Monday, December 11, 2006

Einusinni...

var Hanna svo gráðug að hún hámaði í sig karamellu með bréfi..og tók ekki eftir því fyrr en í munnin var komið og tuggið hún hafði af gríð og erg. svo drakk hún nookkra lítra af aspartam gosi og orkudrykkjum. svo minntist hún hins farsæla hr Háms



Monday, November 20, 2006

ég skil bara ekki

af hverju þurfa öll hús á íslandi að vera kubbslaga? er bara eitt sona arkitekta konsensus þar sem eru óskrifuð lög að bannað sé að byggja eða teikna hús sem eru smá rómó og krúttleg? ég meina kommon, þarf þetta algerlega að vera futuristic legotown reykjavík útí eitt, rífum ljótu gömlu tré húsin og byggjum ný sem eru kubbslaga og falleg? thjaa mann spyr sig, ég er bara komin með nóg þegar kubbarnir eru farnir að gera innrás í hverfið mitt, þar sem eru ekkert nema eldgömul dúlluhús og svo bara BAMMM kuuubbaarrr beint smakk við hliðina á mér. oj
eníveis þá er ég farin að sættast við kuldan líka svo ég er ekkert í fýlu útí hann lengur þar sem komin er snór. sem ég festist reyndar í í gær á bíl en svona er lífið bara, stundum festist maður á bílnum.
einnig sá ég sufjan stevens á föstudaginn og mikið var það fallegt ossalega rómó og kósí stund sem við sufjan áttum saman, þetta varnú bara vandræðalegt hann glápti svo mikið á mig..ég var alveg kommon nigga please take a picture it lasts longer.. hahahahahaaaaaa já..sona er þetta bara.
nú ætla ég að fara og halda áfram að fá hægfara taugaáfall útaf aðgerða leysi mínu við nám og lestur píííísátt

Thursday, August 31, 2006

ég otla að pompa blogginu minu aftur upp



fo tha fun of it yeahh.. ég er líka í flórída og það er ameríka svo mig langar að segja frá flórída. Hér er feitara fólk en í texas.. hvern hefði grunað að það væri einusinni hægt. Já ég sá sona konu í hjólastól af því hún var svo gasalega feit. þá fór ég að segja samferðalöngum mínum sögur af því að feitt fólk myglar í fellingunum og þarf að nota sona púður og læti til að ekki safnist mygla. Þar var ég stoppuð af því systur minni var svo óglatt. Allavega já þá er ég á leið á Dolly Partons dixies Stampede sem er sona dinner and a show. Strúta hlaup og hestar og svína kapphlaup og læti endar á lagi sem Dolly samdi sérstaklega fyrir sýninguna. Að vísu ekki performað af henni sjálfri en samt..hún hafði þessa sýningu og fólk eins og mig sérstaklega í huga þegar hún samdi það svo ég er sátt. Ooooog besta er enn eftir..jámm rúsínan í pylsuendanum eeeeerr að við fáum drykkina okkar í krukkum hahahah jám hillybilly style..amazingness þokkalega. Ég er gasalega spennt. ég er nebblega algerlega blönk og heltönnuð á því hérna svo ég er bara hanging around.. það rigndi eins og hellt væri úr fötu hér í dag ég hef aldrei á ævi minni séð annað eins. við sátum inni og horfðum á auglýsingar þar á meðal wood auglysingu eða male enhancement og allskonar furðulegar kosninga auglýsingar. ég hélt til dæmis að verið væri að auglýsa the oposite þegar í raun var verið að mæla með að fólk kysi hinn gæjan..sko..það kom sona dominic mulhanagan (eða eitthvað) donates money to amnesty chris crest does not D M supports gay union C C does not D M is pro choice. C C is pro life.. ég sat hér í sakleysi mínu og hélt að þetta væri auglýsing fyrir gæðablóðið Dominic Mulhanagan en nei niennei þá var það chris Crest bara sem var að auglýsa. ha sona er þetta. já og svo er ég komin með alla sona countdown lista á Vh1 á hreinu worst outfits og scandals og hairdoos og brakeups..og allt allt á hreinu.
eniveiiss já..þarf að fara setja á mig varalit og naglalakk fyrir dolly leiters amigos..sé ykkur öll á sunnudaginn hress og gasalega kát

