Tuesday, August 30, 2011

Vinnivinnivinn

Jæja þá er ég komin með vinnu, að vísu bara í munnlegu samþykki svo konan gæti víst enn skipt um skoðun en við skulum vona að hún geri það ekki.
Þetta er ekki nema 20-25% vinna svo þetta er ekkert að fara að drepa mig og þetta er skólaprógram fyrir börn á einhverfu salanum, helst Aspergers svo þau tala alveg og geta farið á klósettið sjálf svo ég útskýri á mjög einfaldaðan hátt. Ég á eftir að gera art, music og dance/movement therapy með þeim svo ég fæ líka innsýn inní aðrar creative arts therapies, (nenni ekki að þýða). Ég byrja svo í kringum miðjan september og get vonandi fundið mér annað starf á móti sem barnapía en það er svona líka vel borgað hér í NY, borg súpermillana.
Kyle er á fullu í eðlisfræði og tölvunnarfræði svo ég nenni ekki að ræða hans skólamál þar sem mér finnst svoleiðis hlutir mínus spennandi.

Annars hlakka ég bara til haustsins ekki meiri hiti og raki og ógeð, get farið að vera í síðerma og síðskálma og hlíft fólki við lærunum og upphandleggjunum á mér hahaa. Svo eru svo gasalega margir ættingjar á leiðinni sem verður líka svaka gaman.

Já haust og kuldi og myrkur, vinna og ættingjar ég fagna því öllu!

Tuesday, August 23, 2011

Jaaaarrrðð skjáffttiiiii



ÉG sat í sófanum með Kyle og hélt að hann væri að hrista sófan, en svo var ekki. Keðjan á hurðinni sveiflaðist fram og til baka og við fundum allt húsið hristast, við vissum ekkert hvað var að gerast, en það fyrsta sem ég hugsaði var jarðsjálfti....en í New York??? Allavegna þá er það víst möguleiki...greinilegaa. Þetta var mjög flippað
Allir eru að pissa á sig og þetta er á öllum frétta stöðvum, búið að loka JFK og NEwark, held að Pentagon hafi verið rýmt.