Monday, May 09, 2011

Atvinnuleit

Það er svosem ekki mikið að frétta, en vegna MIKILS þrýstings frá aðdáendum neyðist ég til að skrifa...djók!
Jæja að öllu gamni slepptu þá er ég bara í atvinnuleit, ég var u.þ.b. mánuð að gera sæmilega ferilskrá sem Gloria las svo yfir og breytti fullt þrátt fyrir mitt besta.
Ég sendi fyrstu umsóknina út í fyrradag og í dag heldur gamanið áfram. Ég verð að segja að það er ekki eins skemmtilegt að leita að vinnu og fólk lætur uppi, það er reyndar ógeðslega leiðinlegt og ég er bara búin að vera í skotgröfunum í nokkra daga. Það krefst hver einasta staða hér í einhverskonar leyfis sem ég hef greinilega ekki, svo vill fólk náttúrulega ráða manneskjur með mikla reynslu sem...já ég hef ekki svo mikið af.

Ég er náttúrulega bjartsýnin uppmáluð samt sem áður sé mig fyrir mér gangandi um götur borgarinnar vel launuð og hamingjusöm í frábæru starfi. Maður verður sko að hugsa jákvætt the power of positive thinking !.

Vorið hér er annars í fullu blússi, kirsuberjatré og jasmíntré með bleikum og hvítum blómum kvelja mig með ljúfri angan sinni en ég hnerra bara. Hitastigið er ennþá bærilegt og ekki er ennþá orðið nauðsynlegt að koma loftkælingardrusluni á sinn stað, greyið ég held að við þurfum bara að gefa henni frí og kaupa nýja. Það á víst að verða met heitt sumar, en hver getur svosem sagt til um það, tjaa maður spyr sig.

Jæja ég ætla að halda áfram að senda ferilskránna út og glápa á hipstera spóka sig hér í sólinni dúllast og krúttast saman.

Písát

3 comments:

Anonymous said...

myndir! kv.laufey

Anonymous said...

sæl Hanna mín gaman að heyra í þér vona að við fáum að fylgjast með áfram ég vildi að væri svona falleg tré í blóma hér kveðja amma Helga

Anonymous said...

geturu sett inn myndir af hipsterunum? haha

kv J