Saturday, April 11, 2009

VOR VOR VOR



Rauður fugl sem var í trjánum fyrir utan gluggan okkar um daginn.




1001 MATH PROBLEMS


Loksins komið vor. Að vísu frekar mikil rigning en samt hlýtt og brum á trjánum. Ég er búin að vera að fara út með bekkjarsystrum mínum meira undanfarið sem er gaman. Yesenia heitir ein stelpa með mér í bekk, hún er frá Dómiíska Lýðveldinu og kennir 8 ára bekk,svipað gömul og ég með rautt krullað hár. Hún sagði mér þegar hún var búin að fá sér nokkra bacardi (eða hvað hún var að drekka) að hún hefði fyrst haldið ég ég væri einhver lítill greys útlendingur sem myndi kafna í New York. En svo væri ég allt öðruvísi heldur en hún hélt. Ég hélt líka að Yesenia væri algjör leimó lúði í mittisjökkum og rússkinnstígvélum með kögri en svo er hún rosa fyndin pía. Jæja ein önnur stelpa með mér í bekk heitir hinu magnaða nafni Emily Dangerfield.Hún er af efnuðu fólki komin og kennir hestanámskeið uppí sveit. Ég og Gloria fengum boð um að koma á hestbak í kringum eitthvað vatn þegar við hittum hana á einhverjum bar í gær. Barinn var reyndar merkilegur fyrir þær sakir að hann var einusinni klúbbhús fyrir mafíósa... það héngu svarthvítar myndir af mafíósunum í sínu fínasta pússi inná staðnum. Svona leit hann út:





Vinnan gengur annars vel, þegar drengirnir mæta, ég hef mínar kennningar um að þriggja vikna pásan sem ég tók vegna Afriku ferðar Jessicu hafi ekki haft góð áhrif á skilning þeirra á mætinguni. Það er allavega bara einn sem mætir alltaf og kemur meira segja inn fyrr um daginn til að minna mig á tímann okkar. Hann er voða dúlla soldið eins og 6 ára í 17 ára líkama. Fyrst gat hann varla heilsað mér á ganginum núna brosir hann alltaf voða glaður og veifar. hérna eru allavega myndir úr vinnuni skrifstofan glæsilega meðal annars:





Jessica yfirkona mín



Annars þarf ég bara að klára lokaverkefnin og fara heim sem er eftir u.þ.b. mánuð. HÚRRA jiii hvað ég hlakka til.

Hér eru annars myndir (í smá vitlausri röð) frá síðastliðnum mánuðum. Matarboð með GLoriu, Labbitúrsmyndir Prospectpark að vetri til og svo að vori til og svo auðvitað Lovísa sem gisti hjá okkur þegar hún spilaði hér. Rosalega skemmtilegt og hún spilaði á undurfögrum tónleikastað sem ég set líka myndir af.

































5 comments:

Bobby Breidholt said...

Ohh ég veit ekki hvort ég vil meir: Koma til ykar eða að fá ykkur hingað!

Anonymous said...

vá skemmtilegar myndir og gaman að fá nýjar fréttir af ykkur :)
Gangi þér vel með lokaverkefni, hlakka til að sjá þig eftir mánuð!!

Anonymous said...

María gleymdi að kvitta hér að ofan ;)

Jonina de la Rosa said...

geðveikar myndir !!! og ógeðslega sætur fuglinn á efstu myndinni !!!

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.