Saturday, February 21, 2009

veikindi og safn!



Þá er ég víst bara veik í fyrsta skipti í hundrað ár stíflað nef hósti og höfuðverkur. Ég fór í vinnuna og skólann á fimmtudaginn sem fór víst alveg með mig. Kyle smitaðist náttúrulega strax af kvefinu og þar með höfum við bæði verið hér veik. Við fórum samt í Natural history museum í gær sem er held ég flottasta safn sem ég hef séð um ævina. Ég hef aldrei áður séð risaeðlubein eða vax neandrethals mann og allt þarna inni er rosalega flott. Við fórum líka á geim bíómynd sem var í svona dome maður horfði upp í loftið. Ég var líka hrifin af því. Annars er ég ánægð í vinnuni ég var búin að kvíða því svo mikið að hitta gæjana eftir að ég var eins og dópisti í tollinum þegar ég hitti fyrsta strákinn. Eeeenn það er víst eins og þau segja að æfingin skapar meistarann og það gekk mun betur með hina 2. Ég er meira að segja búin að hafa list þerapíu tíma með einum …þessum sem ég hitti fyrst og það gekk bara vel. Þeir eru allir mjög frábrugðnir hver öðrum þessir drengir. Þessi yngsti er eiginlega fyndnastur hann er 16 ára og reykir ekki og drekkur ekki og tekur ekki dóp. Vildi endilega koma því á hreint að hann þyrfti ekki counselling heldur væri hann bara þarna útaf case managerinn hans sagði að það væri góð hugmynd. Hann er annars varaforseti í crew af fullt af krökkum sem skeita og dansa og eru módel og hönnuðir. Hahaha æj hann er voða dúlla fyrimyndin hans er Pharrell williams.
Ég á annars eftir að hafa nægann tíma til að læra því Jessica er farin til Afriku að hitta vin sinn í tvær vikur það verður ágætt svo eftir það kemur spring brake og ég er alvarlega að hugsa um að fara til Kanada með Gloriu. Kyle greyið verður að vera eftir í skólanum svo hann kemur ekki með ef við förum. Ekki víst bara hugmynd samt en vonandi drýfum við okkur.

Hér eru annars myndir af safninu








Kyle og fjarskyldur ættingi:











3 comments:

Anonymous said...

Líst vel á Kanada :) ættir endilega að skella þér!
Leitt með þessi veikindi, vonandi náið þið ykkur fljótt!
kv, María

Anonymous said...

Batnaðaróskir :)
kv. Eva

Hanna panna said...

Takk Kæru Frænkur