Saturday, September 06, 2008

life in the fast lane

Jæja, loksins flutt inn í íbúðina. Enn engin húsgögn ekkert eldhúsborð sófi eða borð af neinu tagi. Ekkert semsagt. Hverfið ekkert rosalega spennandi 99% african american, cultural center for african americans os.fr.v. engar búðir engin kaffihús engin huggulegheit en alltílagi.
Skólinn er aftur á móti meira spennandi tímarnir virka skemmtilegir er eiginlega komin með nóg af sona persónulegum kynningum samt. Jæja förum hringin og allir segja nafn sitt og bekk og af hverju þeir hafa áhuga á þessu. Ég er búin að gera það sona 7 sinnum síðan ég kom.
Er annars komin með internship 2 stöður meira að segja svo ég þarf að hafna annarri sem er ekki gaman. Annars mætti ég á fund vegna annarrar þar sem allir nemarnir komu saman og við áttum að tala um ótta okkar og vonir sambandi við starfið svo teikna mynd sem táknar ótta okkar og vonir svo teikna mynd sem táknar það sem minnkar ótta okkar. Jæja ég veit ekki með ykkur en mér finnst frekar erfitt að teikna svona under pressure eitthvað sem á að tákna tilfinningar...kannski er það afþví ég er bara bældur Íslendingur sem kann ekki að vera tilfinninganæm í nærveru ókunnugra. En neinei..þetta gekk allt vel. Staðan sem ég er samt að spá í að taka er vinna með ungmennum sem fá arttherapy í stað fanelsisvistunar. Þetta á að koma þeim af stað útí lífið og halda þeim frá áframhaldandi glæpum og/eða fíkniefna neyslu. þetta þykir mér gífurlega áhguavert og held að gæti komið vel að notum heima.

en já allavega óóótrúlega mikið að gera og samt gerist aldrei neitt þannig líður mér pínu. Er ekki búin að fá allar bækurnar mínar til að lesa fyrir skólann og veit ekki alveg hvernig póstburðurinn er hérna in the ghetto, ætti alveg að vera í lagi en jæja. Hlakkka til að geta loksins eldað sjálf við leigðum nefnilega bíl í gær og keyrðum útum allt í leit að walmart sem Kyle þolir ekki. Ég komst að því að ekki allir walmartar eru jafn fínir og þeir sem ég hef farið í hingað til..þessi sem við fundum loksins í gær var hella bónuslegur...nei verri en bónus og liðið þarna inni jiminn. Það stoppaði okkur samt ekki í því að eyða fúlgum fjár þarna inni. Þurftum að finna aðra búð til að versla mat í en já. Nú ætla ég að fara skrifa súpervisernum mínum sem ég var búin að segja já við vegna internship að ég ætli að hætta við og taka aðra stöðu úff...svo þarf ég að lesa...svo þarf ég að þvo þvott...spennandi borgarlíf hér á ferð...myndavélin er batteríslaus svo meðfylgjandi eru bara myndir úr tölvuni af íbúðini. sem ég tók áðan á tölvuna...svefnherbergið...(kyle sofandi-sorry kyle) litla aukaherbergið, gangurinn, baðið, stofan og eldhúsið


pís át hómís

PS það er 30 stiga hiti hér og rakara en rassgat, maður er klístraður bara á að standa kjurr...úff







3 comments:

Bobby Breidholt said...

Undarleg íbúð, með 90 gráðu halla. Djók. Þú opnar bara eigið kaffihús, þarna í aukaherberginu. Getur heitið Hanna's. Bið að heilsa svefnpurkunni.

Jonina de la Rosa said...

omg þetta er svo spennandi ég prumpa bara í buxurnar !!!

Unknown said...

Mér finnst þetta bara rosa huggó hjá ykkur svona borð og stóla laust... þurfið þið nokkuð borð? er ekki gólfið alveg nógu gott fyrir ykkur?? Þá þarf bara að sópa eftir hverja máltíð og búið að þrífa!!