Sunday, April 26, 2009

svo heitt svo heitt!




Það er 31 stiga hiti. Ég er að leka niður við fórum í búðina í morgun og allt var nær bráðnað er við komumst loks heim.
Hitabylgjan byrjaði á föstudaginn þegar það var svona 17 stiga hiti og ég týndist í Queens í leit að Queens childrens psychiatric hospital. Arkaði útum allt í leit að strætó Q43L fór auðvitað uppí strætó númer Q34. því ég er svo tölublind og frábær. Tók þann strætó lengst uppí rassgat þangað til ég fattaði að ég var á rangri leið. Tók næsta tilbaka, beið í 15 mínútur á vitlausri stöð og tók svo loks strætóin sem tók 55 mínútur að keyra nokkra kílómetra því hann stoppaði á hverju götuhorni. Þegar ég loksins kom að stoppinu mínu þá þurfti ég að labba í 20 mín að spítalanum bílveik og sveitt.
QCPC er rosa spennandi staður að vinna á, mjög veikir krakkar og ég var vöruð við að þau væru flest ofbeldishneigð og oft brjáluð útí starfsfólkið. Ég vil vinna á erfiðum stað á meðan ég er í skóla til þess að ég verði við öllu búin þegar ég útskrifast. Samt sem áður er ég varla tilbúin að taka 2 lestar og 3 strætóa til að komast þangað 3 í viku 2 á dag. KOnan sem tók viðtalið við mig var Írsk og mér leist líka rosa vel á hana.,. hún tók alveg á móti mér þótt ég væri svona ógeðslega sein.

Annars gengur rosa vel í vinnuni við erum að klára veggmynd með stelpuhópnum sem ég ætla að setja inn mynd af þegar hún er tilbúin.


Guð hvað það er heitt jisússs...engin loftræsting hér bara viftur...jæja best að halda áfram að myndsreyta barnabókina sem ég á að hafa tilbúna fyrir barnasálfræðikúrsin.

Set inn myndir seinna í kveld þegar ég er ekki að gubba á mig af hita. bleeehhh

P.s er, búin að vera að hlusta á hljómsveit sem heitir Passion Pit skemmtileg sumartónlist er nú ekki vön að setja inn neina tónlistar linka en hér er skemmtilegt lag vúúúhúúúu´ú Gleðilegt sumaaaaaaarrrrrr

UPDATE: ÞAÐ VARÐ 34 STIGA HITI Í DAG ÞEGAR HEITAST VAR!

1 comment:

Anonymous said...

Gleðilegt sumar

Sigrún Sif