Sunday, November 29, 2009

Gubb

Ég var í lestini áðan á leiðini á bókasafnið og þá heyri ég mikil og hávær kúgunar hljóð í einhverjum svo ég lít up og þá er einhver gæji bara að æla í lestini beint á gólfið. Ég hef aldrei vitað annan eins viðbjóð! Við vorum líka nokkrar sekúndur frá næsta stoppi og eiginlega enginn í lestinni..hann reyndi ekki einusinni að æla úti..bara búmm beint á gólfið djöfuls viðbóður! Ég hljóp beinustuleið útur lestini og eyddi restini af ferðini í að hafa áhyggur af því hvað gerðist þegar fólk ældi í lestini hvort það þyrfti að stoppa hana og þrífa og hvort einvher myndi óvart setjast í æluna o.s.frv. svo er svo geðveik parmesan lykt inná þessum stað að ég er stöðugt ásótt af ælu atvikinu áðan. Svo var bókasafnið lokað ásamt öllum NYU byggingum svo ég þurfti að labba kaffihúsanna á milli þar til ég fann loks eitt með sæti nálægt innstungu. Það er skítakuldi og ekkert nema eyðslusjúkt fólk ráfandi um að reyna að spara á útsölum.
Og svo ég að rembast við frestunnar áráttu mína og klára eitthvað af þessum fáránlega fjölmörgu verkefnum sem ég þarf að skila í næstu viku.

Wednesday, November 25, 2009

SUPER BRAIN JOGA

Virkar sko.. ég prófaði og var strax miklu klárari..í alvörunni

Saturday, November 14, 2009

Hvurslags

Ekkert merkilegt að ske svosem. Fólk almennt að fá kvíðaköst í skólanum og engin mætir því allir eru veikir. Ég er persónulega á nippinu með þessa vinnu, finnst hún svo erfið. Ef einvher man eftir heimildamyndini um barnaheimilið í Bretlandi þar sem krakkarnir voru spítandi og trompandist alveg villevekk þá er staðurinn sem ég vinn á nákvæmlega eins..bara meira depressing ef eitthvað er. Ég er sumsé með 7 börn þar af eru 4 mjög erfið og ég verð að vera á nippinu allann tímann til að stólar brotni ekki og þeir fái ekki kast á mig. Ég verð deginum fegnust þegar ég þarf ekki að staulast þarna uppeftir í 2 klukkutíma í lest klukkan 6 að morgni til að standa í þessu helvíti. Já ..þannig er nú það.

..svo er ég líka búin að vera pirra mig á auglýsingum hérna, get víst pirrað mig á ýmsu. Þær eru bara svo ógeðslega miklar karlrembur. Það eru alltaf þrif auglýsingar þar sem mamman er orðin svo þreytt á kjánapabbanum og krökkunum sem eru alltaf að sóða út eldhúsið hennar. Skot af pabbanum að kveikja á blandaranum með engu loki...ooohh þessir eiginmenn...eru nú aaaalveg. og bílaauglýsingar sem eru miðaðar að konum. aaah á þessum bíl get ég skutlast með krakkana og hundinn í búðina (að kaupa þrifnaðarvörur) og á fótboltaæfingu. Sama sagan með allt þær eru einu sem eru sýndar þrífa eða þvo þvott. ég hef aldrei séð mann í þessum hreinlætis auglýsingum nema hann sé að skíta út. Heimskulegt útúr öllu veldi að mínu mati. Ég hef ekki tekið eftir þessu svona rosalega drastísku heima. Ísland er allavega með skárri auglýsingar heldur en USA. Annars var ég að kaupa Rússnenskan bjór í rússabúðini og það er hellidemba úti. Spennandi laugardagur framundan.

E.S. ég var að lesa Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðason og hún á furðuvel við hugarástand fólks held ég eins og ástandið er á Íslandi í dag. Svo...lesið hana.