Sunday, June 25, 2006


Saturday, April 29, 2006

HANZEL VANN!!!!! enda bar hún af

Jæja ég vann stúdenta sýninguna... ekki slæmt það, best in show hell yeah. Þótt þeir hafi skrifað nafnið minn Johanna Uind Jornsdortir eða eitthvað, kannski að athuga skriftina mína fyrir vitlausa kanann. Ég er kannski jafnvel búin að selja. Lista bygginga ritarinn vildi koma mér í samband við einhverja kellu sem vanntar verk inná skrifstofuna sína. Þegar hún heyrði að ég væri ekki art major fékk ég ræðu um brostna dansara drauma hennar sem hún fylgdi ekki eftir á yngri árum.. hún leit brosandi vandræðalega niður eftir sjálfri sér og sagði "well i was in much better shape then but its my passion and i believe that a butterfly is born to fly and when a person is born to dance shes born to dance" æ æ já en semsatt þá var hún líka voða skotin í verkinu minu. Mér til mikillar ánægju. Ég sætti mig samt ekki við neinn smá aur. þetta er gasalega fínt verk sem listagagnrýnandinn ( sem kom bara á opnunina til að hitta mig...jiminn ég veit) allavega hún sagði að það væri " very compelling" . Þannig ef ´ég fæ´ekki fínt verð dröslast ég með það í flugvélina sama hvað. Ég fékk samt hundrað dollara. sem er kannski ekki mikið en nóg til að kaupa lífrænt granóla og bjór. því ef það er ekki lífrænt þá fer það ekki innfyrir mínar varir.. yyeeyyahhaaa ég er að snobba hér seinustu vikurnar. og ef einhver ætlar að fara að tala um það að bjór sé ekki lífrænn then i beg to difer mon ami. það eru engin rotvarnar efni í bjór nema alkúul svo...save it.. allavega. Próf á næsta leiti og meiri hiti. Ykkur að segja hef ég bara verið að taka því rólega glápandi á desperate housewifes sem er bara eins og motha crack rock get ég sagt. já..ég get ekki hætt að glápa, nó djók. allavega leiters amigos... hafiði það gott í pjásu 13 stiga hitanum ykkar... og taliði við mig þegar þið eruð tilbúin til að slást í hóp með mér í 47 stiga hita..yeeeyyyhahhhaaaahhh.

