Saturday, September 27, 2008

Rigning

Sundlaugar ferðin mín gekk nú ekki sem best. Þarna var ég svo fullviss í þekkingu minni á sundlaugum, verandi sundlaugar stundandi Íslendingur. Demdi mér útí og byrjaði að svamla yfir á bringu sundinu mínu (hausinn uppúr).
Neinei ekki nóg með að það er einhver mega sundgella við hliðina á mér syndandi flugsund með miklu bravado heldur er ég stoppuð af 12 ára gömlum sundlaugaverðai fyrir a) að vera ekki með sundhettu og b) fyrir að synda skjaldböku sund á hraðbrautinni. Flugsundsgellan var held ég afar pirruð á mér og ömmusundinu mínu. Aumingja ég þurfti að staulast uppúr, flugsunds gellan synti næstum á mig þar sem ég svamlaði hnípt í átt að stiganum.
Svo jæja í gær var semsagt ekki besti dagurinn eeeeen. Við redduðum skrifborði sem er 783 kíló og stól sem við löbbuðum með í hálftíma í úrhellisrigningu og tókum 2 lestir með. Kyle handlegsbrotanði næstum því á að drösla skrifborðshlussuni upp þröngu stigana hérna. Sem betur fer fengum við besta leigubílstjóra sem völ var á. Hann talaði vart orð í ensku og sagði alltaf bara “yes yes, no poblem fome, lift lift”. Án hans væri skrifborðið ennþá niðri í stigagangi.

Skólinn gengur bara vel, vinnan líka, kannski fer ég með í camping ferð með vinnuni. Það er hluti af girl rising verkefni að fara með stúlkna hópinn í árlega camping ferð á haustin, þar sem þær eru látnar gera allskonar æfingar og verkefni. Síðasta ár var klifrað og búið til eitthvað úr þæfðri ull held ég.

Annars er mega rigning hérna og rok en hlýtt bara svo ég klári veðurtilkynningarnar. Ég er mjög ánægð með haust veðrið og að vera laus við hitann.


Ég verð að segja fyndið sem liðið hérna segir við mann útá götu. Dæmi : kyle settist við hliðina á einhverri konu í lestini um daginn og hún byrjar eitthvað að spjalla við hann um ekki neitt...svo segir hún áður en hún stendur up.. I like you, youve got a nice face. Ég var að labba niður götuna um daginn og einhver kall er eitthvað að segja sem ég heyrði ekki, svo þegar ég er komin fram hjá kallar hann aaalright honey I´ll just wait for the magazine cover, hahaaa en já og svo áðan vorum við að labba úti og einhver kona segir við Kyle hoot dammnn she got some legs on her... you know that dont you, sem mér fanst líka fyndið ég var í leggings úúúúúúú. Jæja þá ætla ég að fara að lesa. Blessó

annars er þetta gott nammi með fyndið nafn:




og við keyptum nákvæmlega sona blóm , friðarliljur

5 comments:

Bobby Breidholt said...

Þið eruð auðvitað andlitsfríð og leggjafögur bæði tvö.

Unknown said...

haha já mikið er fólk hreinskilið á götum úti þarna í NY. En hvað gerðist í sundinu? Var þá til önnur braut sem þú gast farið á með ömmusundið þitt eða þurftiru að fara bara upp úr og bíða eftir skjaldböku-klukkutímanum á sundlaugardagskránni?

Með von um svar í næsta bloggi, kær kveðja, María frænka

Hanna panna said...

Hva helduru...ég mátti hundskast í burtu vegna sundhettu leysis. Þeir vilja sko engin hár í sundlaugunum sínum hérna úti get ég sagt þér.

Unknown said...

Æjæ! þvílík skömm og hneysa!! og færðu aldrei aftur að koma í þessa laug?? Eða þú kannski bara vilt það ekki eftir þvílíka framkomu... hafa þeir enga samúð með fávísum útlendingum??

Anonymous said...

hahaha rekin með skömm !!!

hvað ætli kaninn segji við skítugum sundlaugum í rvk fullum af hári, plástrum og hori !!!

jónó