Saturday, November 14, 2009

Hvurslags

Ekkert merkilegt að ske svosem. Fólk almennt að fá kvíðaköst í skólanum og engin mætir því allir eru veikir. Ég er persónulega á nippinu með þessa vinnu, finnst hún svo erfið. Ef einvher man eftir heimildamyndini um barnaheimilið í Bretlandi þar sem krakkarnir voru spítandi og trompandist alveg villevekk þá er staðurinn sem ég vinn á nákvæmlega eins..bara meira depressing ef eitthvað er. Ég er sumsé með 7 börn þar af eru 4 mjög erfið og ég verð að vera á nippinu allann tímann til að stólar brotni ekki og þeir fái ekki kast á mig. Ég verð deginum fegnust þegar ég þarf ekki að staulast þarna uppeftir í 2 klukkutíma í lest klukkan 6 að morgni til að standa í þessu helvíti. Já ..þannig er nú það.

..svo er ég líka búin að vera pirra mig á auglýsingum hérna, get víst pirrað mig á ýmsu. Þær eru bara svo ógeðslega miklar karlrembur. Það eru alltaf þrif auglýsingar þar sem mamman er orðin svo þreytt á kjánapabbanum og krökkunum sem eru alltaf að sóða út eldhúsið hennar. Skot af pabbanum að kveikja á blandaranum með engu loki...ooohh þessir eiginmenn...eru nú aaaalveg. og bílaauglýsingar sem eru miðaðar að konum. aaah á þessum bíl get ég skutlast með krakkana og hundinn í búðina (að kaupa þrifnaðarvörur) og á fótboltaæfingu. Sama sagan með allt þær eru einu sem eru sýndar þrífa eða þvo þvott. ég hef aldrei séð mann í þessum hreinlætis auglýsingum nema hann sé að skíta út. Heimskulegt útúr öllu veldi að mínu mati. Ég hef ekki tekið eftir þessu svona rosalega drastísku heima. Ísland er allavega með skárri auglýsingar heldur en USA. Annars var ég að kaupa Rússnenskan bjór í rússabúðini og það er hellidemba úti. Spennandi laugardagur framundan.

E.S. ég var að lesa Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðason og hún á furðuvel við hugarástand fólks held ég eins og ástandið er á Íslandi í dag. Svo...lesið hana.

1 comment:

Anonymous said...

hæhæ, mikið er nú langt síðan ég hef tékkað á þér mín kæra frænka, svakalega er ég ánægð að þú ætlir að vera hjá okkur um jólin :)
Ég var að horfa á heimildarmynd um bandaríska barna-markaðssetningu, þ.e. auglýsingar sem miða sérstaklega á börn og nöldurfaktorinn þeirra, sjokkerandi!!
Hlakka til að sjá þig, kv. María