Saturday, December 27, 2008

jólin jólin allstaðar og líka búin í bili

















Jæja jæja …Jæja er nýja uppáhalds orðið hans Kyle. Jólin búin og við á leið til Flórída…við erum mest búin að gera ekki neitt. Fórum niðrí bæ á aðfangadag Kyle benti mér á hávaxinn gráhærðann kunnulegann mann. Tim Robbins ég sá hann ekki almennilega þannig Kyle leiddi mig að antíkbúðar glugga þar sem ég fór að óttast að Tim Robbins kæmi æstur út og ásakaði okkur um að sitja um sig. en já ég sá hann allavega og þetta var Tim Robbins, sennilega að versla fallega jólagjöf fyrir Susan. Svoooo komum við heim og átum hamborgarahrygg…eða “ham” eins og kaninn kallar það. Ég bjó til sósu sem bara mér fannst góð og svo horfðum við á awesom jólabíómynd sem heitir christmas story og allir ættu að horfa á.
Annars sá ég ríkasta mann á íslandi eða fyrrverandi ríkasta mann á íslandi og konuna hans Jón Ásger og Ingibjörgu Pálma og dætur þeirra fyrir utan bíó í Chelsea í fyrradag þau fengu ekki miða á Benjamin Button. Dæturnar voru pirraðar og vildu bara fara á Marley and me í staðinn. Ég og Kyle aftur á móti keyptum miða af gæja sem vildi ekki fara eftir allt saman og var rosa skrýtin. Ég var með hnút ímaganum þegar við fórum inn um að miðarnir væru falsaðir en … jú..þeir voru í lagi og við komumst inn. Gott á Jón Ásgeir hugsaði ég með mér, ég veittist ekki að honum hrópandi og sparkandi “þú sólundaðir ævispariféinu mínu skíthæll” nei…máske hefði maður átt að gera eitthvað í þá áttina. Ingibjörg hefði sennilega líka snúið mig niður hún er stór kona. Börnin hefðu verið í sjokki og ég hefði ekki komist í bíó. Jæja ég lét duga að hugsa honum þegjandi þörfina . En jæja ætla á safn í dag með Gloriu sem var handtekin í gær af konu löggu sem sá að hún var með hníf í vasanum sér til varnar. Gloria þurfti að fara niðrá löggustöð þar sem kalla lögga lét hana fá hnífinn aftur og sagði henni að láta hann ekki sjást. Hún á samt að mæta fyrir rétt 4. Mars ég ætla með sitja á fremsta bekk.

Tuesday, December 23, 2008

þorláksmessa

Jæja langt síðan ég bloggaði jólin komin og svona. Skrýtið að vera hérna um jólin þorláksmessa og svona ekki alveg þorláksmessufýlingurinn..fór í vinnuna í dag bara stutt. Í gær skreyttum við piparkökur með lituðu frosting og allskonar skrauti það kom mér aðeins í rétta skapið. Annars hafa krakkarnir í CASES alveg verið kát. Að vísu var smá vesen í fyrsta stelpuhópnum þær tjúlluðust aðeins á hver aðra…ekki mig eða neitt. 2 stelpur fóru að rífast yfir einhverju rugli. Eeeenn annars var ég að komast að því að Biggie smalls var þátttakandi í CASES Audrey sem vinnur með mér var umsjónamaður hans ha ha fyndið. Skólinn líka löngu búin og mér gekk bara vel í prófunum, næsta önn verður víst ennþá meira brjálæði en þessi svo best að vera undirbúinn. Það er skítkalt hérna bæðevei 10 stiga frost bara og læti. Ég hlakka svo mög til að fá úlpuna mína þegar ég fer til flórída get ekki sagt annað. En jæja ég er mjög svo þreytt eftir erfiðan vinnudag og ætla að fara að sofa. Set inn myndir á morgun vonandi.
Blessó og gleðileg jól allir sem lesa þetta

Sunday, November 30, 2008

Dear Zachary

Fór að sjá þessa mynd:




Án vafa áhrifamesta mynd sem ég hef séð á ævi minni. Aldrei hef ég skrifað neinum eftir að hafa horft á bíómynd...en ég ætla að skrifa þessu fólki í myndinni...veit ekki alveg hvað ég ætla að segja en samt.

Allir ættu að sjá þessa mynd hún er ótrúleg, útrúlega erfið að horfa á en rosaleg.