Wednesday, April 26, 2006

Ekki er gott að láta bíta sig





Já muhhuu. jevla flugurnar hér eru bara feasting on me!! ég fékk 5 bit á vinstir löpp og 3 á sama fercentimetranum a hægri. Svo fékk ég eitt á neðra bakið og annað aftan á hendina. já ég vaknaði í svitakófi á laugardagsnóttina klórandi sem vitlaus manneskja væri. OG fyrir þær örskömmu vellíðar klórsekúndur þjáðist ég nottlega sem aldrei fyrr því upp blossuðu bitin.. og ég sver það ég var bólgin daginn eftir.. big time..ÉG var sem holdveikra eða kýlaveikra sjúklingur með rauð kíli útm allt. Jámms ekki gott. annars góð helgi.. fékk frosnar margarítur og verstu þjónustu í alheiminum.. flugur í margarítunum "þjónn það er flugugengi í margarítunu minni" já no djók!og kósí bíóferð á laugardaginn, jeij spennó spennó!!! og má ég bara sejga að mér finnst fremur ógeðslegt að hella smjöri á poppkorn..ég meina..já ég veit ekki mér finnst það bara vera tilgangslaust..eníveis..bitin eru að jafna sig.. ég tók einmitt mynd af þeim við gott tækifæri að vísu eftir að bólgan hafði hjaðnað en samt ekki huggulegt. Jæja þá hef ég mest lítið meira að segja, ég er ennþá bara í tímum og forensic kennarinn minn er uppáhalds kennarinn minn. hann segir frá raðmorðingjum og hryllingssögum af miklum eldmóð..hann er sona lítill gæji í gulrótabuxum, stuttermabol og europrisskóm með smá mullet. hann er frá rhode island og mér finnst hann vera fyndinn maður,brandarakall jamm jamm. Já hann er uppáhaldskennarinn minn.
Svo langar mig aðeins að segja frá einni skrýtni konu sem er í sexuality tímum með mér..hún er sona aðeins eldri og spyr alltaf ótrúlega blunt spurninga sem eru greinilega autobiographical..og allir verða alltaf kindarlegir á svipin og flissa þegar hún spyr...Hanna flissar samt ekki ó nei. Konan má spurja og leita ráða að Hönnu mati. Já þetta er bara meira sniðugt því hún er sona soldið músarleg og grá með sona veimiltítlulega rödd. Í gær langaði hana að vita afhverju karlmönnum langar aldrei að hafa samfarir í trúboðastellingu..þetta fannst fólki afar fyndið.
Allavega, þá er bara kalt í dag.. engin sól og bara 25 stiga hiti..húrra frí frá 45 stiga hitanum.. sem gefur mér mígreni nei takk!
ok bæjó sjáumst kæra fólk síðar

Thursday, April 20, 2006

rúússibanapáskar












Ég fór í six flags á föstudaginn. og fyrir þá sem ekki vita þá er six flags tívoli með rússíbönum og það var rosalega skemmtilegt. ég fór í alla rússíbananana án nokkurs hiks. Það var bara ógeðslega heitt þennann dag.. og við þurftum að bíða í næstum klukkutíma eftir flestum ferðunum þannig við gátum ekki beint hlupið á milli bana. Uppáhalds rússíbaninn minn var samt Superman rússibaninn þar sem lappirnar digluðu. Hammmm...já..svo keyrðum við heim en stoppuðum í San Antonio til að fá okkur að borða, og ég fékk besta sesar salat í heimi. Allavega..ég hef gríðar mikið af heimalærdómi nú og svo þarfég að fara að leggja myndirnar mínar inn fyrir stúdenta sýninguna. (vonandi vinn ég þessa 100 dollaass) Sjáumst allir heima eftir 3 vikur og 2 dagaa, húúúrraaa

Thursday, April 13, 2006

Ég var að mála meira


Já nýtt málverk hér að ofan, kannski skrái ég það í stúdenta sýningu og vinn 100 dollara aldrei að vita. Annars er ekkert að ske hér svosem bara klára lokaverkefni fyrir próf, ritgerðir og leiðinlegheit. Ef allt fer að óskum fer ég í six flags á morgun sem er kreisí rússíbanagarður. Já þið heyrðuð rétt ég jóhanna lind jónsdóttir ætla í rússíbana. Allavega bara mánuður þar til ég kem heim svo..enn og aftur, SETJIÐ YKKUR Í STELLINGAR FYRIR UPPÁHALDS KONUNA YKKAR!!!

Tuesday, March 28, 2006

það er þrumuveður

og ég er súper spennt. ég heyrði þrumurnar og hljóp út eins og æstur krakki að jólatré á aðfangadag. svo átti ég rómantískan labbitúr með sjálfri mér í dembuni varð rennandi blaut innað beini og svolítið kalt en samt. þetta er rosalegt ég myndi vilja hafa sona heima. það er hlytt en samt rignir hlussudropum og þrumurnar eru geðveikar og lætin sem fylgja þeim. þær lýsa líka gjörsamlega upp allann himininn. ég er ástfanginn af þrumuveðri og hitabeltis rigningu
Hanna rómantíkannt signing out

