Thursday, January 12, 2006

að koma til bandaríkjanna!!!

Jæja allir, þá er ég komin hingað til Texas..og vá hvað allt er miklu miklu öðruvísi hér en heima. Allt svo ótrúlega stórt eitthvað...það er ekki hægt að hoppa uppí strætó og fara niðrí bæ. Eða jú það er að vísu hægt nema bara helvítis strætó kemur ekki nema á eins og hálf tíma fresti. og það er víst alveg bannað að fara til mexíkó bæjarins Nuevo Laredo og meira segja segir fólk að það sé hættulegt niðri bæ hérna í Laredo. jú þarna í Nuevo L eru bara dópsalar og byssu bardagar alla daga alltaf einhver drepin dag hvern. Allavega Þá var viðsvarið frá öllum hér, nooo ju don wana go deeer, daas dangerous. Jamm þokkalega svo var mér líka ráðlagt að vingast við einhverja local nemendur sem eiga bíl, svo eg komist eitthvað,gæjin sem sér um skiptinemana sagði það..(ógeðslega fyndinn gæji sem heitir david vermiyalla eða eitthvað en allir kalla hann mr V já Mr V er rosa gúddí gæji segir hot dang og gaddarn it, jamms og slær sona loft hnefa. Eini skiptinema vinur minn er frá Hong Kong lítil stelpa sem heitir yang og minnir mig rosa mikið á noodle úr gorillaz hún er fyndin svo er einn franskur gæji en hann er í hlírabolum með skegg og keðjur um hálsinn og úlnliðina, ekki finnst mér það vita á gott, þótt ég sé að halda afar opnum huga í garð allra hér og allt það.
Það var sona skiptinema dagur í gær og við sátum í 3 tíma og hlustuðum á landamæraverðina sem voru allir með yfirvaraskegg og bumbur nema ein kona sem hét sargent Carranco sem mér finnst vera kúl nafn. Þetta var líka kúl kelling hún leit var sona ömmuleg nema bara hún var einhver head honcho og ræður öllu yfir öllu þarna á landamærunum. Já og svo þurftum við að gera einhverja þraut með einhverjum brotum og ég var ekkert voða mikið að taka þátt því gæjin sem var mest í þessu og er frá barbados eða eitthvað gleymdi að lesa bæklingin sem við fengum sendann um personal hygine því það var svaka svitafýla af honum. Já og Mr V var ekkert rosa hrifin af þessu afskipta leysi mínu. Annars langar mig samt til Mexíkó. Þótt það sé víst voða daangerous. Jú ég er jú búin að kynnast einhverjum krökkum líka hér..þau eru sko öll allavega 3 árum yngri en ég. Flestir eru 19, 20. og þegar ég segi þeim hvað ég er gömul þá sega allir wooowww you look young...eða you dont look that old really girl??
Já allavega þá fór ég að spila blak með einhverjum krökkum á ganginum mínum og já hallelújah!! Ég er versti blakspilari í heiiiiminum. Nú hefði borgað sig að hlusta á krístínu grindabotnsvöðva leikfimikennarann minn. Þegar hún skammaði mig fyrir lélega blakframmistöðu hér í denn.
Já en hvern hefði grunað að ég Hanna Lind myndi einhverntíma lenda í því að vera spila blak í Texas. Jamm allavega þrátt fyrir slæma frammistöðu mína unnum við...það var sem sagt ég og svo strákur fra mexíkó sem var afar mikið í mun að vinna og svo gæji frá Íran en er skiptinemi frá Hollandi ( sem mér finst soldið krípí, sona hálf pervisin eitthvað) og svo einn lítill latino gæji og herbergisfélagi minn jumeira. Alla vega við unnum og því þurfti tap liðið að hlaupa einhvern hring í kringum kampusinn og við sátum aftan í pallbíl( sem mér fannst frekar gaman) því ég hef aldrei setið aftan í pallbíl. Jammm svo byrja tímarnir mínir á þriðjudaginn. Ég er ekki en búin að kaupa bækur því þær eru fáránlega dýrar hér miðað við hvað allt er ódýrt.
Semsagt þrátt fyrir erfiða byrjun ( mig langaði að grenja fyrst þegar ég kom) en gerði það ekki. Þá batnar þetta með hverjum deginum. Ég verð orðin rosa hress hér undir lokin, búin að mæta í tíma og skrá mig í danstíma...(var að spá í því) mexíkóskir þjóðdansar. Já og svo vil ég bara segja að Val mart er aaawwweessoomm jamm þokkalega ekki bara er hann huugess heldur líka er allt til þarna og svo er hann opinn 24 klst. Kúlíó. Við þurfum soleiðis á íslandi þokkalega. En núna er ég át farinn að sofa...þótt ég hafi ekkert að gera á morgun nema kaupa bækur af Gilbert sem vinnur í bókabúðinni. Allir hérna er heimilisfangið mitt og sími ef ykkur langar að senda mér eitthvað eða hringja í mig, eða senda mér sms.... adios amigos
Johanna lind Jonsdottir
5281 university blvd. 4111b
78041
Laredo, Tx
sími :956-2862037
ég er ekki enn búin að kaupa mynda vél svo engar myndir en ég ætla að fara að gera það...og ipod..bara svo þi vitið þa

4 comments:

Laufey said...

EKKI FARA EIN TIL MEXÍKÓ!!

Bobby Breidholt said...

Jú, jú! Skelltu þér! Drekktu tekíla sem var bruggað í baðkari. Láttu tattúvera þig með gítarstrengs-nál og kúlupennableki. Las Putas! Los Lobos! Familioso peligroso! Ayayay!

Ég mun fylgjast spenntur með blókinu þínu. Bið að heilsa sgt. Carranco.

Bob

Laufey said...

YAHOO!!! Hanna í þrusustuði... Kúlness!!!

Lovísa said...

Hanna!!!
Blak á göngum, Sgt. Carranco, Gorillaz stelpan.. vá!
og 24 hour open mall er einhvað sem vantar hér. Látum Laufey the Rekstrafræðing sjá um að koma því í gang.