Saturday, September 18, 2010

Komin aftur

Og lenti í fellibyl í vikuni, ég fór í sakleysi mínu í labbitúr útí garðinum og allann tímann var ég að hugsa að það væri að fara að rigna, var svona grámyglulegt og þungbúið. Svo ég ákveð að drífa mig heim áður en demban kæmi þegar ég fer að heyra þrumur í fjarska. Nema ég bara þurfti að stoppa í búð og kaupa brauð áður en ég fór heim, búðin er sko í svona 500 metra fjarlægð frá íbúðinni okkar, en þegar ég er að borga er skollin á þessi líka rooosalega demba, það er svartamyrkur úti og fólkið í búðini er að tala um veðrið. Ég aftur á móti hugsa mig ekki tvisar um og hoppa beint út því það tekur svona mínútu að komast heim til okkar en um leið og ég steig út sá ég eftir því, ég varð holdvota á sekúndubroti, himininn var dökkgrænn á litin og það var plastdrasl sem flaug framhjá hausnum á mér. Svo ég hélt bara niðrí mér andanum og tók á rás, sá ekki einusinni hvert ég var að fara, hljóp bara blindandi. Þetta var gasalega spennandi, það var eins og ég hefði dottið ofaní vatn þegar ég kom heim, það var bókstaflega ekki þurr þráður á mér. Við skoðuðum strax fréttirnar og þar stóð að það væri fellibylur að fara yfir Brooklyn og Queens, þetta stóð yfir í svona 3 mínútur, akkúrat mínúturnar sem ég var að labba heim úr búðini. Það dó víst ein kona í fellibylnum mikla en tré féll á bílinn hennar. Annars heyrði ég um annað frík slys sem gerðist hérna fyrir utan. Stelpa sem var í heimsókn í Bkl var að hjóla hérna í hverfinu þegar önnur stelpa opnar bílhurðina sína útí umferðina og hún hjólar beint á opna hurðina, steypist fram fyrir sig beint fyrir strætó og hausin á henni lenti undir hjólinu á strætó, hún var held ég bara 23 eða eitthvað. Hrikalegt, þetta eru nú rökin hans Kyle fyrir því að fá sér ekki hjól og hjóla í skólann. Jæja jú, svona er þetta.
NÚÚÚJOOORRKK