Monday, November 22, 2010

Brooklyn og ég

Nú er ég að fara að koma heim á ný, jafnvel farin að hlakka til, jólin að koma og svona, en dagarnir hér hafa liðið furðu hratt. Ég hef mest bara verið að mála og teikna sem er alls ekki slæmt. Fór tvisvar út að selja seldi 3 í fyrra skiptið en ekkert þegar ég fór þar sem ríka fólkið er, þeim fannst dótið mitt víst of dýrt. Furðulegt að fólk í nærbuxum sem kosta meira en leigan mín tými ekki 30 dollurum fyrir mynd, fríks segi ég nú bara. Fólkið sem selur í Soho var samt voða næs sagði okkur frá lögguni og hvað það er mikið verið að bögga fólk sem er þarna. Ég sá fyrir mér að innflytjenda löggan kæmi og snéri mig niður í jörðina með hnéið á bakinu á mér og handjárnaði mig. Ekkert slíkt átti sér stað, við sáum ekki einu sinni eina löggu svo...
Annars hefur veðrið verið mjög fríkí rosa heitt og svo rosa kalt, t.d hefur verið tæplega frostmark undanfarna daga en á morgun á að vera 17 stiga hiti. mjög skrýtið ég við frekar fyrirsjáanleika ekki fara út í úlpu og vera með svita poll á bakinu allann daginn því það er næstum 20 sriga hiti. Jæja ég á ekki mikið af myndum því ég tek aldrei myndir en hér eru nokkrar sem eg tók um daginn í garðinum og af Jónínu og Bjössa, engar af Helgu og Þóri því þau voru svo dugleg að taka myndir og ég er enn og aftur svo mjög ódugleg að taka myndir..svo já hér eru haustmyndirnar góðu