Monday, May 30, 2011

Sumarfullswing

Sumarið er komið og kuldinn farinn sést ekki meir þar til í október geri ég ráð fyrir. Þar sem ég sit og skrifa þessi orð er hitinn 32 gráður og sól. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki beinlínis uppá mitt besta í svona hita og verð frekar fýld þegar þetta gerist. Annars er ég búin að gerast proactive með að kaupa gasalega fína loftkælingu af fínustu sort stafræn og fjarstýrð og allt. Það mun mikil gleði ríkja hér þegar hún kemur. Við brunnum nefnilega í garðinum í gær þrátt fyrir mikinn sólaráburð. Ristarnar á Kyle eru eins og jarðaber á litinn hann hélt nefnilega að hann myndi ekkert brenna því hann er svo vanur sólini að eigin sögn. Það var fyrir mikla mildi að ég fékk að bera þau svæði sem sólin sér, (andlitið,hálsin á honum, og framhandleggirnir)... en ristarnar gleymdust og því eru þær sem áður sagði skærrauðar.

Atvinnuleitin heldur áfram og ég er komin með viðtal á leikskóla í Brooklyn. Þetta er frammúrskarandi leikskóli með jóga, tónlistar, leiklistar og myndlistartíma. Það eru 5 nemendur á kennara og hver nemandi borgar 461$ fyrir fulla viku, þið megið reikna hvað leikskólinn græðir þá per krakkahóp.Ég er að vona að launin séu þá í samræmi við það sem þau eru að rukka foreldrana þ.e.a.s. ef ég fæ þá vinnuna. Þetta er náttúrulega ekki art therapy en það er svosem aldrei að vita hvað ég fæ að gera ef ég er ráðin. Ég sótti líka um í einhverri uuber fínni fatabúð sem selur Comme des carcon og fleiri fín merki. Ég veit ekki hvað ég var að pæla að sækja um þarna. Kyle sagði að einvher Cruella deVille myndi bara láta mig grenja. Sennilega er það satt og ef einhver er að fara að græta mig þá vil ég frekar að það séu tilfinningalega trufluð börn frekar en Cruella deVille. Hér: http://shopbird.com/home.php?cat=518
er hægt að skoða starfsmanna úrvalið. Sem dæmi á ég mér ekki uppáhalds Spring Collection og myndi ekki einusinni vita hvað ég ætti að segja,uuu..H&M I like them yes...
Allavega þá krossa ég bara fingur um að fá þessa vinnu því það væri ágætt að fá launaávísun um hver mánaðarmót.

Monday, May 09, 2011

Atvinnuleit

Það er svosem ekki mikið að frétta, en vegna MIKILS þrýstings frá aðdáendum neyðist ég til að skrifa...djók!
Jæja að öllu gamni slepptu þá er ég bara í atvinnuleit, ég var u.þ.b. mánuð að gera sæmilega ferilskrá sem Gloria las svo yfir og breytti fullt þrátt fyrir mitt besta.
Ég sendi fyrstu umsóknina út í fyrradag og í dag heldur gamanið áfram. Ég verð að segja að það er ekki eins skemmtilegt að leita að vinnu og fólk lætur uppi, það er reyndar ógeðslega leiðinlegt og ég er bara búin að vera í skotgröfunum í nokkra daga. Það krefst hver einasta staða hér í einhverskonar leyfis sem ég hef greinilega ekki, svo vill fólk náttúrulega ráða manneskjur með mikla reynslu sem...já ég hef ekki svo mikið af.

Ég er náttúrulega bjartsýnin uppmáluð samt sem áður sé mig fyrir mér gangandi um götur borgarinnar vel launuð og hamingjusöm í frábæru starfi. Maður verður sko að hugsa jákvætt the power of positive thinking !.

Vorið hér er annars í fullu blússi, kirsuberjatré og jasmíntré með bleikum og hvítum blómum kvelja mig með ljúfri angan sinni en ég hnerra bara. Hitastigið er ennþá bærilegt og ekki er ennþá orðið nauðsynlegt að koma loftkælingardrusluni á sinn stað, greyið ég held að við þurfum bara að gefa henni frí og kaupa nýja. Það á víst að verða met heitt sumar, en hver getur svosem sagt til um það, tjaa maður spyr sig.

Jæja ég ætla að halda áfram að senda ferilskránna út og glápa á hipstera spóka sig hér í sólinni dúllast og krúttast saman.

Písát