Monday, February 27, 2006

Austin mo fo






























Já við fórum semsagt til austin um helgina. Þetta leit nú ekkert svo vel út fyrst þar sem ökuskírteinið var enn ekki komið, Selene þurfti að vera í prófi kl 2 og rútan fór kl 3. en jæja það sem var gert var að við tókum bara seinni rútuna kl 6. jú jú í rútunni var svona mis hresst fólk. Við stoppuðum í San Antonio og þar sem ég stóð í röðinni að kaupa mér samloku sá ég stelpu sem var all skuggaleg. Hún var alveg eins og krakkfíkill grá með bóluör í alltof stórri skyrtu með úfið hár. Svo komum við aftur í rútuna og þá heyri ég stelpurödd vera að tala við mömmu sína. Og hér það sem sagt var: “ hi mom yeah im coming home...yeah..great, well tell her to bring him cus i wanna meet my brother in law finally. I know...yeah she looks great yeah. Jú jú þetta hljómaði allt voða sætt og fjölskylduvænt. En svo alltí einu: yeah oh and mom there is something i want to tell you when i get there. Yeah yeah...well...i wanna check into rehab, yeah cus have you heard of heroin? Yeah well i been moving alot from that to the methodone. Yeah its pretty awesom. But i havent had any for like 3 days. Cus i got arrested in mexico. Yeah right after i got married. Yeah. ( þetta var semsagt áðurnefnd stúlka í röðini) Þegar hér var komið við sögu truflaðist ég í þessu áhugaverða samtali af manni sem vildi endilega segja mér frá því að hann hefði líka verið í fangelsi í mexikó. Þeir hefðu nú aldeilis cleaned him out. 6000 dollarar og bíllinn farinn. Thats the last time i go trippin there man. Though it was gonna be warm and cheap. But no, you know what we should do, we should go to Florida and get our tan on. Já eða kannski bara ekki, herra minn. Svo sofnaði hann því hann var víst ekki búin að sofa í 2 daga. Ekkert hægt að sofa í þessum mexíkósku fangelsum þeir láta menn bara sofa á steypunni. Jæja svo komum við á hótelið sem var voða fínt. En um nóttina kom einhver maður inn, hello are you sleeping? Svo stóð hann bara þarna... ég sá hann nú ekki alveg því hann stóð sona í gættini hello.. are you here. Greinilega eitthvað ruglaður greyið.. svo loksins þegar við sögum yes we are here and we were sleeping and you should leave. Þá sagði hann yeah i think they gave me the wrong key so bye. Jú þá hringdi youmayra alveg brjáluð í front deskið og sagði að þetta hefði verið hræðileg lífsreynsla okkur hefði getað verið nauðgað og læti. Ég var nú mest afslöppuð yfir þessu. Enda ekki mjög ógnandi maður og við 3 inní herberginu. En uppúr krafsinu kom að við fengum fyrstu nóttina ókeypis sem er aldeilis gott. Svo vorum við bara eitthvað að labba um bæinn skoða umhverfið. Svo fórum við út að borða um kvöldið og á einhvern bar. Sem við vorum svo bara á allann tíman því youmayra mátti drekka þar. Það virtist öllum vera nákvæmlega sama dyravörðurinn var svartur gæi með dredda sem var bara að drekka viskí og lesa superman. Og barþjónninn var fullur held ég. Allavega svo löbbuðum við bara heim. Og fengum okkur vöflur í morgunmat. Svo keyrði leigubílstjóri sem kenndi sig við sporðdreka okkur á rútu stöðina “ you are now riding with the best cus youre riding with the scorpion” það var sona sporðdreki í snjókúlu fastur í loftinu á bílnum hans. Svo lagði hann okkur lífreglurnar því hann á það víst til að reyna að kenna his younger customers svo þeir geri ekki sömu vitleysur og hann í lífinu. Hann sagði okkur að það væri nóg af nice strákum þarna úti sem myndu segja okkur að þeir elski okkur en spurningin er eiga þeir pening. Það er nefnilega fullt af nice strákum líka sem eiga pening og maður þarf að hugsa um börnin sín. Já hann var mjög fyndin kall. Og nú er ég kominn heim og það er ógeðslega heitt hérna og ég ætla að fara að sóla mig. Og spara monní peining

3 comments:

Anonymous said...

Rodney/Rodrico-myndin er frábær... ég yrði ekki hissa á því að ghetto-passinn þinn væri á leiðinni með póstinum frá Mexico.



og hlustaðu á El Scorpio, hann veit hvað hann syngur.

Anonymous said...

Vá þetta er nú meira ævintýrið!!! Hafðu það gott þarna í útlandinu;)

Anonymous said...

Gott að vita til þess barnið mitt að þú borðar hollan mat í útlandinu (tilvísun í þetta djúpsteikta sem líkist hundaskít við hliðina á súkkulaðidrullu)Reyndu svo að forðast heróínfíklana eftir bestu getu.
Kv. Mamma