Monday, October 05, 2009

Haustið

Er eiginlega fyllilega komið. Hitin með öllu farinn og kuldi og fölnuð lauf farin að taka við. Ég er ánægð með haustkomuna kólsílegheit og ég get farið í jakka yfir fötin mín.
Helga og þórir eru annars í heimsókn hjá okkur og það er rosarosarosa gaman að fá svona skemmtilega gesti Kyle ætlar að elda í kvöld handa okkur beikonvafðar kjúklingabringur. Þau fara heim á miðvikudaginn og það á eftir að verða tómlegt án þeirra heima. Mér finnst að öll familían (og vinirnir) ættu bara að flytja hingað á meðan ég er hér. Uppástunguni er hér með komið á framfæri.

Nú sit ég við skrifborðið mitt í vinnuni búin að vera á starfsmanna fundum í allann dag og að mála á töfluna og svona. Finnst ég rétt að vera að komast inní hlutina hér búin að hitta alla krakkana ekki hópinn minn samt en það verða bara stelpur í honum. Sem er gott því ég er bara með litla gæja one on one. vaknaði klukkan 6 í morgun þegar það var ennþá myrkur og er búin að drekka 2 kókdósir og éta ógeðslega mikið af súkkulaði húðuðu kaffibaununum hennar Ericu sem ég fann í skúffuni hennar þannig ég er pínu tensuð á því. Gerir lestarferðina heim á eftir ennþá skemmtilegri.
Sem minnir mig á það sem gerðist í dag í lestini. 'Eg sat og var að hlusta á samræður tveggja gæja sem voru sona týpískir NY gæjar tala um fótbolta og píjur sem þeir voru að deita og hvað vinnan þeirra væri ömurleg. Mér fannst þessar samræður þeirra eitthvað svo súrealískar. Þá kemur stelpa inn og rekst í annann þeirra og segir með skrýtni röddu sorry sorry sorry im so sorry og gæjarnir fara eitthvað að reyna við hana og annar segir where are you from youve got a sexy accent blabla og stelpan segir iceland. Þá sperri ég nú aldeilis eyrun ( hún hafði sko verið að reyna að lesa á pennann minn sem stóð á verkefnalausnir ehf held ég). en já svo hefjast þessar týpísku iceland umræður gæjin talar um að grænland sé kalt og ísland heitt sama gamla bara og eitthvað hvort píjan vilji vera tourgædin hans á íslandi...hún sagði bara nei hahahaha mér fannst það fyndið. En já svo stóð ég upp og sagði við hana þú mátt bara fá sætið mitt hér á íslensku. hún brosti bara..svo þannig var nú sú saga.mega skemmtileg ..
jæja klukkan er að verða 5 svo ég ætla að fara heim í lestunum mínum og strætónum mínum..blessó


myndir seinna

5 comments:

a.tinstar said...

veyji! gaman! hanna, sigrún er soldið öflug í blogginu, fariði í kapp! kl 6 ? áttu alltaf að vakna þá? sofnari 22 þá?...hva hva?

Anonymous said...

jiiii ég er ekki búin að lesa bloggið hennar sússu dúllu, en já nei ég svaf bara í 4 tíma á mánudaginn sef bara þegar ég er dauð!

Hanna L

a.tinstar said...

auðvitað, svefn er bara fyrir lúsera. meira blogg og myndir fyrst þú vilt engan svefn, ég er gráðug!

Anonymous said...

ég er algjörlega sammála um að allir ættu bara að flytja til nyc. Það er hvort eð er hundleiðinlegt hérn.
ástarkveðjur frá Evu og Maríu :)

Sigrún í Sviss said...

þú er svo dugleg! þú ert bara klifra upp karríer stigann, bráðum getur þú bara boðið mér til ny, vei ég hlakka til :)