Tuesday, February 14, 2006

Hanna fýlar valentines day í mothabotn!!


























Jæja fréttir frá Texas loksins. Ég hef mestmegnis verið að læra og hanga á heimavistini sem er ástæðan fyrir því að ég hef lítið sem ekkert verið að leggja inn blogg. En allavega þá var valentínusar dagur í dag. Sem er ein fáránlegasti dagur sem ég veit um. Allir eru að væla um hversu ömulegt það er að þeir eiga engan “valentines” og þeir sem hafa einhvern eru hvort sem er kátir því þeir hafa sweetheart. Haha já þannig í raun er þetta bara hannað til að láta aumingja singlerunum líða ennþá verr með einveru sína. Annars er þetta meira sona vina dagur. Ég fékk fullt af gjöfum frá öllum vinum mínum hér. Og ég nottlega gaf þeim ekkert. Haaaa! Já ég gef þeim bara mix diska. Guuuðð ég er svo populaaar. Svo ætla ég að leigja bíl og keyra til Austin þar næstu helgi helst. Og skemmta mér ærlega, já ég ætla að draga Selene sem er jafn gömul og ég á því verður ekki hamrað nóg. Og því erum við aldeilis frjálsar til að gera það sem við viljum. Selene er voða findin hún var voða góð stelpa í San Luis, svo er hún meira svona að sletta úr klaufunum hér án foreldra yfir sjónar. Sem er fyndið. Já allavega ég tók einhverjar myndir hér af slóðinni þegar sólin var að setjast og svo bara einhverjum huuges grill bíl sem er hérna á lóðinni og er stærsta grill í heimi eða eitthvað. Ekki ætla ég að véfengja það. Svo er mynd af einvherjum ógeðslegum gæja sem plagöt hanga út um allt og kreepar mig out, jú og svo ein svaka góð af írananum á góðri stund í orða leik ...ojojojoj hver elskar ekki mann í short shorts og sandölum sem lyktar eins og rakspíra verksmiðja. Jú og svo voru teknar nokkrar kynæsandi af mér að kætast yfir öllum valentínusar gjöfunum sem ég fékk þannig sú syrpa fékk einnig að fylgja með öllum til mikils gamans og skemmtunnar. Hahahaha jæja þá ætla ég að fara að halla mér. Enda þarf ég að mála meistaraverkið mitt á morgun ekkert minna.

2 comments:

Anonymous said...

hanzl bara með CORONA og læti, iss ekki fékk ég neitt VALENTINES:( Kannski í næsta lífi...

Anonymous said...

haha besta myndaserían til þessa!

SCRUMTRULECENT