Saturday, June 11, 2011

Að Vinna eða Ekki Vinna

Í gær fór ég í annað skiptið í The Rebecca school að vinna með einhverfum krökkum í prógrami sem líður undir lok eftir 2 vikur. Þetta er 2 og hálfs tíma vinna á föstudögum og maður fylgir einu barni eftir allann daginn og hjálpar því að taka þátt í hverju fyrir sig, List,dans, trommum og leikfimi. Þetta er ágætlega borgað fyrir svona stuttan tíma en náttúrlega ekki til frambúðar. Konan sem rekur þetta er samt sem áður afar ánægð með mig og hefur lýst ánægju sinni yfir mjög skýrt svo það er bara að sjá til hvað setur með framhaldið því hún er víst að reyna að plana eitthvað í sumar til að ráða alla áfram yfir sumartímann.
Ég veit ekki með leiksólann sem ég fór í viðtal hjá því það viðtal var afar furðulegt. Ég kom þar og settist inn á bekkin þar sem krakkarnir hengja greinilega upp fötin sín og settist við hliðina á 3 hvítum ungum vingjarnlegum konum. Ég heyrði svo að það var kona að tala við aðra stúlku í opna ríminu fyrir framan, jú þá var kellingin að taka viðtal við liðið bara í röð og allir heyrðu hvað sá sem var í viðtali sagði. Mega óþægilegt, maður heyrði sumsé hvað hún spurði og hvað hún sagði og hvað atvinnusækjandinn svaraði og spurði. Þetta var mjög kvíðavekjandi svo lítið sé sagt. Svo héldu píurnar áfram að streima inn hver á fætur annarri, það komu svona 9 stelpur inn í heildina. Að vísu heyrði ég kelluna segja að 200 manns hefðu sent umsóknir og bara 20 fengið viðtal.
Þegar gálgaröðin kom að mér spurði hún mig strax beint út, so why dont you just want to be an art therapist? hummm sagði ég og útskýrði að börnin sem ég hafði unnið með áður hefðu verið mjög veik og tekið mjög á svo að heilbrigð börn hljómuðu mjög vel. Nú veit ég ekki hvort hún var ánægð með þetta svar. Þessi kella var frekar mikil bredda og hávær og ég fékk pínu á tilfinninguna að hún vildi alltaf ráða 100% öllu sem hún væri að gera. Þannig ég veit ekki alveg með þaaað starf maður þarf bara að halda áfram að senda og senda og senda umsóknir út. Rembast eins og rjúpan það eina leiðin til að fá eitthvað til að gerast, svo mikið er víst.

Annars hefur veðrið verið að gera mér lífið leitt 30-38 stiga hiti og sól. Það er mjög erfitt að vera hress og á fullu í þannig hita ég verð nú bara að viðurkenna. Loftkælining okkar sem er ný komin hefur verið sem himnasending þrátt fyrir byrjunaröðrugleika (fyrsta sem var send var útúrsmölluð aftan á svo við þurftum að senda hana tilbaka). Ég veit í alvöruni ekki hvernig fólk gat lifað án þess að hafa loftkælingu í gamla daga. Að vísu er sagt að köldustu sumrin núna eru heitari en þau heitustu í gamladaga gróðurhúsaáhrifin!!!!

Jæja það er allavega lifanlegra nú og rigning svo ég þarf ekki að fara að vökva tréið sem ég ætleiddi í hverfinu.
GLeðilegt suuuuuummaaaaaarr

1 comment:

Anonymous said...

sæl Hanna mín gaman að fá fréttir frá þér það er betra að hafa eitthvað lítið en ekki neitt við erum að fara í afmæli til Höllu á eftir og það er hvorki meira né minna en 13 stiga hiti logn og sól svo það verður hægt að sitja úti vonandi ef sólin hangir þángað til Sissý er í NJ núna kveðja amma og afi