Friday, November 21, 2008

Kuldakast

Jæja þá er víst veturinn kominn. Ég hlakka afar mikið til að fá jólafríið. Kyle kominn með vinnu í vínbúð þar sem hann skutlast með sendingar allann daginn sem er víst ágætt því fólk tipsar alltaf hérna. Hann sagði mér að hann fór heim til einhvers kall sem kom til dyra á nærunum með púðluhund á hælum sér og spurði hvort kyle væri hræddur við hunda. Kyle hvaðst ekki vera hræddur við hunda og þá fór kallinn að hrópa KILL KILL á littlu púðluna og sprakk úr hlátri sjálfur. Gæjinn var svona 64 og átti þrítuga asíska konu huggulegur. Hér er annars þakkargjörðar hátíðin að ganga í garð. Þetta er mikil hátíð hér á bæ.. mér er nú svosem slétt sama en Tanya leigusali er búin að bjóða okkur í mat með Les og hennar gengi. Það þykir mér fallega gert af henni og kannski ef ég væri ekki svona feiminn lítil hjarta Íslendingur myndi ég þakka boðið en ég veit ekki með thanksgiving dinner með Les það er örugglega mikið partí hjá henni um þetta leiti. ( Les er fulli nágrannin okkar sem bauð kyle krakkana sína). Já annars er bara drullu kalt hérna og það er svosem fínt. Ég sakna úlpanna og stívélanna heima vetrar búningurinn varð hálfpartinn eftir heima. Annars er ég bara kát..þarf að klára ritgerðir það eru allir í skólanum að fara heim Gloria eina vinkona mín svo að segja er farinn til Chicago svo ég verð bara heima að skrifa og svona meðan Kyle greyið er í vinnuni með gömluköllunum og littla stráknum sem vinnur með honum.
jæja...ef einhvern langar að koma að hanga með mér í jólafríinu þá er það guðsvelkomið ég ætla gera einhverskonar plan um allt sem er ókeypis í New York ...ég mun ramba inná listaverka opnannir og svoleiss ef eitthvað verður ókeypis þá mæti ég...annars þyrfti ég að fara að safna svona afsláttar miðum...ég las einhversaðar að einvher kella í miðríkjunum keypti mat fyrir 10 dollara á viku fyrrir 12 manna fjölskyldu. Þetta verður maður að kynna sér. Jæja aftur 4 jæjja-ið. ég skelli nokkrum myndum af halloween og hverfinu okkar..ekkert mega spennandi enda ég ekki búin að vera gera neitt mega spennó hérna í þessari spennó borg...meh ræð bót á því seinna

Ps hundurinn á myndunum er hundurinn hennar tönju hann jackpott einn daginn var hann búinn að gelta fra´því um morguninn svo ég fór niður og kíkti á hann og greyið var lokaður inni af svona barna grindverki...allavega hætti hann ekki að gelta svo ég held að gæjinn uppi hafi fengið nóg og opnað bara fyrir honum. Þannig hann var bara ráfandi um gangana og mig langaði svo að hleypa honum inn en Kyle bannaði það.. það hefði víst litið illa út ef Tanja kæmi heim og við bara í góðu yfirlæti með hundinn uppi hjá okkur..en já allavega ..þannig er nú það.




















Friday, November 07, 2008

Nýr Forseti


Það verður víst að segja frá því hvernig það hefur verið að vera hér á meðan forseta kosningunum stóð. Uppað kosningunum heyrði maður svosem bara að fólk ætlaði að kjósa Obama en að það væri mjög sennilegt að McCain myndi vinna. Ég veit bara um eina konu sem ætlaði að kjósa McCain og hún var svört í þokkabót, en jæja. Ég ætlaði svo sem ekkert að fylgjast sérstaklega með kosningunum en eftir að ég hafði kíkt fyrst á cnn gat ég ekki hætt að fylgjast með. McCain fékk náttúrulega allt suðrið Texas Alabama Lousiana o.s.frv. en um leið og California Washington og eitthvað eitt óvissu ríki kom inn vann Obama og það ekkert smá. Það munaði ekki litlu heldur rosalega á sigrinum. Sem betur fer. Um leið og það lá fyrir hver var sigurvegarinn fór maður að heyra hróp úta götu.Nágranni okkar opnaði út og dansaði á tröppunum. bílflautur fóru að heyrast og fólk var bara hlæjandi úti. Ég sá eina dilla sér hrópandi Obama whooped that aaaass. Daginn eftir fór ég svo í vinnuna en ég myndi segja að 70% fólksins sem vinnur þar er af afro-ameriskum uppruna og að heyra hvernig þeim leið eftir þetta opnaði augu mín svolítið fyrir því hvað þetta þýðir. Audry sem er frábær kona sem vinnur með stelpuhópnum sagði okkur hvernig það hefði verið að alast upp sem eina svarta fjölskyldan í ítala-gyðinga hverfi sjötta áratugnum. Hún fékk ekki að kaupa sér nammi eins og hinir krakkarnir vegna þess að það var ekki verslað við svarta, mátti ekki koma inní allar búðir og bræður hennar lentu í slagsmálum í skólanum vegna kynþáttar síns. Hún sagði okkur hvernig hún óskaði sér að hún væri ekki svört og hvað það væri gott að geta sagt við dóttur sína og barnabörn að allt væri mögulegt. Allir eru bara eitthvað svo hrærðir og vongóðir, fegnir að vera laus við Bush. Margir töluðu líka um hvað það væri gott að finna alþjóðlega stuðningin fyrir Obama að kannski færu bandaríkin að fá betri umfjöllun erlendis. Ég held að eiginlega allir sem ég heyrði í hafi tárast þegar hann flutti sigurræðuna sína fólk er voða tilfinninganæmt hér. Annars vil ég bara vitna í það sem ég heyrði einhvern segja daginn eftir kosninguna

