Monday, September 08, 2008

Eldhús borð Nátt borð

Já spennandi fréttir, við erum komin með eldhúsborð sem kostaði okkur 100 dollara. Um er að ræða glæsilega miðaldar eftirstríðs mublu með 4 bólstruðum stólum. Hérna höfum við setið á móti hvort öðru í tölvunum okkar eins og nördar í allt kveld. Ég fór annars í tíma áðan um kynlífs og áhættu hegðun unglinga. Kennarin ræðir afar frjálslega um kynlíf og nokkrir þarna inni urðu nokkuð vandræðalegir nokkrum sinnum. Það er ein kona þarna líka sem talar svo slæma ensku að kennarinn skildi hana aldrei..hún var alltaf að segja youth center nema bara það kom út sem djsútt tcentrr. Ég hélt fyrst að hún væri að reyna að segja jew center hahaaa. En nei já þetta er bara einhver gömul austur evróps kona í masters námi í New York Háskóla gott hjá henni segi ég nú bara. Þá er ég annars búin að fara í alla tímana. Var að klára heimaverkefnið fyrir morgundaginn. Ætla svo líka í einhverja búð að kaupa lakk og sandpappír og gera upp risa stór náttborð sem við drösluðumst með hingað í fyrradag.
Er ekki byrjuð í vinnuni er ekki búin að borga skólann og er ekki búin að fá nema eina bók í póstinum. Bleehh
er farinn að sofa í bili.

4 comments:

Jonina de la Rosa said...

MYYYYYND!!!!! MYND! MYND! MYND! MYND! Ég vil myndir. Lesblindi hundurinn vill myndir !!!

Laufey said...

sama her.ég vil fá mynd

Jonina de la Rosa said...

hvað er að gerast í dag hjá ykkur ?? þúst 11. sept og allt það!! er national holiday kannski?? hmmm...

Anonymous said...

Ég bíð enn með öndina í hálsinum eftir bókunum!!... hvar er sófinn!!?

kv, María