wharrup, I like yo sweater”.. hahaha. Ég er semsagt ánægð með vinnuna mína...allavega byggt á fyrsta deginum. Sennilega eiga eftir að koma hörmulegir dagar en já. Þetta er allt að koma saman hægt og rólega. Rooosalega mikið að lesa og gera í skólanum Rosalega mikið af fólki allstaðar alltaf. Svo er bara að vona að helvítis dollarinn lækki og hætti að gera mér lífið leitt líkt og hann hefur verið að gera, hér tala allir um endurkomu kreppunar 1930...já hvílíkur tími sem ég valdi til að vera hér hhaaha.
Úff jæja...á morgun ætla ég að tékka á leikfimissalnum sem er rosa flottur húges keppnis sundlaug og allt.
Set in myndir sem ég tók mesta rigninga daginn hér útum gluggan og afmælisbarninu og að lokum myndir sem ég tók seinasta sunnudag heitasta deginum sem hefur verið síðan við komum 32 stiga hiti og raki-viðbjóður. Allskonar af times square, grand central station og hverfinu mínu og húsinu mínu. Myndirnar eru sumar blurraðar því myndavélin mín er drasl og vill alltaf hafa flass en ég þoli ekki flassaðar myndir svo...


Og P.s ef einvher vill skoða hvað starfið mitt snýst um þá er hægt að tékka á www.cases.org






















Friday, September 12, 2008

THe pre birthday bash



href="https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjCguiKOR8wY9mJ0MNDLsD6_QERryN1-wF4fMcE6mP7EmUkUELdH5LCIMgjcl_gSpZshCJkE1ytqx-yciiFr8gXQ-3emAAC1FV1F25MWHMh2jeYmR30TverXHxSVDT6RHz3sAe52A/s1600-h/Photo+815.jpg">


MYYNDIR af eldhúsborðinu góða, sem er eins og þið sjáið allrahanda borð eins og er...elhúsborð, skrifborð, stofuborð, vinnuborð...já.. ég lét undan þrýstingnum...núna sé ég fram á að taka myndir af öllum mublum sem keyptar verða inná þetta heimili. Í dag er annars fyrirafmælisdagur Kyle opnunarhátiíðin hefst í dag loka seremónían er svo á morgun, Kyle verður 26 ára. Blóm og gjafir vinsamlega meðtekin með þökkum. Og ef einhver sér sér fært þá má hann endilega líta við hérna hjá okkur við tökum hlýlega á móti öllum vinum og vandamönnum.
Ég held við ætlum bara í bíó...annars þarf ég að lesa svo ógeðslega mikið (svo ég verði aðeins úllingur) að ég veit ekki hvað gera skal.

Jæja sófinn ekki kominn og ekki von á honum strax. Kyle sennilega komin með vinnu við að láta New York líta betur út http://www.greencorps.org/ ef einhver hefur áhuga

ein pre afmælis mynd af pre afmælis barninu góða

Monday, September 08, 2008

Eldhús borð Nátt borð

Já spennandi fréttir, við erum komin með eldhúsborð sem kostaði okkur 100 dollara. Um er að ræða glæsilega miðaldar eftirstríðs mublu með 4 bólstruðum stólum. Hérna höfum við setið á móti hvort öðru í tölvunum okkar eins og nördar í allt kveld. Ég fór annars í tíma áðan um kynlífs og áhættu hegðun unglinga. Kennarin ræðir afar frjálslega um kynlíf og nokkrir þarna inni urðu nokkuð vandræðalegir nokkrum sinnum. Það er ein kona þarna líka sem talar svo slæma ensku að kennarinn skildi hana aldrei..hún var alltaf að segja youth center nema bara það kom út sem djsútt tcentrr. Ég hélt fyrst að hún væri að reyna að segja jew center hahaaa. En nei já þetta er bara einhver gömul austur evróps kona í masters námi í New York Háskóla gott hjá henni segi ég nú bara. Þá er ég annars búin að fara í alla tímana. Var að klára heimaverkefnið fyrir morgundaginn. Ætla svo líka í einhverja búð að kaupa lakk og sandpappír og gera upp risa stór náttborð sem við drösluðumst með hingað í fyrradag.
Er ekki byrjuð í vinnuni er ekki búin að borga skólann og er ekki búin að fá nema eina bók í póstinum. Bleehh
er farinn að sofa í bili.

Saturday, September 06, 2008

life in the fast lane

Jæja, loksins flutt inn í íbúðina. Enn engin húsgögn ekkert eldhúsborð sófi eða borð af neinu tagi. Ekkert semsagt. Hverfið ekkert rosalega spennandi 99% african american, cultural center for african americans os.fr.v. engar búðir engin kaffihús engin huggulegheit en alltílagi.
Skólinn er aftur á móti meira spennandi tímarnir virka skemmtilegir er eiginlega komin með nóg af sona persónulegum kynningum samt. Jæja förum hringin og allir segja nafn sitt og bekk og af hverju þeir hafa áhuga á þessu. Ég er búin að gera það sona 7 sinnum síðan ég kom.
Er annars komin með internship 2 stöður meira að segja svo ég þarf að hafna annarri sem er ekki gaman. Annars mætti ég á fund vegna annarrar þar sem allir nemarnir komu saman og við áttum að tala um ótta okkar og vonir sambandi við starfið svo teikna mynd sem táknar ótta okkar og vonir svo teikna mynd sem táknar það sem minnkar ótta okkar. Jæja ég veit ekki með ykkur en mér finnst frekar erfitt að teikna svona under pressure eitthvað sem á að tákna tilfinningar...kannski er það afþví ég er bara bældur Íslendingur sem kann ekki að vera tilfinninganæm í nærveru ókunnugra. En neinei..þetta gekk allt vel. Staðan sem ég er samt að spá í að taka er vinna með ungmennum sem fá arttherapy í stað fanelsisvistunar. Þetta á að koma þeim af stað útí lífið og halda þeim frá áframhaldandi glæpum og/eða fíkniefna neyslu. þetta þykir mér gífurlega áhguavert og held að gæti komið vel að notum heima.

en já allavega óóótrúlega mikið að gera og samt gerist aldrei neitt þannig líður mér pínu. Er ekki búin að fá allar bækurnar mínar til að lesa fyrir skólann og veit ekki alveg hvernig póstburðurinn er hérna in the ghetto, ætti alveg að vera í lagi en jæja. Hlakkka til að geta loksins eldað sjálf við leigðum nefnilega bíl í gær og keyrðum útum allt í leit að walmart sem Kyle þolir ekki. Ég komst að því að ekki allir walmartar eru jafn fínir og þeir sem ég hef farið í hingað til..þessi sem við fundum loksins í gær var hella bónuslegur...nei verri en bónus og liðið þarna inni jiminn. Það stoppaði okkur samt ekki í því að eyða fúlgum fjár þarna inni. Þurftum að finna aðra búð til að versla mat í en já. Nú ætla ég að fara skrifa súpervisernum mínum sem ég var búin að segja já við vegna internship að ég ætli að hætta við og taka aðra stöðu úff...svo þarf ég að lesa...svo þarf ég að þvo þvott...spennandi borgarlíf hér á ferð...myndavélin er batteríslaus svo meðfylgjandi eru bara myndir úr tölvuni af íbúðini. sem ég tók áðan á tölvuna...svefnherbergið...(kyle sofandi-sorry kyle) litla aukaherbergið, gangurinn, baðið, stofan og eldhúsið


pís át hómís

PS það er 30 stiga hiti hér og rakara en rassgat, maður er klístraður bara á að standa kjurr...úff