Monday, January 25, 2010

Mánudagur

...og skítaveður og vinna, ekki sérlega skemmtilegt. Skólinn er byrjaður og ég þarf að byrja að skrifa þessa ritgerð sem er bara ein eining en á að vera 80 blaðsíður...mjög furðulegt. Annars var ég að telja að ég á eiginlgea bara 3 mánuði eftir hérna í Ittleson sem er fínt. Hlakka mjög til að klára og þurfa ekki að vakna klukkan 6 til að sitja í lest í rúma 2 tima. Langar óstjórnanlega til Grikklands eða Hawaii eða eitthvað þegar mesta grámyglan kemur yfir oj. Annars er mest lítið að frétta af okkur, taskan hans kyle kom á laugardaginn með fed ex eða eitthvað, mesta furða að engu var stolið og ekkert var brotið. Svo erum við að fara að flytja sennilega í lok febrúar og guð hvað ég verð fegin þegar það gerist..sá pínulítinn kakkalakka í eldhúsinu áðan og fékk hjartaáfall Kyle sagði að þetta gerðist alltaf á veturna í svona stórum húsum...það sæjust kakkalakkar. Guð minn ojjj ég get ekki einusinni hugsað um þennann viðbjóð..ég er mjög fegin að við séum að flytja. Annar ógnvaldur sem ég óttast eru bedbugs rúmpöddur!!! ooojjj. littlar pöddur í rúminu manns sem drekka blóðið úr manni svo maður verður allur útí rauðum bólum sem mann klæjar undann. Svo sest þetta í fötin manns og sófa og teppi...allt sem er með þræði og þetta getur lifað 2 ár án þess að matast svo það er ekki séns að svelta viðbjóðin í hel. Nei nei..bara brenna allt sem maður á ef hryllingurinn sest að hjá manni. Tvær stúlkur með mér i bekk urðu fyrir barðinu önnur þurfti að flytja hinni tókst að svæla sníkjuna út. Jæja ég vona allavega að ég sleppi við þetta.. martraðir mínar snúast um að lenda í svona pöddum.
Ég ætla nú að smella inn 2 myndum sem ég tók útum gluggan hérna í vinnuni engar heima myndir því myndavélin var að koma í leitirnar í fyrradag.


4 comments:

Anonymous said...

Frábært að taskan kom loks í leitirnar! Ég bjó einu sinni í herbergi í 1 mánuð með bed-pöddum, ekki góð lífsreynsla.
ssk

Bobby Breidholt said...

Hjúkkett með flökkutöskuna. Alltaf gaman að lesa um Hönnumál í Borginni.

Hey viltu senda mér myndirnar mínar? :D

Anonymous said...

vá hvað ég er glöð að heyra með töskuna !!! frábært frábært !!

Jóní

Anonymous said...

Hæ Hanna

Gaman að fá fréttir af þér, gott að taskan er fundin.

Kveðja amma og afi