Monday, January 30, 2006

Myndlista tímar, gæpamenn og fitabollur

Já ég er sem betur fer í myndlista tímum. Þeir eru fyrir sinn part skemmtilegir. Það er bara ein stelpa sem er held ég eitthvað wierd.. eða eitthvað ofvirk. í seinasta tíma söng hún hástöfum I will always love you yfir uppáhalds Devendra Banhart lagið mitt. Án gríns hún söng sko eins og hún væri á sviði. Og þá meina ég ekki vel heldur bara hátt. Og sona eins og hún væri virkilega að reyna að syngja vel. Með smá sona kúka-kreistu í röddinni. Nú er ég ekki kona sem vill ekki að fólk fái að tjá sig og syngja ef það er þeirra tjáning. En þegar önnur mútzík er í gaaangi, hef ég takmarkaða þolinmæði. Þessi gella er samt heví weird hún lítur út eins og örlítið overwaight michelle Rodriguez í pastel litum. Hún kemur rosa nálægt fólki þegar hún talar við það og er hlaupandi útum allt allann tímann að skoða hjá öllum hinum. Allt saman gott og blessað. en jæja í dag hélt hún áfram að syngja....og getiði hvaða lag?... I will always love you? JÁ! þokkalega á sama styrkleika. Ég er samt farinn að velta fyrir mér hvort ég hafi einhverja súper krafta því ég var eitthvað að pirrast á þessari stúlku (eins og mér er einni lagið) þegar skápa hurðin sem hún var að opna hrinur niður. (hún slasaðist ekki) en hætti að syngja. Já aumingja skinnið. Annars var ég bara að læra um kobba kviðristu morðin í forensic psyc í dag. Kennarinn minn var ofsa spenntur yfir þessu öllu saman. jú og ég lærði líka um einhvern kreisí gæja sem drap 8 hjúkrunarfræðinema fyrir 40 árum Richard Speck ef einhver hefur áhuga. Hann varð víst kynskiptingur á kóki í fangelsinu sem hann dó í. með 10 kærasta. áhugavert allt saman. en jæja þá er best að fara kynna sér sálfræði kynhegðunnar okkar allra. og svona aðeins að lokum þá er fólk á íslandi ekki feitt. Ég hef aldrei séð jafn feitt fólk heima og ég sé hérna. hóóólí mólí já konur sem kjaga og eru ekki lengur með ökkla eða háls. og huuugess belg fyrir maga, allann hringinn. Já allavega, ég er víst bara petite. haaaa!

Sunday, January 29, 2006

Æsispennandi ævintýri mín hér í lareidó








Jæja þá er ég almennilega að komast inní skóla lífið hér. Það verður að viðurkennast að ég er mest lítið búin að vera á skemmtannalífinu hér. Í gær átum við Selene og Espiranza bara ís og horfðum á video.. gríðar partý fýlingur hér. Já svo fór ég í tha maall og svo var ég að reyna að sóla mig eitthvað í dag. En það vill enginn vera brúnn hérna. Ég er sú eina. Enda er ég hvítari en rassinn á albínóa. Án gríns, en já það vill enginn verða brúnn. Þessir mexíkóar, dísus. Skil þetta ekki. En já það er alltaf að hlýna og hlýna með hverjum deginum. Brátt verður orðið scorchin hott. Annars er aðal dramað héðan það að Youmayra herbergisfélagi minn svaf hjá ógeðslega íranska gaurnum Aliraza. Sem talar eins og Borat í Ali G. Mér finnst þessi gaur vera massa ógisslegur eitthvað. Get ekkert að því gert. Hann sagði víst Youmayru að ég væri alltaf að gefa sér illt auga. Aawwww greyið kallinn. Ég er allavega ekkert að fela mig bak við runnana með álit mitt á honum. En já allavega þá svaf hann víst líka hjá einhverri klikkaðri gellu sem þau kalla “la loca” og er vantar víst nokkra kafla í toppstykkið hjá henni. Svo er Selene vinkona mín að næla sér í franskann skiptinema Oliver. Já það er sko allt að gerast hérna í Lareiiidóó. Ég mála á fullu og ég held að kennarinn minn dýrki mig..ég spilaði Devandra Banhart fyrir hana og er að mála mynd af laufey í tíma sem hún er voða hrifin af.
Allavega þá fær Selene bráðum bílinn sinn og þá verður sko haldið til Austin. Hellyeah. Ég er rosa spennt fyrir þeim stað. Jæja ég ætla að setja myndir af fólki hér inná og mér að hvítast eitthvað við laugina. Og mér á kínverskum veitingastað, glæsilegri að vanda. Og líka ógeðslega íranska gaurnum svo fólk viti hvað átt er við þegar rætt er um óhugguleika hans

Friday, January 20, 2006

save that drama fo'yo momma!




