Friday, November 07, 2008

Nýr Forseti


Það verður víst að segja frá því hvernig það hefur verið að vera hér á meðan forseta kosningunum stóð. Uppað kosningunum heyrði maður svosem bara að fólk ætlaði að kjósa Obama en að það væri mjög sennilegt að McCain myndi vinna. Ég veit bara um eina konu sem ætlaði að kjósa McCain og hún var svört í þokkabót, en jæja. Ég ætlaði svo sem ekkert að fylgjast sérstaklega með kosningunum en eftir að ég hafði kíkt fyrst á cnn gat ég ekki hætt að fylgjast með. McCain fékk náttúrulega allt suðrið Texas Alabama Lousiana o.s.frv. en um leið og California Washington og eitthvað eitt óvissu ríki kom inn vann Obama og það ekkert smá. Það munaði ekki litlu heldur rosalega á sigrinum. Sem betur fer. Um leið og það lá fyrir hver var sigurvegarinn fór maður að heyra hróp úta götu.Nágranni okkar opnaði út og dansaði á tröppunum. bílflautur fóru að heyrast og fólk var bara hlæjandi úti. Ég sá eina dilla sér hrópandi Obama whooped that aaaass. Daginn eftir fór ég svo í vinnuna en ég myndi segja að 70% fólksins sem vinnur þar er af afro-ameriskum uppruna og að heyra hvernig þeim leið eftir þetta opnaði augu mín svolítið fyrir því hvað þetta þýðir. Audry sem er frábær kona sem vinnur með stelpuhópnum sagði okkur hvernig það hefði verið að alast upp sem eina svarta fjölskyldan í ítala-gyðinga hverfi sjötta áratugnum. Hún fékk ekki að kaupa sér nammi eins og hinir krakkarnir vegna þess að það var ekki verslað við svarta, mátti ekki koma inní allar búðir og bræður hennar lentu í slagsmálum í skólanum vegna kynþáttar síns. Hún sagði okkur hvernig hún óskaði sér að hún væri ekki svört og hvað það væri gott að geta sagt við dóttur sína og barnabörn að allt væri mögulegt. Allir eru bara eitthvað svo hrærðir og vongóðir, fegnir að vera laus við Bush. Margir töluðu líka um hvað það væri gott að finna alþjóðlega stuðningin fyrir Obama að kannski færu bandaríkin að fá betri umfjöllun erlendis. Ég held að eiginlega allir sem ég heyrði í hafi tárast þegar hann flutti sigurræðuna sína fólk er voða tilfinninganæmt hér. Annars vil ég bara vitna í það sem ég heyrði einhvern segja daginn eftir kosninguna

Rosa Park sat, so that Martin Luther King could walk, so that Obama could run, so that our children could play.

mér fannst þetta svo flott setning.

3 comments:

Bobby Breidholt said...

En ég spyr bara án gríns: Hvað munu grínistarnir gera núna?? John Stewart verður atvinnulaus!

Jonina de la Rosa said...

totall hottness !!!!!!

Jonina de la Rosa said...

ohh bloggaðu kona, annars bilast ég !!!