Tuesday, December 21, 2010

DÓT


Hanna er að vísu að kanna Reykjavík núna en ég hef bara varla á minni ævi séð jafn huggulega kommóðu

Sunday, December 05, 2010

Ég sá...

Konu í lestini lesandi þessa bók:



áhugavert umhugsunnarefni

Monday, November 22, 2010

Brooklyn og ég

Nú er ég að fara að koma heim á ný, jafnvel farin að hlakka til, jólin að koma og svona, en dagarnir hér hafa liðið furðu hratt. Ég hef mest bara verið að mála og teikna sem er alls ekki slæmt. Fór tvisvar út að selja seldi 3 í fyrra skiptið en ekkert þegar ég fór þar sem ríka fólkið er, þeim fannst dótið mitt víst of dýrt. Furðulegt að fólk í nærbuxum sem kosta meira en leigan mín tými ekki 30 dollurum fyrir mynd, fríks segi ég nú bara. Fólkið sem selur í Soho var samt voða næs sagði okkur frá lögguni og hvað það er mikið verið að bögga fólk sem er þarna. Ég sá fyrir mér að innflytjenda löggan kæmi og snéri mig niður í jörðina með hnéið á bakinu á mér og handjárnaði mig. Ekkert slíkt átti sér stað, við sáum ekki einu sinni eina löggu svo...
Annars hefur veðrið verið mjög fríkí rosa heitt og svo rosa kalt, t.d hefur verið tæplega frostmark undanfarna daga en á morgun á að vera 17 stiga hiti. mjög skrýtið ég við frekar fyrirsjáanleika ekki fara út í úlpu og vera með svita poll á bakinu allann daginn því það er næstum 20 sriga hiti. Jæja ég á ekki mikið af myndum því ég tek aldrei myndir en hér eru nokkrar sem eg tók um daginn í garðinum og af Jónínu og Bjössa, engar af Helgu og Þóri því þau voru svo dugleg að taka myndir og ég er enn og aftur svo mjög ódugleg að taka myndir..svo já hér eru haustmyndirnar góðu














Saturday, September 18, 2010

Komin aftur

Og lenti í fellibyl í vikuni, ég fór í sakleysi mínu í labbitúr útí garðinum og allann tímann var ég að hugsa að það væri að fara að rigna, var svona grámyglulegt og þungbúið. Svo ég ákveð að drífa mig heim áður en demban kæmi þegar ég fer að heyra þrumur í fjarska. Nema ég bara þurfti að stoppa í búð og kaupa brauð áður en ég fór heim, búðin er sko í svona 500 metra fjarlægð frá íbúðinni okkar, en þegar ég er að borga er skollin á þessi líka rooosalega demba, það er svartamyrkur úti og fólkið í búðini er að tala um veðrið. Ég aftur á móti hugsa mig ekki tvisar um og hoppa beint út því það tekur svona mínútu að komast heim til okkar en um leið og ég steig út sá ég eftir því, ég varð holdvota á sekúndubroti, himininn var dökkgrænn á litin og það var plastdrasl sem flaug framhjá hausnum á mér. Svo ég hélt bara niðrí mér andanum og tók á rás, sá ekki einusinni hvert ég var að fara, hljóp bara blindandi. Þetta var gasalega spennandi, það var eins og ég hefði dottið ofaní vatn þegar ég kom heim, það var bókstaflega ekki þurr þráður á mér. Við skoðuðum strax fréttirnar og þar stóð að það væri fellibylur að fara yfir Brooklyn og Queens, þetta stóð yfir í svona 3 mínútur, akkúrat mínúturnar sem ég var að labba heim úr búðini. Það dó víst ein kona í fellibylnum mikla en tré féll á bílinn hennar. Annars heyrði ég um annað frík slys sem gerðist hérna fyrir utan. Stelpa sem var í heimsókn í Bkl var að hjóla hérna í hverfinu þegar önnur stelpa opnar bílhurðina sína útí umferðina og hún hjólar beint á opna hurðina, steypist fram fyrir sig beint fyrir strætó og hausin á henni lenti undir hjólinu á strætó, hún var held ég bara 23 eða eitthvað. Hrikalegt, þetta eru nú rökin hans Kyle fyrir því að fá sér ekki hjól og hjóla í skólann. Jæja jú, svona er þetta.
NÚÚÚJOOORRKK

Saturday, May 22, 2010

BÚIN

Útskrifuð og búin með allt. Ótrúlegt en satt hvern hefði grunað það, það er líka ótrúlegt hvað tíminn síðan ég skilaði síðasta verkefninu mínu inn þar til núna hefur liðið hratt. Ég blikkaði augunum og var búin að útskrifast og komin til Sviss. Já ég er komin til Sviss til Sússu, fór fyrst til London og flaug þaðan til Sviss. Hér er allt í röð og reglu, lestarnar koma á sekúnduni sem þær eiga að koma og fólk er með uppsteit ef það þarf að bíða í 40 sekúndur aukalega. Ég sem er vön því að standa í 20 mínútur og bíða eftir strætó sem kemur aldrei og lestum sem ganga bara þegar þeim henntar ó Nú jork.
Annars er ég bara hress, frekar útúr takti með tímamismun þar sem það er 6 tíma mismunur á Sviss og NY en já hlakka bara til að vera í fríi.
Set inn nokkrar myndir frá útskriftinni og þegar við fórum út að borða með ma og pa í Central Park Boathouse,útskriftin var annars líka mjög súrealísk eins og margt annað, hún var í Radio City Music Hall og ég varð að vera í fjólubláum kufl með hatt. Svo voru skemmtiatriði sem voru the Steinhardt singers, og það var eiginlega phenomenally slæmir söngvarar sem völdu hallærislegustu lög í heimi til að syngja, td when a hero comes along, time of your life með green day svo nokkur séu nefnd þau voru eiturhress með tilburði og Jazz hands útí eitt, öll hvít ég held ef þau hefðu laumað fleiri svörtum inn þá hefði þetta ekki verið svona ömurlegt. Hvítt fólk að dilla mjöðmunum í satín kjólum og púffuðum kalla skyrtum er ekki alveg málið.
en jæja..MYNDIR











