Wednesday, February 25, 2009

Enginn titill

Í dag langar mig heim í mömmufaðm. Það verður frí í vinnuni í 2 vikur útaf því að súperviserinn minn Jessica er farinn til Afríku að heimsækja vin sinn. Svo kemur springbrake og þá verð ég að vera í vinnuni því ég má ekki missa meira úr því ég verð að vera með 340 vinnustundir í lok annar, því ég get ekkert unnið mér inn neinar einingar um sumarið,úff. Hlakka ógeðslega til sumarsins.
Núna er alltaf að dreyma einvherja rosalega flippaða drauma, dreymdi að ég væri orðin gjaldþrota og sat grenjandi á kolli á meðan mamma klippti öll kortin mín með risa skærum og sagði að ég hefði ekki átt að vera svona gráðug HAHHA og ég man ég hugsaði bara óó nei hverngi kaupi ég nú miðann minn heim,... fyndið.

Um daginn öskraði einhver skrýtinn kall á mig og GLoriu "hei baby...I like your legs...(við sögðum ekkert, vorum að bíða eftir grænu ljósi)...Im imagining them with out the pants on yeeahhh" hann var afar huggulegur í eitís skíðaúlpu renndri niður í 10 stiga frosti með tjásulegt yfirvaraskegg og græna regnhlíf.

Annars held ég að Nýsjálenska stelpan í bekknum þoli mig ekki fyrir misskilning, hún bauð mér í leirpartí (við áttum að gera leirverkefni og engin fattaði leiðbeiningarnar). Ég fór til hennar en enginn svaraði á bjölluni og nágrannakellinginn varð mjög pirruð þegar ég var alltaf að dingla á bjölluni hennar svo á endanum fór ég bara heim nennti ekki að standa þarna fyrir utan lengur eins og fáviti.Allavega á var hún mjög vinaleg þegar hún bauð mér í boðið sagðist eiga íslenska vinkonu í NY og eitthvað bladíbla en eftir þetta yrðir hún ekki á mig. Ég fór aldrei og kvartaði yfir að hafa staðið á gangstéttini í góða stund því mér fannst það svo halló, og núna er þetta orðið allt of langt síðan..jæja ég og Emily Day verðum víst aldrei vinkonur.
Ætla kaupa flugmiðann minn áður enn það verður um seinann
og E.S.
Takk kærlega!! amma Helga og Begga fyrir Kortin og allt XOXO
og líka til hamingju með afmælið Elisabet Þórisdóttir Megi þriðja aldursárið verða þér til lukku!

3 comments:

Anonymous said...

Mig dreymdi einmitt ykkur systurnar (sorry Halla en þú varst samt ekki með) í nótt. Við vorum allar saman í USA að skemmta okkur vel.... ahhh good times :)
Hafðu það gott elsku frænka og sjáumst í sumar
kv. Eva

Anonymous said...

ekki dreymir mig svona skemmtilega drauma... Eva á leið í shopping spree og Hanna búin!! Kortin farin í stóru skærin!
En nú verður tíminn sko fljótur að líða fram í maí, sérstaklega þar sem þú verður að vinna svona mikið!! Vonandi nærðu að hlaða batteríin í fríinu þínu :)
kv, María
p.s. þetta er hin fínasta athygli sem þú færð á leggina þarna úti ;)

Anonymous said...

Hahaha..ég held að perrinn hafi verið að beina orðum sínum að GLoriu...ég var í svo síðri úlpu.