Wednesday, February 25, 2009

Enginn titill

Í dag langar mig heim í mömmufaðm. Það verður frí í vinnuni í 2 vikur útaf því að súperviserinn minn Jessica er farinn til Afríku að heimsækja vin sinn. Svo kemur springbrake og þá verð ég að vera í vinnuni því ég má ekki missa meira úr því ég verð að vera með 340 vinnustundir í lok annar, því ég get ekkert unnið mér inn neinar einingar um sumarið,úff. Hlakka ógeðslega til sumarsins.
Núna er alltaf að dreyma einvherja rosalega flippaða drauma, dreymdi að ég væri orðin gjaldþrota og sat grenjandi á kolli á meðan mamma klippti öll kortin mín með risa skærum og sagði að ég hefði ekki átt að vera svona gráðug HAHHA og ég man ég hugsaði bara óó nei hverngi kaupi ég nú miðann minn heim,... fyndið.

Um daginn öskraði einhver skrýtinn kall á mig og GLoriu "hei baby...I like your legs...(við sögðum ekkert, vorum að bíða eftir grænu ljósi)...Im imagining them with out the pants on yeeahhh" hann var afar huggulegur í eitís skíðaúlpu renndri niður í 10 stiga frosti með tjásulegt yfirvaraskegg og græna regnhlíf.

Annars held ég að Nýsjálenska stelpan í bekknum þoli mig ekki fyrir misskilning, hún bauð mér í leirpartí (við áttum að gera leirverkefni og engin fattaði leiðbeiningarnar). Ég fór til hennar en enginn svaraði á bjölluni og nágrannakellinginn varð mjög pirruð þegar ég var alltaf að dingla á bjölluni hennar svo á endanum fór ég bara heim nennti ekki að standa þarna fyrir utan lengur eins og fáviti.Allavega á var hún mjög vinaleg þegar hún bauð mér í boðið sagðist eiga íslenska vinkonu í NY og eitthvað bladíbla en eftir þetta yrðir hún ekki á mig. Ég fór aldrei og kvartaði yfir að hafa staðið á gangstéttini í góða stund því mér fannst það svo halló, og núna er þetta orðið allt of langt síðan..jæja ég og Emily Day verðum víst aldrei vinkonur.
Ætla kaupa flugmiðann minn áður enn það verður um seinann
og E.S.
Takk kærlega!! amma Helga og Begga fyrir Kortin og allt XOXO
og líka til hamingju með afmælið Elisabet Þórisdóttir Megi þriðja aldursárið verða þér til lukku!

Saturday, February 21, 2009

veikindi og safn!



Þá er ég víst bara veik í fyrsta skipti í hundrað ár stíflað nef hósti og höfuðverkur. Ég fór í vinnuna og skólann á fimmtudaginn sem fór víst alveg með mig. Kyle smitaðist náttúrulega strax af kvefinu og þar með höfum við bæði verið hér veik. Við fórum samt í Natural history museum í gær sem er held ég flottasta safn sem ég hef séð um ævina. Ég hef aldrei áður séð risaeðlubein eða vax neandrethals mann og allt þarna inni er rosalega flott. Við fórum líka á geim bíómynd sem var í svona dome maður horfði upp í loftið. Ég var líka hrifin af því. Annars er ég ánægð í vinnuni ég var búin að kvíða því svo mikið að hitta gæjana eftir að ég var eins og dópisti í tollinum þegar ég hitti fyrsta strákinn. Eeeenn það er víst eins og þau segja að æfingin skapar meistarann og það gekk mun betur með hina 2. Ég er meira að segja búin að hafa list þerapíu tíma með einum …þessum sem ég hitti fyrst og það gekk bara vel. Þeir eru allir mjög frábrugðnir hver öðrum þessir drengir. Þessi yngsti er eiginlega fyndnastur hann er 16 ára og reykir ekki og drekkur ekki og tekur ekki dóp. Vildi endilega koma því á hreint að hann þyrfti ekki counselling heldur væri hann bara þarna útaf case managerinn hans sagði að það væri góð hugmynd. Hann er annars varaforseti í crew af fullt af krökkum sem skeita og dansa og eru módel og hönnuðir. Hahaha æj hann er voða dúlla fyrimyndin hans er Pharrell williams.
Ég á annars eftir að hafa nægann tíma til að læra því Jessica er farin til Afriku að hitta vin sinn í tvær vikur það verður ágætt svo eftir það kemur spring brake og ég er alvarlega að hugsa um að fara til Kanada með Gloriu. Kyle greyið verður að vera eftir í skólanum svo hann kemur ekki með ef við förum. Ekki víst bara hugmynd samt en vonandi drýfum við okkur.

