Thursday, September 18, 2008

Cases

Ég byrjaði í dag í vinnuni minni eða internshippinu en ég ætla að kalla það vinnuna mína því mér finnst asnalegt að segja internshippið alltaf. Jæja allavega þá er ég rosalega ánægð. Allir sem vinna þarna eru æði, ég er að vísu bara búin að hitta 2 unglinga en þær eru æði líka haha. Já littlar gettó píur algjörlega, reyndar fékk maður að heyra hversu miklar “ gettó selebs “ ein þeirra og vinir hennar eru, “aaallirr vita sko hver ég og krúið mitt er”. Gettó selebið var annars að tala um vini sína sem hún hefur misst (í skotbardögum) og hvernig löggan tók á því og hvernig vinir hennar og crúið tók því. T.d ganga þau um með jarðafaraspjöld vina sinna... það eru plöstuð spjöld með mynd af viðkomandi, fæðingar og dánardag og svo bæn eða sálm aftan á. Svo var hún að tala um eitthvað lag sem kom akkúrat á í útvarpinu þegar hún var að segja frá (fyrsta línan er this song is for my fallen soldiers) en já að þegar þettta lag kæmi á í partíum þá veifuðu allir spjöldunum í minningu vina sinna.
Þessi raunveruleiki er bara svo frábrugðin mínum. Þær tala um dauðann og lífið og byssur og dóp eins og ég talaði um brauð með osti þegar ég var 17 ára. Eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Þegar open art studeo tíminn var svo búin fékk ég að sitja inní prufu fyrir drama therapy sem mér þykir alltaf áhugaverðara og áhugaverðara því meira sem ég læri. Jenny er art therapy neminn og hún er líka mjög fyndin talar og talar, talar líka rosalega hátt en já mér líkar vel við hana. Önnur stelpa sem vinnur þarna heitir Raynu félagsráðgjafi og þerapisti hún er líka fyndin. Svo er það Robertó félagsráðgjafi sem er frá suður ameríku og segir svona 234 orð á mínútu ég á svolítið erfitt með að skilja hann en hann er mjög fínn.
Ég fékk svo að sitja og horfa á áheyrna prufu einnar stelpunnar hjá drama therapistunum. Og stelpan var rosaleg (sama og lýsti yfir eigin frægð innan Brooklyn)...hún var sko búin að lýsa því yfir að hún yrði sko stjarna einhverntíma og að ef hún yrði fræg og rík myndi hún koma aftur í hverfið sitt og gefa fólkinu og gera hverfið almennilegt. Svo lék hún þarna fyrir okkur eins og að drekka vatn. Ekkert vandræðaleg eða neitt þegar hún lék. Var bara með spuna og læti las textann sem hún fékk eins og pro. Sagði við mig “ther´s my lil´Icelandic Friend, Yo wharrup, I like yo sweater”.. hahaha. Ég er semsagt ánægð með vinnuna mína...allavega byggt á fyrsta deginum. Sennilega eiga eftir að koma hörmulegir dagar en já. Þetta er allt að koma saman hægt og rólega. Rooosalega mikið að lesa og gera í skólanum Rosalega mikið af fólki allstaðar alltaf. Svo er bara að vona að helvítis dollarinn lækki og hætti að gera mér lífið leitt líkt og hann hefur verið að gera, hér tala allir um endurkomu kreppunar 1930...já hvílíkur tími sem ég valdi til að vera hér hhaaha.
Úff jæja...á morgun ætla ég að tékka á leikfimissalnum sem er rosa flottur húges keppnis sundlaug og allt.
Set in myndir sem ég tók mesta rigninga daginn hér útum gluggan og afmælisbarninu og að lokum myndir sem ég tók seinasta sunnudag heitasta deginum sem hefur verið síðan við komum 32 stiga hiti og raki-viðbjóður. Allskonar af times square, grand central station og hverfinu mínu og húsinu mínu. Myndirnar eru sumar blurraðar því myndavélin mín er drasl og vill alltaf hafa flass en ég þoli ekki flassaðar myndir svo...


Og P.s ef einvher vill skoða hvað starfið mitt snýst um þá er hægt að tékka á www.cases.org






















5 comments:

Hanna panna said...

var að taka eftir gæjanum sem er að kasta djús flöskuni á myndini af sveigjanlega húsinu...fyndið.

Jonina de la Rosa said...

mér finnst sú mynd kúl !! var ekkert að baka með farenheid?

Unknown said...

Mikið hljómar vinnan þín spennandi! Verður örugglega rosa stuð hjá þér að fást við þessa gettó únglínga :)

Anonymous said...

Elsku Hanna og Kjælí pí
ég er sjúkur í eldhúsborðið og stólana ykkar. mig langar að kaupa það af ykkur þegar þið komið heim bláfátæk. það er að segja ef þið ætlið ekkki að halda því og viljið selja það. name your price!

Þórir bisnesskall

Hanna panna said...

ég sé til þórir, það fer eftir hversu óhemju blönk við verðum og hversu óhemju rík þið verðið