Rosa Park sat, so that Martin Luther King could walk, so that Obama could run, so that our children could play.

mér fannst þetta svo flott setning.

Sunday, October 26, 2008

Sunnudagur til sælu

Í gær var mikil rigning og þrumuveður, ég hafði ferðast til Gloriu bekkjasystur minnar sem tók mig rúman klukkutíma. og var því veðurteppt þar, þar til seint seint, við kláruðum eitthvað leir verkefni fyrir fimmtudags tímann sem heppnaðist ekki svo vel
...eennn. Í dag fórum við í bíó Lat den ratte komma inn (sænsk vampírumynd) og fengum okkur að borða niðríbæ. Hér eru myndir...

ég í IKEA rútuni fyrir langalöngu síðan:


Kaffi


brenndi mig


Pönnukaka:


kyle fyrir utan húsið okkar:


blogger lætur eitthvað illa svo ég set fleiri myndir á morgun.

Voila:
Kastalinn fyrir utan húsið okkar:




Og niðrí bæ:

Monday, October 20, 2008

Nágranni okkar

Konan sem býr við hliðina á okkur Les, systir Tonyu sem leigir okkur á, ég veit ekki 4-5 börn. Hef ekki alveg náð tali á krakka skaranum sem er alltaf þarna úti með læti á kvöldin og um helgar. Hún er allavega ein mest óþolandi kona sem ég hef vitað um. Þessi kelling var hérna að þrífa íbúðina þegar við komum að flytja inn og hún var hérna másandi og pústandi "do y´all mind if I smoke" já hún reykir Newports eins og henni sé borgað fyrir það. Svo var hún sygnjandi fölskum tón hérna frammi meðan við sátum inni og biðum eftir að hún færi. Hún fullvissaði mig um færni sína í að þrífa "yeahh I clean if ther´s one thing I caan do is cleanin...ohh an cookiin" Allavega þá er hún með eina rosalegustu rödd sem ég hef vitað um...sona ráma hása háværa raspaða rödd sem berst í gegnum fjöll og fyrnindi. Við vöknuðum allavega við kellinguna í morgun sona um 10. Svo fer Kyle út núna um hálf 2 að athuga með póstinn. Kemur ekki Les út öskrandi KYLE! YA´LL GOT ANY KIIIDS??? kyle: erm no. WELL YA´LL WANT ANY? CAUSE I GOT PLENNY. God damn it im sick ofit cant do it no mo blablabla..Les var semsagt plastered á mánudags eftirmiðdegi að pirrast á krökkunum sínum (sem voru sem betur fer ekki heima heldur í skólanum). Þetta er samt soldið fyndið hún er mega karakter þessi kelling, óþolandi og kann ekki að ala krakka upp en fyndin og án vafa alkóhólisti.

Saturday, October 18, 2008

Einhver sem þið kannist við?


http://ask.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/swdocument/1013983/Skiptinám.pdf

Skrollið niður þennann bækling og athugið málin.
Eru ekki annars allir niðrá austurvelli núna að mótmæla Davíð Oddsyni?




einnig vil ég minnast á lækningamátt aloa vera, blóð mitt virðist vera moskítóflugu hnossgæti og ég er nær stöðugt með allavega 2 moskítóbit. Mesti viðbjóður sem ég vet um



hata þessi kvikindi...allavega þá prófaði ég í fyrsta skipti að brjóta lauf af aloa vera plöntuni og kreista guðlegann safann á bitin..og viti menn! bitin læknast bara nær yfir nóttu ótrúlegt alveg hreint. jæja vildi bara deila visku minni...eða reynslu.

