Tuesday, October 14, 2008

SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR




Ég fór á ráðstefnu á vegum sameinuðu þjóðanna vegna alheims dags andlegrar heilsu eða world mental health day á fimmtudaginn. Jessica sem er yfirmaður minn í CASES bauð mér. Svo við fengum að sitja ráðstefnuna og þarna var allskonar fólk að tala. Einni konunni sem sat á sviðinu fannst greinilega ekkert rosalega merkilegt allt sem aðrir ræðumenn voru að segja því hún var næstum því sofnuð einusinni, hún dottaði og hrökk svo við, greyið uppá sviði og allt. Svo var gæji sem heitir John Draper alveg eins og Don Draper, fyrir Mad men aðdáendur, annars var mikið madmanna bragur á öllu þarna allt settið frá svona u.þ.b. 1950. Uppáhaldið mitt var samt kona að nafni Marie Guardino, (sko fann hana á netinu http://www.freedomfromfear.org/ftp/about%20FFF.html )

Hún gaf sig að tali við mig og Jessicu fyrir ræðuhöldin. Þetta var meðal kona að vexti, milli fimmtugs og sextugs, með huggulega lagningu í rauðri buxnadragt. Hún var með gullkeðjur og hringa útum allt, gull festingar á gleraugunum og bleikann varalit, gaaasalega skæs. Allavega hún byrjaði að tala um hvað það væri agalega heitt þarna inni (þeir virðast hafa slökkt á loftræstingum í byrjun okt, þótt það sé ennþá 25 stiga hiti úti). Svo spurði hún okkur hvað við störfuðum og hvað við gerðum. Jessica sagði henni frá CASES og ég sagðist vera lærlingur eða intern. Hún sagði þá að hún væri með fullt af nemum á “her staten island fascility. AAAAllllavega þá var frekar leiðinlegt það sem aðrir sögðu eða bara ekki eins fyndið og það sem hún sagði, ein kella fyrir aftan mig var að pissa á sig af hlátri. Þið getið lesið hvað Mary hefur að segja á linknum hérna að ofan. Svo í lok ræðunnar gaf hún mér og Jessicu shout out, eins og Jessica sagði. Hún sagði, before i came on here i spoke to the most adorable girls theyre advocating mental health with their art therapy and i dont want to point them out cause i dont want to embarrass them. Ha haa já agalega gaman. Jæja svo var íslendinga vika í mötuneytinu það stóð einhver kall þarna stór og mikill bak við eithvað borð og hrópaði leidís leidís komm komm teistt ðisss. Mér þótti hann heldur íslendingalegur og stamaði hva..hvaa,.. HVAÐ ER ÞETTA hrópaði kallinn þá, ÞETTA ER GOTT, SMAKKAÐU, ég stakk plastskeiðini upp í mig og sagði já namm hva...ÞETTA ER ÝSA Í PÚRRULAUKSÓSSUU. Já já okei takk sagði ég og fór og fékk mér samloku með kalkún. Ferlegur íslendingur ég ha? Annars eru auglýsingar hér útum allt FLY TO ICELAND IN 5 HOURS ONLY 750 WITH HOTEL. Huggulegar flugfreyjur og flugstjóri standandi fyrir framan bláa lónið skælbrosandi og brún í framan. Sennilega kostar það eitthvað minna í efnahagskrísuni heima heldur en 750 ætli það sé ekki bara 350 núna.




Veit ekki en allavega gerði mest lítið um helgina fór á bókasafnið í brooklyn sem er afar fögur bygging (sjá að ofan), langar að búa í prospect park sem er þar fyrir neðan. Við kyle fórum líka og borðuðum á Johnny Rocket sem er sona fifties hamborgarabúlla keðjuveitingastaður að vísu, ég Helga og Þórir borðuðum þar verslunarþreytt í Flórída í fyrra aahhh sælla minninga. En já fengum sprautað smiley feis með tómatsósu og allt starfsfólkið þarf greinilega að dansa þegar eitthvað lag kemur á í glymskrattanum. Aaagalegt alveg kyle sagði að það væri ekki hægt að borga honum nóg til að dansa í Johnny Rocket búningi fyrir lið að éta hamborgara í 5 mínútur eða hvað þetta lag var langt. Ég verð nú að segja að ég er sammó.







og hér er liðið að dansa:








Jæja ætla fara að lesa meira um traumatic reynslur barna frá misnotkun til náttúruhamfara afar upplífgandi...eða þannig, stend á blístri eftir pönnukökubakstur kyle´s og er með magapínu af ógeðslegu instant kaffi (eigum ekki kaffivél). Svo ég sendi bara baráttukveðjur til ykkar allra heima...ef ykkur vantar munaðarvöru frá USA þá bara látið mig vita og ég skokka útá pósthús með betty crocker mix og maybelline varaliti.

1 comment:

Jonina de la Rosa said...

vá las greinina hennar mary, hún er rosaleg. Svakalega finnst mér þetta spennandi hjá þér :)