Saturday, April 24, 2010

Blogg


Kall sem var handtekin fyrir utan húsið okkar um daginn...spenna í Brooklyn!!

Myndir úr göngutúr hér snemmvors í Brooklyn

Húsið okkar

Botanical Gardens

Safnið og falleg tré



Veggmynd sem eg labba alltaf framhjá sem er illa teiknuð..aaúúú teiknisnobbarinn ég








Myndir af íbúðinni looooksins!










Kyle og Douglas að lúlla

Monday, March 22, 2010

bonus

Eg er bara klukkutima og 20 min i vinnuna fra nyju ibudinni huuurraaaaa

Friday, March 19, 2010

LOKSINS FLUTT!!

Eða allavega að fara að flytja erum búin að setja allt í kassa og flytjum á morgun, Kyle hringdi í einhverja Kínverja með trukk til að bera draslið niður því ég get ekki lyft helmingnum af þessu dóti.
Eeeenn... íbúðin er rétt hjá Prospect park þar sem bókasafnið er, Brooklyn museum, organic farmers market, bootanical gardens svo ekki sé minnst á garðinn sjálfann sem er sá stærsti í Brooklyn. Lestar rétt hjá öll skemmtilegustu hverfi í Brooklyn í labbfæri og íbúðin mjög fín og rimeligur prís.
Set inn myndir síðar þegar við erum búin að koma öllu fyrir og gera huggulegt.
bæjó

Sunday, January 31, 2010

Ég var í traider joe´s áðan og það er alltaf svona matarstandur með gefins prufum og kaffi þar. Við standinn í dag stóp eldgömul kona í síðri dúnúlpu þunnt hvítt hár og loðna höku. Leit smá út eins og pedófíllin í family guy. Allaveg þá fór ég að sækja mat handa Kyle þá teygir kella sig fram yfir mig og stelpan bakvið borðið segir I just handed you one (ekkert óvinalega) þá segir kellingin I´M HUUUNGRYY!!! hahahahah guð minn þetta var svo fyndið. Stelpan bara rétti henni meira hún var líka með tvo kaffibolla..og allt kaffið var búið. Hún fer örugglega alltaf þangað að borða ekkert feimin bara ÉG ER SVÖNG. flestir hefðu eitthvað aaahh jú þetta er bara svo gott híhí..neinei. Jæja ég varð allaveg kát í allann dag því hún var svo fyndin og gömul.

Monday, January 25, 2010

Mánudagur

...og skítaveður og vinna, ekki sérlega skemmtilegt. Skólinn er byrjaður og ég þarf að byrja að skrifa þessa ritgerð sem er bara ein eining en á að vera 80 blaðsíður...mjög furðulegt. Annars var ég að telja að ég á eiginlgea bara 3 mánuði eftir hérna í Ittleson sem er fínt. Hlakka mjög til að klára og þurfa ekki að vakna klukkan 6 til að sitja í lest í rúma 2 tima. Langar óstjórnanlega til Grikklands eða Hawaii eða eitthvað þegar mesta grámyglan kemur yfir oj. Annars er mest lítið að frétta af okkur, taskan hans kyle kom á laugardaginn með fed ex eða eitthvað, mesta furða að engu var stolið og ekkert var brotið. Svo erum við að fara að flytja sennilega í lok febrúar og guð hvað ég verð fegin þegar það gerist..sá pínulítinn kakkalakka í eldhúsinu áðan og fékk hjartaáfall Kyle sagði að þetta gerðist alltaf á veturna í svona stórum húsum...það sæjust kakkalakkar. Guð minn ojjj ég get ekki einusinni hugsað um þennann viðbjóð..ég er mjög fegin að við séum að flytja. Annar ógnvaldur sem ég óttast eru bedbugs rúmpöddur!!! ooojjj. littlar pöddur í rúminu manns sem drekka blóðið úr manni svo maður verður allur útí rauðum bólum sem mann klæjar undann. Svo sest þetta í fötin manns og sófa og teppi...allt sem er með þræði og þetta getur lifað 2 ár án þess að matast svo það er ekki séns að svelta viðbjóðin í hel. Nei nei..bara brenna allt sem maður á ef hryllingurinn sest að hjá manni. Tvær stúlkur með mér i bekk urðu fyrir barðinu önnur þurfti að flytja hinni tókst að svæla sníkjuna út. Jæja ég vona allavega að ég sleppi við þetta.. martraðir mínar snúast um að lenda í svona pöddum.
Ég ætla nú að smella inn 2 myndum sem ég tók útum gluggan hérna í vinnuni engar heima myndir því myndavélin var að koma í leitirnar í fyrradag.