Thursday, August 20, 2009

kakkalakkar og kaldar sturtur

Kyle fann risa kakkalakka í gær inná sturtu henginu hann var hjúúúds ógeð. Ég öskraði tvisvar á meðan dvöl hans stóð, fyrst þegar hann hreyfði sig og svo þegar HANN KOM FLJÚGANDI Í áttina til mín!!! guð þvílíkt ógeð og viðbjóður ég vissi ekki að kakkalakkar flygju allavega Kyle skipaði mér allavega að hypja mig því hann fékk hjartaáfall í hvert skipti sem ég skrækti svo ég sat frammi í eldhúsi meðan hann barðist við kakkalakkann. næsta sem ég veit er að kyle sækir gúmmí hanska og segir mér að opna eldhúsgluggann því næst kemur hann í miklu offorsi með gluggatjaldið sem við höfum fyrir hurðinni og fleygir því út um gluggann og lokar.Ég var ekki mjög impressed af aðförum hans, við vissum ekki einusinni fyrir víst að dýrið hefði verið þarna inní gardínunni en shitt hvað hann var stór, hann var lengri en þumallinn á mér, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt.
Ég fór svo í þetta viðtal í Riverdale það er soldill spotti en mér leist mjög vel á konuna og aðstöðuna þetta er svona gamalt mansion hús risa stórt með risastórum trjám og garði. krakkarnir búa þarna og fá aðstoð. þetta er samt 2 tíma ferð daglega svo já en kannski verður bara að hafa það. Svo fórum við í target og keyptum viftu
ekki meira að segja nema bara að það er ennþá heitt og ég var bitin af moskító og er að drepast í kláða ...nema það hafi verið KAKKALAKKAAARR.(sem bitu mig)

Wednesday, August 19, 2009

Heitt

Oooo jæja, þá er maður komin aftur til NY. Það er ógeðslega heitt hérna og maður verður eiginlega bara eins og eitthvað zombí í svona hita staulast um með tómt augnarráð í leit að einhverjum stað með loftræstingu. Við fórum í bíó í gær til að hvíla okkur á hitanum og ég í sakleysi mínu ákvað að kaupa mér lítinn popp. Poppið leit nottlega út eins og miðju popp heima og kostaði í þokkabót 6 dollara, já 6 DOLLARA samkvæmt mínum útreikningum gera það 780 krónur íslenskar!!! fyrir popp fyrir lítinn popp..okei ég er hætt ég vældi nú nóg í gær yfir þessu.
Ég er svo að fara í viðtal í dag uppí THA BRONXXX á barnaspítala. 2 tíma ferðalag eða eitthvað svo já fékk enginn önnur viðtöl því ég var svo sein það voru allir svo agalega snemma á því í ár. Það verður bara að hafa það.

Blóminn mín eru öll dauð af höndum hans Kyle ...það voru ekkert nema tómir blómapottar og plöntuhræ sem blöstu við mér þegar ég kom inn. Hann kallar líka að spreyja 3 með sona sprey könnu á blómin að vökva þau þannig það er kannski ekki furða, hvort sem er vesen að flytja þetta drasl ...þegar kemur að því. Hef annars ekki hitt vin hans kyle hann Daniel sem við erum kannski að fara að flytja inn til en já. Annars er líðandi stundin: HEITT, svöng, viðtal, HEITTT. svo ég ætla að fara aðborða og fá mér blómadropa fyrir viðtalið svo ég verð full af alheimsinnriró og skilning.