Monday, October 26, 2009

eftir erfidan dag i vinnuni

kaetist eg thegar eg se thessar auglysingar i tviinu



Saturday, October 24, 2009

talvan bilud

Jubb tolvulius bilud, Einhver mikrokubbur sem var med honnunnar galla svo ad eg tharf ekki ad borga sent. Elskan var send til Tennissee yfir nott og verdur svo send beint heim til min. Luxus ef thetta hefdi gerst heima hefdu their sagt vid mig ja kostar 100.000 kall og tekur 2 vikur. Their hefdu ekki vitad neitt um neinn honnunargalla i orkubbi. THannig eg var heppin, svo er eg buin ad kaupa heimasima og mun nu getad hringt heim til islands thvi thad er i gegnum internettenginguna herna.
Jaeja rigning uti og eg var i apple budini og a where the wild things are og ad eta cupcakes thannig var dagurinn minn.
leiter gaters.
simanumerid mitt verdur sama og gamla..917 334 5241.

Tuesday, October 13, 2009

Haust og Lauf og Grasker

Myndir af skrifstofuni sem ég vinn í í Ittleson og svo eitthvað af myndum sem Helga og þórir tóku:











Vinnan er alveg svakaleg hérna ég verð að segja það. Ég er með 7 drengi þar af 3 mjög challenging, uppá borðum og hlaupandi útúr stofuni brjálandist challenging. Svo á ég að stjórna stelpuhóp með öðrum sálfræðingi hérna sem byrjar 26 kannski seinna því Halloween er 31 og krakkarnir er alltaf snar tjúll þegar sú hátíð kemur svo kannski verður hópavinnu seinkað. Ég allavega alltaf bara búin á því þegar ég kem heim, get varla haldið augunum opnum til að lesa námsefnið yfir. AAAHHHhhh mikið er gott að væla smá, búin! þetta er samt lærdómsríkt og rosalega er fallegt þarna þetta eru bara svona sveitakot með frönskum gluggum og múrsteins strompum og skeljaþökum, risastór tré og runnar ég ætla taka myndir seinna. skólinn er líka ágætur ég hef svosem undan engu að kvarta. Sambýlingurinn sem ég hef ákveðið að kalla Sverri því mér finnst hann svo sverrislegur er eeld hress alltaf. Á kvennaveiðum og fyllerí kaupandi sér flatskjái og fínerí. Hann er merkilegur karakter segir manni sömu hlutina allavega 6 sinnum...aahh yeahhh these pants from Target really are big ...I really lost some waight ...oouuh gots to get some new pants I´m the incredible shrinking man osfr osfr...talar sumsé bara um það hvað hann hefur grennst mikið og og hvað hann er góður með tölvur og hvað hann er góður kokkur. Svo er mamma hans í krukku uppí eldhússkáp hann hefur ekki efni á að fara með öskuna til Hawai eins og hún vildi. Svo er hann að deita 2 eða 3 píur í einu og er alveg að kúka í sig yfir því. Hann var að segja mér og kyle frá og hann sagði I´m like a kid in a candy store i cant help myself...Dang oj hugsaði ég bara og held að vanþóknunar svipurinn hafi sést. 2 eru svartar einsteæðar mæður sem hann kynntist í Wholefoods og sú þriðja er einvher af bar eða eitthvað.
JIii nóg um Dan,

Helgs og Þórs farinn og það er leitt við söknum þeirra mikið sérstaklega Deniro eftirhermu Þóris. Ben og jerrys ísin búin og það er orðið kalt og dimmt hér. Haustið alveg offissíalt komið. Það er soldið fyndið hvað Haustið er mikil árstíð hérna í Ameríku það er alveg pumpkin lattes og muffins og lauf hengd útum allt og halloween skreytingar í mánuð og ég veit ekki hvað og hvað. Heima er haustið bara sona vika og svo er komin vetur og 20 tíma myrkur. Við hengjum ekki upp laufakransa og kaupum okkur graskerslatte ..reyndar held ég að ég hafi ekki einusinni séð grasker heima yfirleitt.
Ég verð að segja að ég er alhlynt svona árstíða upphafningu gaman bara segji ég..upp með laufkransana og graskerin húrraaaa það er komið haust!

oki nú er ég að fara að sofa
eitt að lokum ÉG ER BÚIN AÐ KAUPA MIÐANN MINN HEIM HÚRRA HÚRRA HÚRRAA JÓLIN HÉR KEM ÉG.
ps kyle er að fara til Ítalíu að heimsækja fjölskylduna sína svo ekkert ísland fyrir hann.

auka PS er
að ég kem heim að morgni 17 des og fer 7 jan

Monday, October 05, 2009

Haustið

Er eiginlega fyllilega komið. Hitin með öllu farinn og kuldi og fölnuð lauf farin að taka við. Ég er ánægð með haustkomuna kólsílegheit og ég get farið í jakka yfir fötin mín.
Helga og þórir eru annars í heimsókn hjá okkur og það er rosarosarosa gaman að fá svona skemmtilega gesti Kyle ætlar að elda í kvöld handa okkur beikonvafðar kjúklingabringur. Þau fara heim á miðvikudaginn og það á eftir að verða tómlegt án þeirra heima. Mér finnst að öll familían (og vinirnir) ættu bara að flytja hingað á meðan ég er hér. Uppástunguni er hér með komið á framfæri.

Nú sit ég við skrifborðið mitt í vinnuni búin að vera á starfsmanna fundum í allann dag og að mála á töfluna og svona. Finnst ég rétt að vera að komast inní hlutina hér búin að hitta alla krakkana ekki hópinn minn samt en það verða bara stelpur í honum. Sem er gott því ég er bara með litla gæja one on one. vaknaði klukkan 6 í morgun þegar það var ennþá myrkur og er búin að drekka 2 kókdósir og éta ógeðslega mikið af súkkulaði húðuðu kaffibaununum hennar Ericu sem ég fann í skúffuni hennar þannig ég er pínu tensuð á því. Gerir lestarferðina heim á eftir ennþá skemmtilegri.
Sem minnir mig á það sem gerðist í dag í lestini. 'Eg sat og var að hlusta á samræður tveggja gæja sem voru sona týpískir NY gæjar tala um fótbolta og píjur sem þeir voru að deita og hvað vinnan þeirra væri ömurleg. Mér fannst þessar samræður þeirra eitthvað svo súrealískar. Þá kemur stelpa inn og rekst í annann þeirra og segir með skrýtni röddu sorry sorry sorry im so sorry og gæjarnir fara eitthvað að reyna við hana og annar segir where are you from youve got a sexy accent blabla og stelpan segir iceland. Þá sperri ég nú aldeilis eyrun ( hún hafði sko verið að reyna að lesa á pennann minn sem stóð á verkefnalausnir ehf held ég). en já svo hefjast þessar týpísku iceland umræður gæjin talar um að grænland sé kalt og ísland heitt sama gamla bara og eitthvað hvort píjan vilji vera tourgædin hans á íslandi...hún sagði bara nei hahahaha mér fannst það fyndið. En já svo stóð ég upp og sagði við hana þú mátt bara fá sætið mitt hér á íslensku. hún brosti bara..svo þannig var nú sú saga.mega skemmtileg ..
jæja klukkan er að verða 5 svo ég ætla að fara heim í lestunum mínum og strætónum mínum..blessó


myndir seinna