Saturday, December 27, 2008

jólin jólin allstaðar og líka búin í bili

















Jæja jæja …Jæja er nýja uppáhalds orðið hans Kyle. Jólin búin og við á leið til Flórída…við erum mest búin að gera ekki neitt. Fórum niðrí bæ á aðfangadag Kyle benti mér á hávaxinn gráhærðann kunnulegann mann. Tim Robbins ég sá hann ekki almennilega þannig Kyle leiddi mig að antíkbúðar glugga þar sem ég fór að óttast að Tim Robbins kæmi æstur út og ásakaði okkur um að sitja um sig. en já ég sá hann allavega og þetta var Tim Robbins, sennilega að versla fallega jólagjöf fyrir Susan. Svoooo komum við heim og átum hamborgarahrygg…eða “ham” eins og kaninn kallar það. Ég bjó til sósu sem bara mér fannst góð og svo horfðum við á awesom jólabíómynd sem heitir christmas story og allir ættu að horfa á.
Annars sá ég ríkasta mann á íslandi eða fyrrverandi ríkasta mann á íslandi og konuna hans Jón Ásger og Ingibjörgu Pálma og dætur þeirra fyrir utan bíó í Chelsea í fyrradag þau fengu ekki miða á Benjamin Button. Dæturnar voru pirraðar og vildu bara fara á Marley and me í staðinn. Ég og Kyle aftur á móti keyptum miða af gæja sem vildi ekki fara eftir allt saman og var rosa skrýtin. Ég var með hnút ímaganum þegar við fórum inn um að miðarnir væru falsaðir en … jú..þeir voru í lagi og við komumst inn. Gott á Jón Ásgeir hugsaði ég með mér, ég veittist ekki að honum hrópandi og sparkandi “þú sólundaðir ævispariféinu mínu skíthæll” nei…máske hefði maður átt að gera eitthvað í þá áttina. Ingibjörg hefði sennilega líka snúið mig niður hún er stór kona. Börnin hefðu verið í sjokki og ég hefði ekki komist í bíó. Jæja ég lét duga að hugsa honum þegjandi þörfina . En jæja ætla á safn í dag með Gloriu sem var handtekin í gær af konu löggu sem sá að hún var með hníf í vasanum sér til varnar. Gloria þurfti að fara niðrá löggustöð þar sem kalla lögga lét hana fá hnífinn aftur og sagði henni að láta hann ekki sjást. Hún á samt að mæta fyrir rétt 4. Mars ég ætla með sitja á fremsta bekk.

3 comments:

Unknown said...

Vá, viðburðarrík jól! Tim og Jón Ásgeir og vinkona handtekin og sósugerð... æðislega skemmtilegar myndirnar... og mér finnst bara gott hjá þér að hugsa honum (Jóni) þeigjandi þörfina! Við ættum öll að gera það!!
Efast ekki um að þú sért að deyja úr spenningi yfir að fara til Florida og hitta familíuna, ég vona að þið hafið það sem allra best um áramótin,
kær kveðja, María

Anonymous said...

Vá hvað það er jóló hjá ykkur
ssk

Bobby Breidholt said...

Kannski fóru Jón Ásgeir & pakk bara heim og leigðu sér Brad Pitt í eigin persónu til að leika myndina fyrir sig í stofunni.

Hugleiddirðu það?!? HM!

gleðilegt ár. Sakna ykkar.