Sunday, January 15, 2006

Vika viika vika hér í USA












Jæja þá er ég búin að vera viku í bandaríkjunum, og jú ég veit ekki alveg hvað skal segja. Ég fór niðrí bæ sem sagt í Laredo og þetta var alveg eins og maður væri í Mexíkó, ég var ekki búin að kaupa myndavélina mína svo ég tók engar myndir...þarna voru samt gamlir mexíkóa karlar með kúreka hatta í gallabuxum og með sona um hálsin úr silfri með leðurreimar hangandi. Og fullt af búðum sem litu út eins og þær væru frá 86’ eða eitthvað. Ég var frekar pirruð að vera ekki með myndavélina. Svo sáum við landamærin að mexíkó fullt af bílum í röð að komast yfir Rio Grande. Já ég fór semsagt með Rodrigo sem er lítill Mexíkóskur strákur sem lítur út fyrir að vera 16 ára.. en er 19,og klæðir sig í sona herra föt sem eru svolítið stór á hann, hann ætlar að verða bissness kall í new york þegar hann hættir í skóla, selene sem virðist vera meika gelgjuna í krökkunum hérna verr en ég. Og svo Aliraza sem er gæjin frá Íran.... og mér finnst vera hálf ógeðslegur, ég hélt hann væri sona þrjátíu og eitthvað en hann er bara einu ári eldri en ég. Og oj oj oj hvernig hann talar og labbar og svipurinn á honum alltaf eeeuuuwww. Já ég er meistari í að láta fólk fara í taugarnar á mér. Hann virðist ekki pirra neinn annan hér svo ég verð víst að halda kjafti. Vó það er samt svo mikið drama hérna alltaf í gangi á milli þessara krakka. Bara ef maður situr við matarborðið er fólk að segja “ yeah i kinda ignored jessy cus im not talking to allie, but like jessy was all like hey and i was like yeah whatever i know whos side your on...so like never mind. Þetta gerist næstum því í hvert einasta skipti að einhver er ekki talandi við einhvern eða einhver í fýlu útí einhvern... þetta er rosalegt. Já svo labbar eingin aldrei neitt. Þau keyra útí matstofu sem er 5 mínútur frá herbergjunum. Nýja uppáhalds stelpan mín sem heitir Leanna og talar enga spænsku, var samferða okkur útí matstofu í dag...og hún var alveg yeah i dont walk. Thats it...i just dont..i mean you dont walk shit in these heals.. im serious were taking the car. Cus I DONT WALK!
Svo í gær, sátum við inni stofunni og Leanna stelpan fer að spyrja mig hvaðan ég sé og eitthvað....og svo segi ég henni hvað ég er gömul og þá öskrar hún : “ you’re fucking kidding me? You look like you’re 13, doesn’t she look like she’s 13. Svo fóru þau öll að tala eins og ég væri ekki í herberginu.. yeah i thought she was a minor....yeah i though she was like our age...( 18,19) yeah... svo segir Leanna sem var fyrst að spyrja mig. “ yeah i think shes cute...isnt she cute.. yeah shes really cute, i think she is, yeah me too, samsintu þau öll. Mér til mikillar gleði.
Reyndar ekki misskilja mig, ég er ekkert móðguð eða neitt, mér fannst þetta rosa fyndið og var eiginlega hlæjandi allann tímann á meðan þau voru að tala um þetta. Því þessar stelpur litu allar út fyrir að vera svona svipað gamlar og ég( flestar allavega). Kannski ekki strákarnir sem voru allir rosa litlir í hettupeysum að segja kúkabrandara með sona latínó hreim. Ofsa krúttlegt. Já allaveganna Leanna, aðal gella, kommentaði aftur á hvað ég væri krúttleg, við matarborðið í dag þegar einn strákur spurði mig hvort ég væri grænmetisæta, og ég sagði nei mér finnast bara pulsur ekki góðar... þá var hún alveg aaaawwwww isn’t she cuuuteee i think shes soooo cute. Já hey ég er sko í sama herbergi og þú, ef þú skildir ekki vita það og heyri allt sem þú segir, svo er ég fokkings 5 árum eldri en þú svo hættu að tala um mig eins og ég sé 12 ára. nei, nei reyndar finnst mér þetta soldið fyndið, því þessi stelpa lítur út eins og hún sé sona 25 ára bar þjónn á Glaumbar hress og með gráðu frá no-name eða eitthvað.
En já svo ákváðum ég og Selene sem er frá mexikó en er jafn gömul og ég , að labba niðrí bæ í verslun sem heitir mike’s western clothing og ég ætlaði að kaupa mér kúrekaskyrtu og kannski stígvél. Nema bara þegar við vorum búnar að labba í 3 tíma og ekki enn komnar þangað, ákváðum við að það væri of langt og snérum við (ég tók myndir á leiðinni sem eru hér meðfylgjandi, fyrsta myndin er af heimavistinni ég á heima á neðstu hæð lengst til vinstri í húsinu lengst til hægri, svo eru líka myndir af herberginu mínu og herbergisfélaga mínum Jumeira og svo Selene). Jæja ég hef samt ekki gefið upp vonina að komast til Mike’s að kaupa mér skyrtu ... ó nei ég skal fá skyrtu hvað sem það kostar. Og þótt ég þurfi að fara með Aliraza sem ætlar að fá sér kúrakahatt, þá læt ég mig hafa það, eða fæ lánað hjól og barasta hjóla þangað. Allavega þá er ég búin að fá slidesjó frá Rodigo litla af myndum af mexíkó og er að drekka corona öl í herberginu mínu. Gasalega hress. Á morgun er Marthin Luther King day svo það er frí. Og mann má sofa út. Hlakka til að byrja í tímum og gera eitthvað ganglegt eins og að mála og læra spænsku.
Adios !!!!

2 comments:

Lovísa said...

hanna þú verður að kaupa þér Stardust Motel outfit því við erum að verða frægar, hér og þar... jafnvel allstaðar. Hver veit? allavegna ef maður á fötin, þá á maður það.

Anonymous said...

vá hvað er fallegt þarna,meira meira!