Tuesday, December 23, 2008

þorláksmessa

Jæja langt síðan ég bloggaði jólin komin og svona. Skrýtið að vera hérna um jólin þorláksmessa og svona ekki alveg þorláksmessufýlingurinn..fór í vinnuna í dag bara stutt. Í gær skreyttum við piparkökur með lituðu frosting og allskonar skrauti það kom mér aðeins í rétta skapið. Annars hafa krakkarnir í CASES alveg verið kát. Að vísu var smá vesen í fyrsta stelpuhópnum þær tjúlluðust aðeins á hver aðra…ekki mig eða neitt. 2 stelpur fóru að rífast yfir einhverju rugli. Eeeenn annars var ég að komast að því að Biggie smalls var þátttakandi í CASES Audrey sem vinnur með mér var umsjónamaður hans ha ha fyndið. Skólinn líka löngu búin og mér gekk bara vel í prófunum, næsta önn verður víst ennþá meira brjálæði en þessi svo best að vera undirbúinn. Það er skítkalt hérna bæðevei 10 stiga frost bara og læti. Ég hlakka svo mög til að fá úlpuna mína þegar ég fer til flórída get ekki sagt annað. En jæja ég er mjög svo þreytt eftir erfiðan vinnudag og ætla að fara að sofa. Set inn myndir á morgun vonandi.
Blessó og gleðileg jól allir sem lesa þetta

3 comments:

Anonymous said...

Gleðileg jól Hanna mín og Kyle. Ykkar verður sárt saknað í kvöld. Vonandi hafið þið það sem allra best og skemmtið ykkur vel um hátíðina.
Jólakveðjur,
Eva frænka :)

Jonina de la Rosa said...

gleðileg jóla hannus mín og hafið það gott í dag :)

Unknown said...

Gleðileg jól elsku Hanna og Kyle, vonandi hafið þið það sem best saman þarna úti í frostinu og kuldanum yfir hátíðirnar, við hugsum öll hlýlega til ykkar hér í hitanum og rigningunni!
Jólakossar og knús frá Maríu og familíunni á Staðarhvamminum :)