Hér eru annars myndir af safninu








Kyle og fjarskyldur ættingi:











Monday, February 09, 2009

SNL

Var að gera grín að Íslandi, góð Björk í gangi þarna..þessi kona er skemmtilegust í SNL.

Sunday, February 08, 2009

Hanna þerapisti

Þá er ég víst komin með mína eigin skrifstofu í vinnuni. Magnað fyrsta skipti á ævi minni. Mega spennt yfir síma og skrifborði og mínu eigin öllu, einnig er ég komin með 3 nýja skjólstæðinga, drengir allt. Þá er ég kvíðin og spennt að byrja að hitta þá sem art þerapisti. Fyrsti gæjinn sem ég átti að fá var hætt við vegna case managerins hans en henni leist víst eitthvað illa á að nemi fengi hann. Jessica var fyrst alveg rosalega reið en svo var þetta víst bara fyrir bestu því drengurinn vill víst ekkert gera og ekkert segja þegar hann mætir í session.
Þannig hér sit ég það er ógeðslega kallt úti kyle er með svefntruflannir og talar uppúr svefni. Í gærnótt vakti hann mig og spurði mig hvort ég ætlaði að halda áfram að sofa með hendurnar svona og hann leyfði mér ekki að sofna aftur fyrr en ég svaraði honum. Hann var með opin augun og allt… ég varð frekar pirruð og hann móðgaðist eitthvað…en svo þegar ég spurði hann hvað hann hefði eiginlega verið að pæla þá mundi hann ekkert. Var bara sofandi. Merkilegt ég verð að rannsaka svefntruflannir og slíkt. Annars er ég að fara að hitta fyrstu gæjana mína á mánudaginn. Er að fara að verða alvöru þerapisti með viðskiptavini eða þannig. Man ég er alveg rosa kvíðin eiginlega, hvað ef ég veit bara ekkert hvað ég á að segja…hæ ég er svo leiður því líf mitt er ömurlegt…aahh já einmitt..???? veit ekkert hvað ég á að segja. Svo eru alskonar kenningar og fræði bakvið allt. Stundum finnst mér eins og allt sé of útpælt og að það eigi að vera meingin bak við allt og brún málning sé alltaf kúkur og hitt og þetta séu reðurtákn og brjóst. Jesús ég er ekkert sammála því ein stelpa bennti á að henni findist brúnt alltaf frekar vera tenging við mold og náttúru, en nei þá bara er hún hrifin af mold því hún er svo obsessed af kúk..soldið fáránlegt finnst mér. Enda er ég ekkert sammála öllu sem þessi kennari er að segja. Mér finnst hún pínu böggandi. Hún vinnur með krökkum og kennir okkur barna listmeðferð og hún talar við alla eins og þeir séu 7 ára og hún er feit og með skræka rödd. Ég meika hana ekkert endilega. Uppáhalds kennarinn minn heitir Ikuko og er frá Japan hún var að tala um hvað það væri hörmulegt þegar ríkar kellingar á Manhattan koma og kaupa verk fólks sem gerð verkin uppúr eymd sinni og vanlíðan og hvað þessar kellingar vita ekki rassgat. Ikuko hlustar líka á það sem nemendur hennar segja án þess að finna sig knúna til að hafa alltaf mótsvar. En jæja ég er víst bara pirruð á þessari kellingu sem kennir barna AT.
Ég fékk skóla styrk fyrir tilstylli Ikuko sem ég er mega ánægð með svo ég og kyle fórum útað borða á mega fínum veitinga stað niðrá Manhattan. Sem var gaman, annars ætlum við að fara að fara meira á söfn, ég nenni mest lítið að vera á börunum hérna maður þarf að tippsa alla hægri vinstri allir vilja tipps. Ég kann ekkert á tipps menninguna og svo finnst mér pirrandi að þurfa alltaf að vera borga liði fyrir að vinna vinnuna sína, mér finnst að það eigi ekki að vera mitt hlutverk að borga fólki heldur vinnuveitandanum. Ef það er eitthvað við NY sem ég þoli ekki þá er það þessi óþolandi tipps menning. En já jæja..best að fara að læra svo ég sé ekki eins og fáviti á þriðjudaginn.

Ég eldhress á nýju skrifstofuni