Sunday, November 29, 2009

Gubb

Ég var í lestini áðan á leiðini á bókasafnið og þá heyri ég mikil og hávær kúgunar hljóð í einhverjum svo ég lít up og þá er einhver gæji bara að æla í lestini beint á gólfið. Ég hef aldrei vitað annan eins viðbjóð! Við vorum líka nokkrar sekúndur frá næsta stoppi og eiginlega enginn í lestinni..hann reyndi ekki einusinni að æla úti..bara búmm beint á gólfið djöfuls viðbóður! Ég hljóp beinustuleið útur lestini og eyddi restini af ferðini í að hafa áhyggur af því hvað gerðist þegar fólk ældi í lestini hvort það þyrfti að stoppa hana og þrífa og hvort einvher myndi óvart setjast í æluna o.s.frv. svo er svo geðveik parmesan lykt inná þessum stað að ég er stöðugt ásótt af ælu atvikinu áðan. Svo var bókasafnið lokað ásamt öllum NYU byggingum svo ég þurfti að labba kaffihúsanna á milli þar til ég fann loks eitt með sæti nálægt innstungu. Það er skítakuldi og ekkert nema eyðslusjúkt fólk ráfandi um að reyna að spara á útsölum.
Og svo ég að rembast við frestunnar áráttu mína og klára eitthvað af þessum fáránlega fjölmörgu verkefnum sem ég þarf að skila í næstu viku.

4 comments:

Anonymous said...

úff, one of those days!

kv, María

Sigrún í Sviss said...

Oj glataður dagur, bráðum hlítur að koma blómadagur :)

Anonymous said...

hahahaa elsku hjarta....þú ert einstök..

-tinna

Hanna panna said...

ég get verið snúlla