Já. ég fór í dag og keypti mér kúrekaskyrtur.. og jú ég keypti líka skyrtu fyrir nokkra útvalda..sem voru búnar að pannta. Já Kelly's western wear varð fyrir valinu. Já hún Kelly kann sko að velja það.. þarna var allt að finna sem almennilega kúreka vanntar. leður hlífðarbuxur, (sem kosta sko í kringum 30 þús) hatta, vesti, spora, jakka með lafi, skyrtur og svo kowbojbuxer...selvfolgelige. hlutirnir voru svona mis smekklegir..til dæmis var ég afskaplega hrifin af lillableiku kúreka skyrtuni með semalíu hjörtunum og blúndunum. næst næst segi ég kaupi ég hana. En já. hér er ég að komast að því hvernig það er að vera unglingur á gelgjuni for real... þetta með að þessi tali ekki við þennan og hinn sé í fýlu úti hinn er alveg hreint ótrúlegt. Án gríns.. þau eru ótrúleg. og þessi hennti eggjum í hurðina hjá þessum og april var að hlera fyrir utan hurðina hjá jerry og jerry kallaði hana bitch fyrir það.. og núna tala þau ekki saman.. og vegna þess að elena bauð ekki öllum með í keilu þá á sko að fara í keilu á morgun og eeeekki bjóða henni. Vó ..já ég sit bara róleg og segi ekki neitt. Allavega, ég ætla að pósta myndir af skyrtunum og mér í skyrtu. og svo jerry og jumeiru..að éta á einhverjum mexíkönskum takeout. gjössovel

