Tuesday, August 26, 2008

Loksins loksins fór ég til new york

Jæja þá er ég loksins komin til New York og það er búið að vera alveg ógeeeðslega heitt hérna. Við erum búin að labba borgina þvera og endlanga held ég. Fyrstu dagana var ég með blöðrur útum allt á fótunum vegna óráðlegs skófatnaðar fyrsta daginn.

Við búum semsagt í Clinton Hill í Brooklyn hjá stúlku sem heitir Tanda. Töndu finnst rosalega gott að hafa vel hlýtt inni hjá sér og opnar bara gluggann til að kæla. Mér aftur á móti (og kyle) er óóógeðslega heitt hérna við köllum herbergið kyndiklefann þetta er ekkert grín ég svitna bara á að standa kjurr, plús að þetta er á efstu hæð svo það er extra heitt alltaf hérna.

Skólinn minn virkar annars fínn svo mikið sem ég hef séð af honum tímarnir byrja ekki fyrr en einvhern tíma í næstu viku held ég, ég er búin að fara í 2 viðtöl vegna lærlingsstöðu og leist mun betur á það fyrra sem er að vinna með innflytjenda börnum í skóla með öðrum art therapistum. Seinna viðtalið var á einhverjum ghetto spítala þar sem enginn vissi neitt og það tók mig hálftíma bara að finna konuna sem ég áttti að hitta. Svo fannst mér hún líka bara pínu skrýtin æ svo þoli ég ekki svona spurningar eins og "how would you describe your personality" og "hverjir eru kostir þínir og gallar" bladíblabla.

en já við erum líka komin með íbúð hún er á 557 Putnam ave brooklyn NY. Þetta hverfi á að hafa verið rosa ghetto í gamla daga og hlutar af því eru það ennþá, en gatan sem við búum á er bara 5 mín frá subwayinu og virkaði mjög róleg ekkert nema kirkjur og krakkar þarna svo er þetta líka ódýrt. Annars eiga everybody hates chris þættirnir að gerast þarna því chris Rock ólst þarna upp ásaamt Spike Lee, Mos def, Lil Kim og Biggie Smalls svo nokkrir séu nefndir...þetta er semsagt african american hverfi, the cultural center of african americans. Við sjáum bara til ef þetta er eitthvað ghettofied þá flytjum við bara. Annars er konan sem leigir okkur lögga þannig það ætti enginn að brjótast inn til okkar hún virkar frekar reffileg sona stór um sig kyle kallar hana big black, hann er svo sniðugur.
Jæja við fórum annars í bíó í gær og sáum Pineapple express, hún var fyndin en á undann myndini var spiluð einhver rosalegasta auglýsing sem ég hef séð, þetta var sona drafting í herinn. Kid Rock að syngja eitthver þjóðernis rosalegheit THEY CALL ME WAAARRIOORRR THEY CALL ME A PATRIOT. Kyle sagðist skammast sín þegar hann sæi sona. Ég læt þetta fylgja þessari færslu því þetta var svo svakalegt. en jæja hér eru einhverjar myndir af hundrað mílna göngu minni og kyles um borgina sem ég læt einnig fylgja,
gleði kveðjur frá njeú djork.












href="https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhAH00CkVtDq-DL41mPADUVGdm4AqVPicGfn56PEZ19-ZFMte8z5dSH5fdXxA2UeLqXXTtntwbbvv8vxxfTqbj0e54mUsPU3luF7X4Tb8jg7XR7eld4MNm4ZhQXDV_WKopyiNvSew/s1600-h/DSCN1423.JPG">