Þannig hér sit ég það er ógeðslega kallt úti kyle er með svefntruflannir og talar uppúr svefni. Í gærnótt vakti hann mig og spurði mig hvort ég ætlaði að halda áfram að sofa með hendurnar svona og hann leyfði mér ekki að sofna aftur fyrr en ég svaraði honum. Hann var með opin augun og allt… ég varð frekar pirruð og hann móðgaðist eitthvað…en svo þegar ég spurði hann hvað hann hefði eiginlega verið að pæla þá mundi hann ekkert. Var bara sofandi. Merkilegt ég verð að rannsaka svefntruflannir og slíkt. Annars er ég að fara að hitta fyrstu gæjana mína á mánudaginn. Er að fara að verða alvöru þerapisti með viðskiptavini eða þannig. Man ég er alveg rosa kvíðin eiginlega, hvað ef ég veit bara ekkert hvað ég á að segja…hæ ég er svo leiður því líf mitt er ömurlegt…aahh já einmitt..???? veit ekkert hvað ég á að segja. Svo eru alskonar kenningar og fræði bakvið allt. Stundum finnst mér eins og allt sé of útpælt og að það eigi að vera meingin bak við allt og brún málning sé alltaf kúkur og hitt og þetta séu reðurtákn og brjóst. Jesús ég er ekkert sammála því ein stelpa bennti á að henni findist brúnt alltaf frekar vera tenging við mold og náttúru, en nei þá bara er hún hrifin af mold því hún er svo obsessed af kúk..soldið fáránlegt finnst mér. Enda er ég ekkert sammála öllu sem þessi kennari er að segja. Mér finnst hún pínu böggandi. Hún vinnur með krökkum og kennir okkur barna listmeðferð og hún talar við alla eins og þeir séu 7 ára og hún er feit og með skræka rödd. Ég meika hana ekkert endilega. Uppáhalds kennarinn minn heitir Ikuko og er frá Japan hún var að tala um hvað það væri hörmulegt þegar ríkar kellingar á Manhattan koma og kaupa verk fólks sem gerð verkin uppúr eymd sinni og vanlíðan og hvað þessar kellingar vita ekki rassgat. Ikuko hlustar líka á það sem nemendur hennar segja án þess að finna sig knúna til að hafa alltaf mótsvar. En jæja ég er víst bara pirruð á þessari kellingu sem kennir barna AT.
Ég fékk skóla styrk fyrir tilstylli Ikuko sem ég er mega ánægð með svo ég og kyle fórum útað borða á mega fínum veitinga stað niðrá Manhattan. Sem var gaman, annars ætlum við að fara að fara meira á söfn, ég nenni mest lítið að vera á börunum hérna maður þarf að tippsa alla hægri vinstri allir vilja tipps. Ég kann ekkert á tipps menninguna og svo finnst mér pirrandi að þurfa alltaf að vera borga liði fyrir að vinna vinnuna sína, mér finnst að það eigi ekki að vera mitt hlutverk að borga fólki heldur vinnuveitandanum. Ef það er eitthvað við NY sem ég þoli ekki þá er það þessi óþolandi tipps menning. En já jæja..best að fara að læra svo ég sé ekki eins og fáviti á þriðjudaginn.
Ég eldhress á nýju skrifstofuni

3 comments:
TIL HAMINGJU!!! en gaman að heyra hvað allt gengur vel hjá þér. Þú ert snillingur og þessir ameríkanar eru greinilega farnir að fatta það líka.
p.s.
þegar Hjalti er með svefntruflanir þá rota ég hann bara. 100% virkni og ég fæ góðan svefn ;)
kv.
Eva
Hjartanlega til hamingju með styrkinn, frábært að heyra að kennararnir þínir þarna úti séu farnir að átta sig á snilli þinni eins og við hin :)
Auðveldar lífið til muna!!
Og rosalega er gaman að heyra hversu spennandi er í vinnunni þinni, komin með skrifstofu og eigin kúnna og alles!! Frábært
Varðandi ráðið hennar Evu þá myndi ég fara varlega í árásir á sofandi mann, ef það virkar ekki þá væri hann jafnvel líklegur til að svara fyrir sig með því t.d. að hrækja á þig! Spurðu bara Evu, hún þarf að passa sig að láta alla málavexti fylgja með ;)
kv, María
Til hamingju Hanna!!! tú tekur mig kannski í session í sumar? :)
Arna
Post a Comment