Annars er ég bara hress, frekar útúr takti með tímamismun þar sem það er 6 tíma mismunur á Sviss og NY en já hlakka bara til að vera í fríi.
Set inn nokkrar myndir frá útskriftinni og þegar við fórum út að borða með ma og pa í Central Park Boathouse,útskriftin var annars líka mjög súrealísk eins og margt annað, hún var í Radio City Music Hall og ég varð að vera í fjólubláum kufl með hatt. Svo voru skemmtiatriði sem voru the Steinhardt singers, og það var eiginlega phenomenally slæmir söngvarar sem völdu hallærislegustu lög í heimi til að syngja, td when a hero comes along, time of your life með green day svo nokkur séu nefnd þau voru eiturhress með tilburði og Jazz hands útí eitt, öll hvít ég held ef þau hefðu laumað fleiri svörtum inn þá hefði þetta ekki verið svona ömurlegt. Hvítt fólk að dilla mjöðmunum í satín kjólum og púffuðum kalla skyrtum er ekki alveg málið.
en jæja..MYNDIR