Tuesday, October 14, 2008

SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR




Ég fór á ráðstefnu á vegum sameinuðu þjóðanna vegna alheims dags andlegrar heilsu eða world mental health day á fimmtudaginn. Jessica sem er yfirmaður minn í CASES bauð mér. Svo við fengum að sitja ráðstefnuna og þarna var allskonar fólk að tala. Einni konunni sem sat á sviðinu fannst greinilega ekkert rosalega merkilegt allt sem aðrir ræðumenn voru að segja því hún var næstum því sofnuð einusinni, hún dottaði og hrökk svo við, greyið uppá sviði og allt. Svo var gæji sem heitir John Draper alveg eins og Don Draper, fyrir Mad men aðdáendur, annars var mikið madmanna bragur á öllu þarna allt settið frá svona u.þ.b. 1950. Uppáhaldið mitt var samt kona að nafni Marie Guardino, (sko fann hana á netinu http://www.freedomfromfear.org/ftp/about%20FFF.html )

Hún gaf sig að tali við mig og Jessicu fyrir ræðuhöldin. Þetta var meðal kona að vexti, milli fimmtugs og sextugs, með huggulega lagningu í rauðri buxnadragt. Hún var með gullkeðjur og hringa útum allt, gull festingar á gleraugunum og bleikann varalit, gaaasalega skæs. Allavega hún byrjaði að tala um hvað það væri agalega heitt þarna inni (þeir virðast hafa slökkt á loftræstingum í byrjun okt, þótt það sé ennþá 25 stiga hiti úti). Svo spurði hún okkur hvað við störfuðum og hvað við gerðum. Jessica sagði henni frá CASES og ég sagðist vera lærlingur eða intern. Hún sagði þá að hún væri með fullt af nemum á “her staten island fascility. AAAAllllavega þá var frekar leiðinlegt það sem aðrir sögðu eða bara ekki eins fyndið og það sem hún sagði, ein kella fyrir aftan mig var að pissa á sig af hlátri. Þið getið lesið hvað Mary hefur að segja á linknum hérna að ofan. Svo í lok ræðunnar gaf hún mér og Jessicu shout out, eins og Jessica sagði. Hún sagði, before i came on here i spoke to the most adorable girls theyre advocating mental health with their art therapy and i dont want to point them out cause i dont want to embarrass them. Ha haa já agalega gaman. Jæja svo var íslendinga vika í mötuneytinu það stóð einhver kall þarna stór og mikill bak við eithvað borð og hrópaði leidís leidís komm komm teistt ðisss. Mér þótti hann heldur íslendingalegur og stamaði hva..hvaa,.. HVAÐ ER ÞETTA hrópaði kallinn þá, ÞETTA ER GOTT, SMAKKAÐU, ég stakk plastskeiðini upp í mig og sagði já namm hva...ÞETTA ER ÝSA Í PÚRRULAUKSÓSSUU. Já já okei takk sagði ég og fór og fékk mér samloku með kalkún. Ferlegur íslendingur ég ha? Annars eru auglýsingar hér útum allt FLY TO ICELAND IN 5 HOURS ONLY 750 WITH HOTEL. Huggulegar flugfreyjur og flugstjóri standandi fyrir framan bláa lónið skælbrosandi og brún í framan. Sennilega kostar það eitthvað minna í efnahagskrísuni heima heldur en 750 ætli það sé ekki bara 350 núna.




Veit ekki en allavega gerði mest lítið um helgina fór á bókasafnið í brooklyn sem er afar fögur bygging (sjá að ofan), langar að búa í prospect park sem er þar fyrir neðan. Við kyle fórum líka og borðuðum á Johnny Rocket sem er sona fifties hamborgarabúlla keðjuveitingastaður að vísu, ég Helga og Þórir borðuðum þar verslunarþreytt í Flórída í fyrra aahhh sælla minninga. En já fengum sprautað smiley feis með tómatsósu og allt starfsfólkið þarf greinilega að dansa þegar eitthvað lag kemur á í glymskrattanum. Aaagalegt alveg kyle sagði að það væri ekki hægt að borga honum nóg til að dansa í Johnny Rocket búningi fyrir lið að éta hamborgara í 5 mínútur eða hvað þetta lag var langt. Ég verð nú að segja að ég er sammó.







og hér er liðið að dansa:








Jæja ætla fara að lesa meira um traumatic reynslur barna frá misnotkun til náttúruhamfara afar upplífgandi...eða þannig, stend á blístri eftir pönnukökubakstur kyle´s og er með magapínu af ógeðslegu instant kaffi (eigum ekki kaffivél). Svo ég sendi bara baráttukveðjur til ykkar allra heima...ef ykkur vantar munaðarvöru frá USA þá bara látið mig vita og ég skokka útá pósthús með betty crocker mix og maybelline varaliti.