Sunday, January 15, 2006

Vika viika vika hér í USA












Jæja þá er ég búin að vera viku í bandaríkjunum, og jú ég veit ekki alveg hvað skal segja. Ég fór niðrí bæ sem sagt í Laredo og þetta var alveg eins og maður væri í Mexíkó, ég var ekki búin að kaupa myndavélina mína svo ég tók engar myndir...þarna voru samt gamlir mexíkóa karlar með kúreka hatta í gallabuxum og með sona um hálsin úr silfri með leðurreimar hangandi. Og fullt af búðum sem litu út eins og þær væru frá 86’ eða eitthvað. Ég var frekar pirruð að vera ekki með myndavélina. Svo sáum við landamærin að mexíkó fullt af bílum í röð að komast yfir Rio Grande. Já ég fór semsagt með Rodrigo sem er lítill Mexíkóskur strákur sem lítur út fyrir að vera 16 ára.. en er 19,og klæðir sig í sona herra föt sem eru svolítið stór á hann, hann ætlar að verða bissness kall í new york þegar hann hættir í skóla, selene sem virðist vera meika gelgjuna í krökkunum hérna verr en ég. Og svo Aliraza sem er gæjin frá Íran.... og mér finnst vera hálf ógeðslegur, ég hélt hann væri sona þrjátíu og eitthvað en hann er bara einu ári eldri en ég. Og oj oj oj hvernig hann talar og labbar og svipurinn á honum alltaf eeeuuuwww. Já ég er meistari í að láta fólk fara í taugarnar á mér. Hann virðist ekki pirra neinn annan hér svo ég verð víst að halda kjafti. Vó það er samt svo mikið drama hérna alltaf í gangi á milli þessara krakka. Bara ef maður situr við matarborðið er fólk að segja “ yeah i kinda ignored jessy cus im not talking to allie, but like jessy was all like hey and i was like yeah whatever i know whos side your on...so like never mind. Þetta gerist næstum því í hvert einasta skipti að einhver er ekki talandi við einhvern eða einhver í fýlu útí einhvern... þetta er rosalegt. Já svo labbar eingin aldrei neitt. Þau keyra útí matstofu sem er 5 mínútur frá herbergjunum. Nýja uppáhalds stelpan mín sem heitir Leanna og talar enga spænsku, var samferða okkur útí matstofu í dag...og hún var alveg yeah i dont walk. Thats it...i just dont..i mean you dont walk shit in these heals.. im serious were taking the car. Cus I DONT WALK!
Svo í gær, sátum við inni stofunni og Leanna stelpan fer að spyrja mig hvaðan ég sé og eitthvað....og svo segi ég henni hvað ég er gömul og þá öskrar hún : “ you’re fucking kidding me? You look like you’re 13, doesn’t she look like she’s 13. Svo fóru þau öll að tala eins og ég væri ekki í herberginu.. yeah i thought she was a minor....yeah i though she was like our age...( 18,19) yeah... svo segir Leanna sem var fyrst að spyrja mig. “ yeah i think shes cute...isnt she cute.. yeah shes really cute, i think she is, yeah me too, samsintu þau öll. Mér til mikillar gleði.
Reyndar ekki misskilja mig, ég er ekkert móðguð eða neitt, mér fannst þetta rosa fyndið og var eiginlega hlæjandi allann tímann á meðan þau voru að tala um þetta. Því þessar stelpur litu allar út fyrir að vera svona svipað gamlar og ég( flestar allavega). Kannski ekki strákarnir sem voru allir rosa litlir í hettupeysum að segja kúkabrandara með sona latínó hreim. Ofsa krúttlegt. Já allaveganna Leanna, aðal gella, kommentaði aftur á hvað ég væri krúttleg, við matarborðið í dag þegar einn strákur spurði mig hvort ég væri grænmetisæta, og ég sagði nei mér finnast bara pulsur ekki góðar... þá var hún alveg aaaawwwww isn’t she cuuuteee i think shes soooo cute. Já hey ég er sko í sama herbergi og þú, ef þú skildir ekki vita það og heyri allt sem þú segir, svo er ég fokkings 5 árum eldri en þú svo hættu að tala um mig eins og ég sé 12 ára. nei, nei reyndar finnst mér þetta soldið fyndið, því þessi stelpa lítur út eins og hún sé sona 25 ára bar þjónn á Glaumbar hress og með gráðu frá no-name eða eitthvað.
En já svo ákváðum ég og Selene sem er frá mexikó en er jafn gömul og ég , að labba niðrí bæ í verslun sem heitir mike’s western clothing og ég ætlaði að kaupa mér kúrekaskyrtu og kannski stígvél. Nema bara þegar við vorum búnar að labba í 3 tíma og ekki enn komnar þangað, ákváðum við að það væri of langt og snérum við (ég tók myndir á leiðinni sem eru hér meðfylgjandi, fyrsta myndin er af heimavistinni ég á heima á neðstu hæð lengst til vinstri í húsinu lengst til hægri, svo eru líka myndir af herberginu mínu og herbergisfélaga mínum Jumeira og svo Selene). Jæja ég hef samt ekki gefið upp vonina að komast til Mike’s að kaupa mér skyrtu ... ó nei ég skal fá skyrtu hvað sem það kostar. Og þótt ég þurfi að fara með Aliraza sem ætlar að fá sér kúrakahatt, þá læt ég mig hafa það, eða fæ lánað hjól og barasta hjóla þangað. Allavega þá er ég búin að fá slidesjó frá Rodigo litla af myndum af mexíkó og er að drekka corona öl í herberginu mínu. Gasalega hress. Á morgun er Marthin Luther King day svo það er frí. Og mann má sofa út. Hlakka til að byrja í tímum og gera eitthvað ganglegt eins og að mála og læra spænsku.
Adios !!!!

Thursday, January 12, 2006

að koma til bandaríkjanna!!!

