Sunday, November 30, 2008

Dear Zachary

Fór að sjá þessa mynd:




Án vafa áhrifamesta mynd sem ég hef séð á ævi minni. Aldrei hef ég skrifað neinum eftir að hafa horft á bíómynd...en ég ætla að skrifa þessu fólki í myndinni...veit ekki alveg hvað ég ætla að segja en samt.

Allir ættu að sjá þessa mynd hún er ótrúleg, útrúlega erfið að horfa á en rosaleg.

Friday, November 21, 2008

Kuldakast

Jæja þá er víst veturinn kominn. Ég hlakka afar mikið til að fá jólafríið. Kyle kominn með vinnu í vínbúð þar sem hann skutlast með sendingar allann daginn sem er víst ágætt því fólk tipsar alltaf hérna. Hann sagði mér að hann fór heim til einhvers kall sem kom til dyra á nærunum með púðluhund á hælum sér og spurði hvort kyle væri hræddur við hunda. Kyle hvaðst ekki vera hræddur við hunda og þá fór kallinn að hrópa KILL KILL á littlu púðluna og sprakk úr hlátri sjálfur. Gæjinn var svona 64 og átti þrítuga asíska konu huggulegur. Hér er annars þakkargjörðar hátíðin að ganga í garð. Þetta er mikil hátíð hér á bæ.. mér er nú svosem slétt sama en Tanya leigusali er búin að bjóða okkur í mat með Les og hennar gengi. Það þykir mér fallega gert af henni og kannski ef ég væri ekki svona feiminn lítil hjarta Íslendingur myndi ég þakka boðið en ég veit ekki með thanksgiving dinner með Les það er örugglega mikið partí hjá henni um þetta leiti. ( Les er fulli nágrannin okkar sem bauð kyle krakkana sína). Já annars er bara drullu kalt hérna og það er svosem fínt. Ég sakna úlpanna og stívélanna heima vetrar búningurinn varð hálfpartinn eftir heima. Annars er ég bara kát..þarf að klára ritgerðir það eru allir í skólanum að fara heim Gloria eina vinkona mín svo að segja er farinn til Chicago svo ég verð bara heima að skrifa og svona meðan Kyle greyið er í vinnuni með gömluköllunum og littla stráknum sem vinnur með honum.
jæja...ef einhvern langar að koma að hanga með mér í jólafríinu þá er það guðsvelkomið ég ætla gera einhverskonar plan um allt sem er ókeypis í New York ...ég mun ramba inná listaverka opnannir og svoleiss ef eitthvað verður ókeypis þá mæti ég...annars þyrfti ég að fara að safna svona afsláttar miðum...ég las einhversaðar að einvher kella í miðríkjunum keypti mat fyrir 10 dollara á viku fyrrir 12 manna fjölskyldu. Þetta verður maður að kynna sér. Jæja aftur 4 jæjja-ið. ég skelli nokkrum myndum af halloween og hverfinu okkar..ekkert mega spennandi enda ég ekki búin að vera gera neitt mega spennó hérna í þessari spennó borg...meh ræð bót á því seinna

Ps hundurinn á myndunum er hundurinn hennar tönju hann jackpott einn daginn var hann búinn að gelta fra´því um morguninn svo ég fór niður og kíkti á hann og greyið var lokaður inni af svona barna grindverki...allavega hætti hann ekki að gelta svo ég held að gæjinn uppi hafi fengið nóg og opnað bara fyrir honum. Þannig hann var bara ráfandi um gangana og mig langaði svo að hleypa honum inn en Kyle bannaði það.. það hefði víst litið illa út ef Tanja kæmi heim og við bara í góðu yfirlæti með hundinn uppi hjá okkur..en já allavega ..þannig er nú það.




















Friday, November 07, 2008

Nýr Forseti


Það verður víst að segja frá því hvernig það hefur verið að vera hér á meðan forseta kosningunum stóð. Uppað kosningunum heyrði maður svosem bara að fólk ætlaði að kjósa Obama en að það væri mjög sennilegt að McCain myndi vinna. Ég veit bara um eina konu sem ætlaði að kjósa McCain og hún var svört í þokkabót, en jæja. Ég ætlaði svo sem ekkert að fylgjast sérstaklega með kosningunum en eftir að ég hafði kíkt fyrst á cnn gat ég ekki hætt að fylgjast með. McCain fékk náttúrulega allt suðrið Texas Alabama Lousiana o.s.frv. en um leið og California Washington og eitthvað eitt óvissu ríki kom inn vann Obama og það ekkert smá. Það munaði ekki litlu heldur rosalega á sigrinum. Sem betur fer. Um leið og það lá fyrir hver var sigurvegarinn fór maður að heyra hróp úta götu.Nágranni okkar opnaði út og dansaði á tröppunum. bílflautur fóru að heyrast og fólk var bara hlæjandi úti. Ég sá eina dilla sér hrópandi Obama whooped that aaaass. Daginn eftir fór ég svo í vinnuna en ég myndi segja að 70% fólksins sem vinnur þar er af afro-ameriskum uppruna og að heyra hvernig þeim leið eftir þetta opnaði augu mín svolítið fyrir því hvað þetta þýðir. Audry sem er frábær kona sem vinnur með stelpuhópnum sagði okkur hvernig það hefði verið að alast upp sem eina svarta fjölskyldan í ítala-gyðinga hverfi sjötta áratugnum. Hún fékk ekki að kaupa sér nammi eins og hinir krakkarnir vegna þess að það var ekki verslað við svarta, mátti ekki koma inní allar búðir og bræður hennar lentu í slagsmálum í skólanum vegna kynþáttar síns. Hún sagði okkur hvernig hún óskaði sér að hún væri ekki svört og hvað það væri gott að geta sagt við dóttur sína og barnabörn að allt væri mögulegt. Allir eru bara eitthvað svo hrærðir og vongóðir, fegnir að vera laus við Bush. Margir töluðu líka um hvað það væri gott að finna alþjóðlega stuðningin fyrir Obama að kannski færu bandaríkin að fá betri umfjöllun erlendis. Ég held að eiginlega allir sem ég heyrði í hafi tárast þegar hann flutti sigurræðuna sína fólk er voða tilfinninganæmt hér. Annars vil ég bara vitna í það sem ég heyrði einhvern segja daginn eftir kosninguna

Rosa Park sat, so that Martin Luther King could walk, so that Obama could run, so that our children could play.

mér fannst þetta svo flott setning.