Monday, March 27, 2006

ég var að mála

Wednesday, March 22, 2006

ÉG VAR Í STÓRBORG















































Jæja þá er ég komin “heim” frá San Fransisco. Það var ótrúlegt hvað það var gott að komast í stórborg og útúr Laredo. Ég labbaði hæstánægð útum allt og glápti ákaft á krakkfíkla og heimilisleysingja, strípibúllur og homma. Jú mér fannst ofsalega gaman. Ég gisti hjá vinum Kyle, Ashleigh og Abe. Og voru þau vænsta fólk. Abe er frá mexíkó og mér fannst hann mjög fyndinn maður einnig var unnusta hann hin besta stúlka.
En án gríns það er óóóótrúlega mikið af heimilslausu fólki þarna. Ég man ég var að labba niður aðal druslugötuna þarna sem maður þarf að labba til að komast í verslunnar götuna. Þá heyrði ég einn gæjan öskra á all sjúskaða kellu sem var eitthvað að röfla “shutchomouth you fat crackbitch” sem var soldið fyndið. En jú. Og svo bara eyddi ég pening og sá brúnna. Fór á hooters að minni eigin ósk.. það var ekki mjög vinsælt. Ég bara varð að sjá hvernig þessi staður var. Og viti menn þarna voru all american families með krakkana að gæða sér á skítaborgara á hooters. Mamman hress með spreyjaða vængja greiðslu i rullukraga peysu undir joggaranum og pabbinn nettur með handlebar yfirvaraskegg. Svo þegar michelle sem var fyrsta þjónustu-hooters-stúlkan okkar. Þurfti að fara heim, kom hún og wendy sem átti að taka við okkur og á kvittuninni var hjarta utan um upphæðina það fannst mér rosalega persónulegt og skemmtilegt touch. Jú þetta var allsaman ofsalega huggulegt og ef ég hefði verið graður kall með derhúfu og bumbu hefði ég örugglega látið taka mynd af mér með öllum hópnum en.....Allavega þá sá ég sona flesta túrista staðina. Fór til Alkatraz tók fullt af myndum þar, áhugaverður staður gaman líka að sjá borgina alla frá eyjunni. Sá brúnna og fór í labbitúr í Golden gate park og í homma hverfinu Castro. Spjallaði við hasshausa í parkinu og bað þá vel að lifa. Ótrúlegt en satt þá lenti ég í hagléli í GGP og þar neyddumst við til að leita skjóls inná karlaklóstinu og þar spjallaði ég líka við róna sem var ofsalega hress. Seinasta kvöldið mitt þarna fórum við svo öll á opnunina á einhverri artífartí fata búð sem mér og Ashleigh hafði verið boðið í fyrr í vikunni. Þar var ókeypis bar og flamengó dansari sem var voða flott. Og allir rosa fríkaðir á þvi. Og auðvitað fórum við svo á drag sýningu eftir á, það var að vísu óvart en ekki verra að sjá kellukallana sem voru svona frekar sjabbí á kantinum ef ég leyfi mér að segja. Ég lét taka mynd af mér með einum sem kyle hélt staðfastlega fram að væri kona (vegna þess að hann-hún kleip í rassinn á honum) en er samt sem áður greinilega ekki kvenkyns en leit þó einna skástur út í plastkjól-átfittinu sínu. Hann var ofsalega ánægður með myndina sem ég tók og vildi endilega sýna mömmu sinni hana sem sat hin rólegust útí horni á barnum, lítil kínversk kona með bjór. Það fannst mér fremur fyndið. Allavega flugið heim gekk vel og engar seinkannir eða vesen. Og hér sit ég nú eru bara tveir mánuðir eftir og svo kem ég heim. Eftir san fran er ég kominn með smá heimþrá en hvurslags hvurslags ég á enn eftir að fara til sanantonio og fara í waterworld og dýragarðinn þar og 6 flags skemmtigarðinn sem er víst allsvakalega skemmtilegur. Fariði annars að undirbúa heimkomu mína allir.. ég vil velkomnunnar nefnd á flugvellinum HEYRIÐI ÞAAAÐÐ!!!