Wednesday, March 22, 2006

ÉG VAR Í STÓRBORG















































Jæja þá er ég komin “heim” frá San Fransisco. Það var ótrúlegt hvað það var gott að komast í stórborg og útúr Laredo. Ég labbaði hæstánægð útum allt og glápti ákaft á krakkfíkla og heimilisleysingja, strípibúllur og homma. Jú mér fannst ofsalega gaman. Ég gisti hjá vinum Kyle, Ashleigh og Abe. Og voru þau vænsta fólk. Abe er frá mexíkó og mér fannst hann mjög fyndinn maður einnig var unnusta hann hin besta stúlka.
En án gríns það er óóóótrúlega mikið af heimilslausu fólki þarna. Ég man ég var að labba niður aðal druslugötuna þarna sem maður þarf að labba til að komast í verslunnar götuna. Þá heyrði ég einn gæjan öskra á all sjúskaða kellu sem var eitthvað að röfla “shutchomouth you fat crackbitch” sem var soldið fyndið. En jú. Og svo bara eyddi ég pening og sá brúnna. Fór á hooters að minni eigin ósk.. það var ekki mjög vinsælt. Ég bara varð að sjá hvernig þessi staður var. Og viti menn þarna voru all american families með krakkana að gæða sér á skítaborgara á hooters. Mamman hress með spreyjaða vængja greiðslu i rullukraga peysu undir joggaranum og pabbinn nettur með handlebar yfirvaraskegg. Svo þegar michelle sem var fyrsta þjónustu-hooters-stúlkan okkar. Þurfti að fara heim, kom hún og wendy sem átti að taka við okkur og á kvittuninni var hjarta utan um upphæðina það fannst mér rosalega persónulegt og skemmtilegt touch. Jú þetta var allsaman ofsalega huggulegt og ef ég hefði verið graður kall með derhúfu og bumbu hefði ég örugglega látið taka mynd af mér með öllum hópnum en.....Allavega þá sá ég sona flesta túrista staðina. Fór til Alkatraz tók fullt af myndum þar, áhugaverður staður gaman líka að sjá borgina alla frá eyjunni. Sá brúnna og fór í labbitúr í Golden gate park og í homma hverfinu Castro. Spjallaði við hasshausa í parkinu og bað þá vel að lifa. Ótrúlegt en satt þá lenti ég í hagléli í GGP og þar neyddumst við til að leita skjóls inná karlaklóstinu og þar spjallaði ég líka við róna sem var ofsalega hress. Seinasta kvöldið mitt þarna fórum við svo öll á opnunina á einhverri artífartí fata búð sem mér og Ashleigh hafði verið boðið í fyrr í vikunni. Þar var ókeypis bar og flamengó dansari sem var voða flott. Og allir rosa fríkaðir á þvi. Og auðvitað fórum við svo á drag sýningu eftir á, það var að vísu óvart en ekki verra að sjá kellukallana sem voru svona frekar sjabbí á kantinum ef ég leyfi mér að segja. Ég lét taka mynd af mér með einum sem kyle hélt staðfastlega fram að væri kona (vegna þess að hann-hún kleip í rassinn á honum) en er samt sem áður greinilega ekki kvenkyns en leit þó einna skástur út í plastkjól-átfittinu sínu. Hann var ofsalega ánægður með myndina sem ég tók og vildi endilega sýna mömmu sinni hana sem sat hin rólegust útí horni á barnum, lítil kínversk kona með bjór. Það fannst mér fremur fyndið. Allavega flugið heim gekk vel og engar seinkannir eða vesen. Og hér sit ég nú eru bara tveir mánuðir eftir og svo kem ég heim. Eftir san fran er ég kominn með smá heimþrá en hvurslags hvurslags ég á enn eftir að fara til sanantonio og fara í waterworld og dýragarðinn þar og 6 flags skemmtigarðinn sem er víst allsvakalega skemmtilegur. Fariði annars að undirbúa heimkomu mína allir.. ég vil velkomnunnar nefnd á flugvellinum HEYRIÐI ÞAAAÐÐ!!!

2 comments:

Anonymous said...

ÖfundÖfund!!! Ferðastu nú vel og skemmtilega áfram, gaman að lesa sögurnar þínar :)
Ég er líka komin með heimþrá og ég bý nú bara á Akureyri! Kv. María

Anonymous said...

Sæl Hanna!

Gott að þú skemmtir þér vel þarna úti, hlakka til að fá þig heim stelpa:)

Kveðja Elín