Thursday, August 20, 2009

kakkalakkar og kaldar sturtur

Kyle fann risa kakkalakka í gær inná sturtu henginu hann var hjúúúds ógeð. Ég öskraði tvisvar á meðan dvöl hans stóð, fyrst þegar hann hreyfði sig og svo þegar HANN KOM FLJÚGANDI Í áttina til mín!!! guð þvílíkt ógeð og viðbjóður ég vissi ekki að kakkalakkar flygju allavega Kyle skipaði mér allavega að hypja mig því hann fékk hjartaáfall í hvert skipti sem ég skrækti svo ég sat frammi í eldhúsi meðan hann barðist við kakkalakkann. næsta sem ég veit er að kyle sækir gúmmí hanska og segir mér að opna eldhúsgluggann því næst kemur hann í miklu offorsi með gluggatjaldið sem við höfum fyrir hurðinni og fleygir því út um gluggann og lokar.Ég var ekki mjög impressed af aðförum hans, við vissum ekki einusinni fyrir víst að dýrið hefði verið þarna inní gardínunni en shitt hvað hann var stór, hann var lengri en þumallinn á mér, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt.
Ég fór svo í þetta viðtal í Riverdale það er soldill spotti en mér leist mjög vel á konuna og aðstöðuna þetta er svona gamalt mansion hús risa stórt með risastórum trjám og garði. krakkarnir búa þarna og fá aðstoð. þetta er samt 2 tíma ferð daglega svo já en kannski verður bara að hafa það. Svo fórum við í target og keyptum viftu
ekki meira að segja nema bara að það er ennþá heitt og ég var bitin af moskító og er að drepast í kláða ...nema það hafi verið KAKKALAKKAAARR.(sem bitu mig)

4 comments:

a.tinstar said...

..."Ég öskraði tvisvar á meðan dvöl hans stóð, fyrst þegar hann hreyfði sig og svo þegar HANN KOM FLJÚGANDI Í áttina til mín!!!"...ég vissi ekki að kyle kynni að fljúga! osumm! og hvað ertu komin með djobbið eða hvað?...bíð spennt hinum megin á hnettinum eftir fréttum af svaðilförum hönnu..

Jonina de la Rosa said...

oj kakkalakkar eru ógeð !!

Anonymous said...

oj já, það var mér líka mikið áfall þegar ég komst að því að kakkalakkar fljúga!! Lenti í risa sveim af fljúgandi kakkalökkum í Ástralíu eitt sinn, því mun ég seint gleyma!
Hafið það gott, vonandi þrátt fyrir fljúgandi kakkalakka, kv, María

a.tinstar said...

snork....blogg blogg