Jæja allir, þá er ég komin hingað til Texas..og vá hvað allt er miklu miklu öðruvísi hér en heima. Allt svo ótrúlega stórt eitthvað...það er ekki hægt að hoppa uppí strætó og fara niðrí bæ. Eða jú það er að vísu hægt nema bara helvítis strætó kemur ekki nema á eins og hálf tíma fresti. og það er víst alveg bannað að fara til mexíkó bæjarins Nuevo Laredo og meira segja segir fólk að það sé hættulegt niðri bæ hérna í Laredo. jú þarna í Nuevo L eru bara dópsalar og byssu bardagar alla daga alltaf einhver drepin dag hvern. Allavega Þá var viðsvarið frá öllum hér, nooo ju don wana go deeer, daas dangerous. Jamm þokkalega svo var mér líka ráðlagt að vingast við einhverja local nemendur sem eiga bíl, svo eg komist eitthvað,gæjin sem sér um skiptinemana sagði það..(ógeðslega fyndinn gæji sem heitir david vermiyalla eða eitthvað en allir kalla hann mr V já Mr V er rosa gúddí gæji segir hot dang og gaddarn it, jamms og slær sona loft hnefa. Eini skiptinema vinur minn er frá Hong Kong lítil stelpa sem heitir yang og minnir mig rosa mikið á noodle úr gorillaz hún er fyndin svo er einn franskur gæji en hann er í hlírabolum með skegg og keðjur um hálsinn og úlnliðina, ekki finnst mér það vita á gott, þótt ég sé að halda afar opnum huga í garð allra hér og allt það.
Það var sona skiptinema dagur í gær og við sátum í 3 tíma og hlustuðum á landamæraverðina sem voru allir með yfirvaraskegg og bumbur nema ein kona sem hét sargent Carranco sem mér finnst vera kúl nafn. Þetta var líka kúl kelling hún leit var sona ömmuleg nema bara hún var einhver head honcho og ræður öllu yfir öllu þarna á landamærunum. Já og svo þurftum við að gera einhverja þraut með einhverjum brotum og ég var ekkert voða mikið að taka þátt því gæjin sem var mest í þessu og er frá barbados eða eitthvað gleymdi að lesa bæklingin sem við fengum sendann um personal hygine því það var svaka svitafýla af honum. Já og Mr V var ekkert rosa hrifin af þessu afskipta leysi mínu. Annars langar mig samt til Mexíkó. Þótt það sé víst voða daangerous. Jú ég er jú búin að kynnast einhverjum krökkum líka hér..þau eru sko öll allavega 3 árum yngri en ég. Flestir eru 19, 20. og þegar ég segi þeim hvað ég er gömul þá sega allir wooowww you look young...eða you dont look that old really girl??
Já allavega þá fór ég að spila blak með einhverjum krökkum á ganginum mínum og já hallelújah!! Ég er versti blakspilari í heiiiiminum. Nú hefði borgað sig að hlusta á krístínu grindabotnsvöðva leikfimikennarann minn. Þegar hún skammaði mig fyrir lélega blakframmistöðu hér í denn.
Já en hvern hefði grunað að ég Hanna Lind myndi einhverntíma lenda í því að vera spila blak í Texas. Jamm allavega þrátt fyrir slæma frammistöðu mína unnum við...það var sem sagt ég og svo strákur fra mexíkó sem var afar mikið í mun að vinna og svo gæji frá Íran en er skiptinemi frá Hollandi ( sem mér finst soldið krípí, sona hálf pervisin eitthvað) og svo einn lítill latino gæji og herbergisfélagi minn jumeira. Alla vega við unnum og því þurfti tap liðið að hlaupa einhvern hring í kringum kampusinn og við sátum aftan í pallbíl( sem mér fannst frekar gaman) því ég hef aldrei setið aftan í pallbíl. Jammm svo byrja tímarnir mínir á þriðjudaginn. Ég er ekki en búin að kaupa bækur því þær eru fáránlega dýrar hér miðað við hvað allt er ódýrt.
Semsagt þrátt fyrir erfiða byrjun ( mig langaði að grenja fyrst þegar ég kom) en gerði það ekki. Þá batnar þetta með hverjum deginum. Ég verð orðin rosa hress hér undir lokin, búin að mæta í tíma og skrá mig í danstíma...(var að spá í því) mexíkóskir þjóðdansar. Já og svo vil ég bara segja að Val mart er aaawwweessoomm jamm þokkalega ekki bara er hann huugess heldur líka er allt til þarna og svo er hann opinn 24 klst. Kúlíó. Við þurfum soleiðis á íslandi þokkalega. En núna er ég át farinn að sofa...þótt ég hafi ekkert að gera á morgun nema kaupa bækur af Gilbert sem vinnur í bókabúðinni. Allir hérna er heimilisfangið mitt og sími ef ykkur langar að senda mér eitthvað eða hringja í mig, eða senda mér sms.... adios amigos
Johanna lind Jonsdottir
5281 university blvd. 4111b
78041
Laredo, Tx
sími :956-2862037
ég er ekki enn búin að kaupa mynda vél svo engar myndir en ég ætla að fara að gera það...og ipod..bara svo þi vitið þa